fimmtudagur, mars 08, 2007

Ég skil ekki hvers vegna málsmetandi menn eru að bera blak af Steingrími J. fyrir netlögguhugmyndina. Segja að snúið hafi verið út úr orðum hans og leggja þau síðan á allra besta veg. En í Silfrinu nefndi Steingrímur það helst sem hlutverk netlöggu að koma í veg fyrir klámdreifingu á netinu. Þá erum við komnir út í ritskoðun og það er ljóst að kynjafræðiklíkan í Vinstri grænum er að hvísla í eyra hans.

Ritskoðunartilhneigingar eru mjög sterkar í flestum flokkum, kannski öllum nema Sjálfstæðisflokknum. Birtast þær í andúð á klámi en líka fordæmingu á antí - pc-talsmáta.

Frank Zappa eyddi dýrmætum tíma og orku í að berjast gegn ritskoðun í Bandaríkjunum á 9. áratugnum. Það er vanþakklátt hlutverk. Í Bandaríkjunum eru það yfirleitt hægri sinnaðir heittrúarmenn sem standa fyrir ritskoðun en á Íslandi og eflaust víðar í Evrópu stafar málfrelsinu miklu meiri hætta af vinstri sinnum og þá sérstaklega feministum.

7 Comments:

Blogger ingó said...

Alltaf sama þvælan í þér Ágúst. Það er nákvæmlega ekkert skrítið við að íhaldið fagni Steingrími og öllum hugmyndum um aukna lögreglu. Engin ritskoðunartilhneiging í sjálfstæðisflokknum? Þú ert enn lengra úti að aka en áður var talið.

12:12 e.h., mars 08, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

ekki gleyma meðferðinni á Falun-Gong liðunum Ágúst minn..

1:43 f.h., mars 09, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er jafnheimskulegt að bera blak af Steingrími og opinberunum hans í Silfrinu og því að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé síst fylgjandi ritskoðun. (Hristi höfuðið hægt hneykslaður á einum skynsamasta bloggara landsins)

10:49 f.h., mars 09, 2007  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þegar vinstri stjórn verður tekin við völdum og kynjafræðiklíka verður farin að láta kveða að sér í ráðgjafahópum fyrir laga- og reglugerðarsetningu; fyrst með ritskoðun á sannanlegu klámi, síðan á ímynduðu klámi (Smáralindarbæklingurinn), síðan þróast klámsýkin út í ritskoðun á bókmenntatextum - þegar þetta er orðið að veruleika, þá skiljiði hvað ég meinti - ekki einstök upphlaup heldur markviss ritskoðun grundvölluð á hugsjónabaráttu og margra ára starfi akademísks kvennaklúbbs.

12:14 e.h., mars 09, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, Ágúst, ég fylgi þér og Zappa í því að fátt sé eins hættulegt og löggur til að vakta heilabúið. Það er dýrmætt frelsi að fá að hafa hugrenningar sínar í friði og vera frjálst að tjá þær.

Ég er hins vegar ósammála þér um að Sjálfstæðisflokkurinn sé síst hallur undir ritskoðun. Í fjölmiðlamálinu framdi hann pólitískt sjálfsmorð að því leyti, að mínu mati.

12:45 e.h., mars 10, 2007  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home