miðvikudagur, apríl 15, 2009

VG, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn

Þessi þrír eru nokkurn veginn ósnortnir af spillingunni. Ég skal ekkert segja um það í bili hversu sannfærandi þessi framboð eru að öðru leyti.

Hinir flokkarnir eru allir partur af svindlinu og hruninu, vegna tengsla við fjármálaöflin og/eða ábyrgðar á stjórn landsins á meðan lögð voru drög að hruninu.

Lýðræðishreyfingin er enn ekki farin að mælast svo ég tel hana ekki með í bili.

Ykkar er valið. Í rauninni eru kostirnir bara þrír fyrir þá sem örugglega vilja ekki kjósa hrunið og styrkjaspillinguna.

Ég er einn af þeim mörgu sem get ekki hugsað mér að kjósa það sem ég hef kosið hingað til
Þó er staðan sú að ef allt gamla góðærisbloggið mitt er lesið er það meira og minna lofsöngur um þessi öfl.

Það er gerðist reyndar margt afskaplega gott hér á síðustu 18 árum. Síðustu 7 árin var haldið inn á rangar brautir en maður tók ekki eftir því fyrr en 2008.

Og núna verður að breyta til.

18 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hefurðu spurt VG um upphæðir einstakra styrkja frá fyrirtækjum vegna borgarstjórnarkosninganna 2006? Þeirra fólk (nú á þingi) var vel liðtækt í slættinum fyrir Reykjavíkurlistann 2002 og 1998 og safnaði ekki síður frá fyrirtækjum en þeir sem komu frá hinu flokkunum.

1:05 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Óli Gneisti said...

Ég er nokkuð viss um að það að upplýsa alla styrki yfir hálfri milljón á líka við um svæðisfélögin og VG gaf slíkt upp árið 2006.

1:12 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

"Síðustu 7 árin var haldið inn á rangar brautir en maður tók ekki eftir því fyrr en 2008" Sorglegt hvad folk var ordid blint a klakanum , kannski var buid ad telja folki tru a Islandi ad utrasarvikingarnir eda alkemistarnir voru snillingar ....

1:26 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú er tími til að vera öðruvísi. Jafnvel hinsegin.

Setjum X við O.

Rómverji

2:41 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju eru bara upplýstir styrkir yfir hálfri milljón? Hvaða rugl er það? Hvern er verið að blekkja?

Munið þið málið sem kom upp á Akureyri þar sem einstaklingar nýttu sér kerfisvillu í netbanka Glitnis - og nota bene komust upp með það - allt löglegt á endanum svo öllu sé nú rétt til haga haldið. Þeir voru ekki að fást við tölur yfir hálfri milljón. Þeir sátu við og söfnuðu saman litlum upphæðum - vitandi eins og við hin öll gerum - (nema stjórnmálaflokkarnir að því er virðist - þ.m.t. Vinstri grænir) að margt smátt gerir eitt stórt.

2:56 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Evreka said...

Þetta er léleg smjörklípa ykkar sjálfstæðismanna; að reyna að halda því fram að aðrir séu í sama skítnum, það bara er einfaldlega ekki svo.
Valhöll reynir að endurskrifa söguna með því að senda sveina sína á bloggsíðurnar með þau skilaboð að hinir flokkarnir hafi verið jafn spilltir. - Samt segja sjálfstæðismenn að það sé grundvallarmunur á 30 milljónum og 5 milljónum, sem skýrir af hverju þeir ætla ekki að skila þessum 5... - þær hafi verið "innan eðlilegra marka".
Nú, ef 5 milljóna styrkur var, að mati sjálfstæðismanna, innan eðlilegra marka, hvernig geta þeir þá sagt að hinir flokkarnir séu jafn spilltir??
Sorry, gengur bara ekki upp... FLokkurinn er alveg sér á parti hvað þetta varðar - fyrir utan glæpsamlegar tímasentingar við þessa ofurstyrki og að fulltrúar FLokksins hafa ítrekað verið staðnir að því að ljúga að fjölmiðlum og þjóðinni.
Látum ekki blekkjast, það er með ólíkindum að þessi FLokkur skuli enn mælast með yfir 10% - eru 25% þjóðarinnar virkilega svona siðspillt...??

3:44 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Evreka said...

Ef þú vilt virkilega breyta til, þannig að skipti máli, þá er bara einn flokkur sem sker sig verulega úr - og það í mikilvægasta máli samtímans og til framtíðar...:

Aðeins einn flokkur er með það afdráttarlaust á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandi og taka svo upp evru svo fljótt sem auðið er.

Ekkert annað hagsmunamál er jafn brýnt. Þetta er í raun forsenda fyrir öllu öðru, því án þess er það merkingarlaust að tala um lægri vexti, minni verðbólgu, afnám verðtryggingar, meiri stöðugleika í gengi, osfrv.

Þetta eru brýnustu hagsmunamál heimila og fyrirtækja, en hinum flokkunum hefur tekist að blekkja fjölmiðla til að fjalla ekki um það. "Við þurfum fyrst að ræða aðgerðir fyrir heimilin og fyrirtækin," segja stjórnendur umræðuþátta, einsog talað úr munni þeirra flokka sem geta ekki myndað sér stefnu í þessum málum.

