miðvikudagur, mars 07, 2007

Ég veit ekki hvort það telst til nýmæla en það er töluvert mikið um tölvupósta í bókinni minni væntanlegu. Þ.e. tölvupóstskrif sem eru algjör skáldskapur en ég bý líka til bréfhausana með netföngum og subjectum. - Alls fimm persónur tjá sig misjafnlega mikið í tölvupósti og mér finnst ég ná mjög skemmtilega ólíkum "röddum" þeirra. Skemmtilegast þótti mér að láta þær skrifa stafsetningarvillur og málvillur en það er bráðnauðsynlegt því það er ekki allt fólk gott í réttritun og almennt skrifar fólk verr í tölvupóstum en við önnur tækifæri. Auk þess hafði ég mjög gaman af að láta það sleppa greinarmerkjum. Tveir nokkuð langir kaflar rekja sig áfram í tölvupóstum eingöngu eins og bréfasögur.

Á meðan tölvupóstarnir eru helber skáldskapur eins og nákvæmlega hvert einasta orð í bókinni, þá er þarna að finna litla klausu sem er ekki eftir sjálfan mig heldur Hjörvar Pétursson, en hann skrifaði fyrir mig tilvitnun í blaðagrein sem sonur Daníels á að hafa skrifað. Klausan er alltsvo líka skáldskapur; bara ekki minn skáldskapur.


Ein persóna er búin að breyta um nafn. Hún hét Beta og vinnur í bókabúð en yfirlesurum fannst þetta minna of mikið á nokkuð þekktan samborgara og væri barnaskapur og truflandi við lesturinn. Hún heitir hér eftir Elín. Önnur nöfn eru Daníel, Árni, Valgerður og Tinna. Auk þess eru nokkrar nafnlausar aukapersónur. Náungi sem hét Frímann var veigamikil persóna árið 2005 en er núna nánast horfinn úr handritinu en dúkkar þó upp sem önnur persóna, mjög lítilvæg reyndar. Árni á sér fyrirmynd sem er drengur úr nokkrum smásögum mínum sem gerast á 8. áratugnum. Í þessari sögu er Árni orðinn fullorðinn. Daníel og Valgerður fengu nöfn sín af ástæðum sem mér eru gleymdar frá því þegar handritið leit allt öðruvísi út.
Tinna er fallegt nafn og frekar algengt, mér finnst þó algengara að yngri konur beri það; Tinnan í þessari bók er hins vegar komin vel yfir fertugt. Hún skrifar skemmtilega og skynsamlega tölvupósta en kemur reyndar ekki ýkja mikið við sögu að öðru leyti. Þá kemur þarna fyrir almannatengill sem heitir Óttar Sigmundsson en hann skrifar bara tölvupósta, kemur að öðru leyti ekki við sögu. - Aðalpersónurnar eru Daníel, Árni og Elín (Beta). Lýsingin á Valgerði held ég reyndar að sé nokkuð eftirminnileg svo langt sem hún nær.

Mig langar ógurlega mikið til að fara að klára þetta helvíti. Sagan verður varla lengri en 150 síður en maður skrifar hægt eftir erilsaman dag á auglýsingastofu og þannig er þetta búið að paufast áfram undanfarin misseri. Ægilega hægt. Afköstin í Heildelberg á 9 dögum voru nánast eins og hálfs árs afköst við venjulegar aðstæður, jafnvel meira. En þar spilaði inn í hvert ég var kominn í ferlinu, þetta var mjög góður tímapunktur til að ná upp afköstum. - Svo er þetta margskrifað þvers og kruss og ýmsu sleppt sem jafnvel er vel stílað út af fyrir sig.

Þegar þessu er lokið langar mig til að skrifa 10 blaðsíðna smásögu sem byggir örlítið á nýlegri reynslu minni á rakarastofu. Önnur framtíðarverkefni er skáldsaga sem ég fékk hugmynd að á Vopnafirði um páskana í fyrra en gerist líklega í Reykjavík. Sú hugmynd er nokkuð mótuð og verður líklega næsta bók mín.

Auk þess stefni ég að því að koma út úrvali af smásögunum mínum vorið 2008. Skrudda hefur tekið vel í þá hugmynd en þetta yrði kilja. Ekki er ólíklegt að sú bók komi stuttu síðar út í Manchester en það er þó engan veginn frágengið.

Ólíkt yfirlýsingum mínum þegar ég var mjög ungur og bloggið var ekki til, þá eru allar líkur á því að þessi verkefni verði öll að veruleika.

Ég hitti Eyvind Karlsson á Hressó í dag og það virðist ljóst að honum munu engin bönd halda á rithöfundarbrautinni. Hann er þegar búinn með aðra skáldsögu og langt kominn með ýmsar hugmyndir sínar.

Townshend lét hins vegar ekki sjá sig. Ég ætlaði að kvarta yfir því við hann hvað Daltrey hefði hrakað hrikalega mikið sem söngvara. Hann hefði kannski bara orðið reiður enda Daltrey búinn að reynast honum svo vel að hann hefur eyðilagt röddina í sér eftir að hafa öskrað lögin hans í gegnum árin. En helst vildi ég sjá Who framtíðarinnar með Eddie Vedder úr Pearl Jam sem aðalsöngvara og Daltrey bara í bakröddum og á munnhörpu.

8 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

Gaman að eiga nöfnu í bókinni þinni.

11:55 f.h., mars 07, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hæfir þér örugglega prýðilega, að hafa tölvupósta í skáldskap. Gott mál. Alveg spurning hinsvegar hvort þú verðir búinn að lýsa bókinni svo mikið þegar þar að kemur að maður þurfi ekki að lesa hana.

11:59 f.h., mars 07, 2007  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það efast ég stórlega um, Anonymous, enda held ég að þú sért orðinn mjög spenntur.

12:01 e.h., mars 07, 2007  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  
Blogger raybanoutlet001 said...

ugg boots
mlb jerseys
cheap michael kors handbags
miami heat jersey
nike air huarache
ugg boots
lions jerseys
cleveland cavaliers
ralph lauren outlet online
polo outlet

4:04 f.h., júní 16, 2017  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.4
christian louboutin outlet
moncler online
longchamp outlet
ralph lauren outlet
jordan shoes
adidas ultra boost
skechers outlet
cheap jordan shoes
ultra boost
christian louboutin shoes

3:09 f.h., júlí 04, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home