sunnudagur, ágúst 03, 2008

Öfgar í barnauppeldi

Ég er að skrifa grein um Sylviu Marie Likens sem var myrt í fósturvist í Indianapolis árið 1965, þá 16 ára að aldri. Þó að mál hennar sé öfgafullt endurspeglar það furðuleg viðhorf til barna fyrir nokkrum áratugum, rétt eins og t.d. Breiðavíkurmálið hérlendis.

En sem ég sit yfir greininni er sirka þriggja ára drengur hér á Te&Kaffi í Máli og menningu sífellt að æra gesti staðarins með öskrum sínum. Sylviu Likens hefur áreiðanlega aldrei verið boðið á svona kaffihús. En foreldrar þessa drengs hafa gaman af óhljóðum hans og það hvarflar ekki að þeim að þetta sé óviðeigandi gagnvart öðrum gestum. Þau virðast vera fyrirmyndarfólk. Þetta endurspeglar viðhorf til barna í dag. Börnin eru alltaf númer eitt. Fullorðið fólk getur ekki lengur haldið samkvæmi án þess að börnin séu aðalnúmerið og setji upp heimskulegar leiksýningar fyrir fullorðna fólkið löngu eftir miðnætti. Börn geta ekki æft íþróttir án þess að foreldrar eyði ómældum tíma í að skipuleggja mót og fjáraflanir. (Um daginn sagði gamall fótboltamaður við mig: "Pabbi horfði aldrei á leiki með mér fyrr en ég var kominn upp í meistaraflokk - þá fór hann hvort sem var á völlinn.")

Að sumu leyti er þetta stórfínt.

Á hinn bóginn spyr maður sig hvort það hafi einhverjar afleiðingar að vaxa úr grasi án þess að nokkurn tíma hafi verið sussað hressilega á mann.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég er sammála þér!

7:44 e.h., ágúst 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sammála þér að það eigi ekki að leyfa börnum að hlaupa um öskrandi á kaffihúsum. Annað hvort að fá þau til að hafa sig hæg eða fara út með þau.

Hins vegar var aldrei "sussað hressilega" á mig þegar ég var lítill. Það var bara rætt við mig í rólegheitunum. Það sama á við um systkini mín, og þau eru geysilega vel heppnað fólk, sama hvað má segja um mig. Ég held að fólk eigi til að gleyma að það er til millivegur á milli skamma og eftirlátssemi. Hann heitir samskipti, og lítil börn skilja hann líka.

En ég get alveg tekið undir það að sumt fólk setur börnin sín á of háan stall, og það er örugglega ekki að gera þeim neinn greiða með því.

10:08 e.h., ágúst 03, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er alveg sammála þér, Eyvindur. "Sussa hressilega" var ekkert endilega rétta orðalagið í þessu samhengi.

2:03 f.h., ágúst 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Er sammála þér með sussið og agaleysið.

En held samt að þú sért að misskilja þetta með íþróttaiðkunina og börnin númer eitt.

Ég er í þessum pakka að vera áhangandi 5. flokks Fram í handbolta drengja á veturna og 6. flokks Fram í fótbolta stelpna á sumrin.

Ástæðan er ekki sú að ég standi í þeirri trú að það sé börnunum mínum algerlega nauðsynlegt að pabbinn fylgist með og hvetji áfram hverja einustu mínútu lífsins, annars myndu þau bara velkjast upp og visna.

Nei...ég geri þetta mín vegna.

Þetta er mjög auðveldur vettvangur fyrir foreldra til þess að taka þátt í einvherju með börnunum án þess að það sé beinlínis verið að hafa ofan af fyrir þeim með hvaða ráðum sem er einsog "quality time" vill oft snúast uppí (lesist Húsdýragarður, keila, bíó osfrv. osfrv.)

Þetta er soldið líkt feðraorlofinu sem margir misskilja sem svo að það sé verið að "binda" barnið við föðurinn. Það er nebbla akkúrat á hinn veginn....binda föðurinn við barnið.

Takk fyrir mig.

Magnús

5:58 e.h., ágúst 05, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir innleggið, Magnús. Ég er sjálfur duglegur að taka þátt í þessu fótboltastarfi með stráknum. Þetta er mjög gefandi þó að auðvitað sé það stundum þreytandi. Hins vegar er sláandi munur á þessum venjum núna og því sem tíðkaðist þegar ég var að alast upp. Alveg ótrúlegur. Börn voru afskipt hér áður fyrr, nú fá þau á tilfinninguna að ekkert skipti máli nena þau. Er það gott? Svo finnst mér stundum líka allt of lítill munur á áhugamálum barna og fullorðinna. Hámenntað fólk blaðrandi um Batman og Mamma Mia í fjölskylduboðum. Einu sinni horfði það á Shrek.

6:06 e.h., ágúst 05, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Algjörlega sammála þér Ágúst Borgþór. Íslensk börn eru alltof mörg óuppalin, vaða yfir allt og alla og í stað þess að TALA kalla þau. Maður getur ekki einu sinni farið á hátíð á elliheimili öðruvísi en þar troði upp börn, spilandi rammfalskt á flautu eða annað hljóðfæri og gamla fólkið þarf að láta þessar þrautir yfir sig ganga. Það er eins og fullorðið fólk megi ekki lengur eiga sínar stundir, börnin eru alltaf númer eitt og foreldrarnir nenna ekki að ala þau upp!

9:52 f.h., ágúst 06, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Að ekki sé svo talað um að aldrei er ætlast til neins af börnum nema þau vilji það sjálf. Þau eru spurð hvort þau vilji borða, klæða sig og þau eru spurð hvaða mat þau vilji og hvaða föt. Aldrei sagt að svona eigi að gera eða ekki að gera. Svo furðar fólk sig á uppivöðslusemi? - Padre

10:34 f.h., ágúst 11, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:06 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:45 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:55 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home