En það verða engar alvöru "aðgerðir fyrir heimilin" nema með aðild að ESB og upptöku evru.

Valið á því að vera einfaldara en nokkru sinni fyrr.

3:50 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja... Evreka...

Undir hvaða Jóhönnu ert þú búin að vera undanfarið???

Framsókn og Samfylking tóku við svipuðum styrkjum og Fálkinn fyrir utan þessa 2 öfgastyrki...

...og eru því á sama báti, jafnvel Fellow-skipi...

Næ ekki alveg hvert þú ert að fara...

En hér verður það bara X-0 eða Autt atkvæði, því autt atkvæði er ATKVÆÐI...

3:50 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Troddu þessari smjörklípu upp í rassgatið á þér Evreka. Heldurðu að allir séu sjálfstæðismenn ef þeir eru ekki sammála þér?

3:54 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Evreka said...

Nafnlausir...:

3-5 milljóna styrkir eru vissulega of háir, engin að tala um annað.

En það er ekki aðeins stigsmunur, heldur eðlismunur á þeim styrkjum og 30 milljóna styrkjum FLokksins. Það viðurkennir FLokkurinn sjálfur, með því að sjá ekki ástæðu til að endurgreiða minni styrkina. Að halda því fram að þetta séu sambærilegir styrkir er ekkert annað en fásinna, runnin undan rifjum Valhallar til þess eins að reyna að færa umræðuna þaðan.

Auk þess er grundvallaratriði í þessu máli að 30 milljóna styrkirnir voru greiddir korteri fyrir áramót og til fyrirtækja sem fengu skömmu síðar afar óeðlilega fyrirgreiðslu frá FLokknum.
Í ofanálag hafa margir FLokksmenn reynt að ljúga að fjölmiðlum og þjóðinni, en sem betur fer verið hraktir útí horn.

Sorry, þetta stenst enga skoðun.

Autt atkvæði er allavega skárra en atkvæði með FLokknum, enda allt í rjúkandi rúst eftir 18 ára valdatafl þeirra...

4:18 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er enginn að halda neinu fram Evreka. Það er enginn að pæla í stigsmun eða eðlismun nema þú. Maður vill bara sjá bókhaldið. Stenst það ekki skoðun?

4:24 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Evreka said...

Endilega að sjá bókhaldið - allstaðar, hjá öllum flokkum, ekki spurning. Tek það reyndar fram að ég er ekki hluti af neinum flokki, en einfaldlega ofbýður hvernig umræðan er afbökuð.

En jú, það eru mjög margir á blogginu að tala um að það sé ekki mikill munur á þessum styrkjum, það var línan frá Valhöll alla páskahelgina (ýmsir sögðu að það væri enginn munur á að selja sig fyrir 5 milljónir eða 30, osfrv...)

Og nú síðast á eyjunni fjallaði bloggið hans Rögga einmitt um það (stigsmunur en ekki eðlis, orðaði hann það).
Auk þess var pistill Ágústs Borgþórs hér í þá veru, - að setja D, B og S undir sama hatt.

En málið er einfaldlega að það er grundavallarmunur á þessu, af þeim ástæðum sem hafa komið fram.

4:39 e.h., apríl 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ert þú í beinlínusambandi við Valhöll Evreka? Hvern andskotann heldur þú að fólk varði um innannhússerjur flokkanna? Það eru allir búnir að fá sig fullsadda af þessum drepleiðinlega pólitíska póker. Þessar drulluskítugu landeyður eiga að leggja spilin á borðið og drulla sér síðan út!

4:47 e.h., apríl 15, 2009  
Blogger Ace said...

Kjósum Frjálslyndaflokkinn!!

FF hefur barist gegn verðtryggingunni í mörg ár. Ekki bara fyrir kosningarnar í atkvæðaleit.

Frjálslyndiflokkurinn er fyrir fólkið í landinu, enda er hann fólkið í landinu!

Setjum X við F!!

6:05 e.h., apríl 15, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það var ekki ætlun mín að setja D, B og S undir sama hatt hvað varðar styrki til Stjórnmálaflokka. En allir þessir þrír flokkar bera einhverja ábyrgð á hruninu/eru með tengsl inn í fjármálakerfið gamla/bera ábyrgð á ömurlegu verkleysi og ráðleysi frá hruni og fram að stjórnarslitum. Allir þrír eru ýmist sekir um eitthvað af þessu eða allt. - Ég á erfitt með að kjósa þessa flokka núna þó að Samfylkingin fái plús fyrir Evrópustefnuna.

1:14 f.h., apríl 16, 2009  
Anonymous baldur mcqueen said...

Burtséð frá flokkarifrildi vil ég hrósa Ágústi fyrir setningu hér að ofan, sem er ein sú heiðarlegasta sem ég hef lesið í bloggi undanfarna mánuði.

4:43 e.h., apríl 16, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:22 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home