þriðjudagur, apríl 27, 2004

Er að skrifa handrit að tveimur sjónvarpsauglýsingum, slysavarnir fyrir börn. Þetta hefur gengið mjög vel og ég fengið prik fyrir. Ef það birtist eftir mig auglýsing í sjónvarpi þá fær hún þúsundfalt meira áhorf en nokkur smásaga sem ég myndi skrifa. En ég get ekki með nokkru móti jafnað saman fullnægjunni af því að skrifa smásögur og auglýsingar. Það snýst ekki allt um peninga og áhorf eins og sumir virðast halda. Þegar ég ræði ritstörf mín við suma þá tala þeir við mig eins og misheppnaðan bissnessmann. Sjáðu bara Arnald, segja þeir. Þeir sem skilja listir og þeir sem gera það ekki tala ekki sama tungumálið.