Hvað er með þessa nýju klósettfrekju ungra kvenna? Í tvö síðustu skiptin sem ég hef farið á Kormák og Skjöld (þ.e. rétt áður en ég fór út og rétt eftir að ég kom heim) eru ungar stelpur að frekjast á karlaklósettinu. Sú fyrri talaði hástöfum við vinkonu sína inni á lokuðu salerni um það að hún hikaði ekki við að fara inn á karlasalerni ef mikil traffík væri kvennamegin, hún fílaði auk þess ekki kjaftasnakk og snyrtingu á kvennaklósettum og vildi fá að pissa í friði. Sú síðari blaðraði í gemsa inni á karlasnyrtingunni, klædd mjög stuttum hvítum kjól. Ágætis exibisjónismi það. Nú er það svo að öllum körlum er nákvæmlega sama þó að konur fylli karlaklósett og kannski finnst okkur það bara gaman. En samt er þetta yfirgangur. Því auðvitað myndu þessar litlu píkur tryllast ef karlar birtust inni á kvennaklósettinu. Ég fatta því ekki alveg meininguna í þessu. Er þetta eitthvað sem þeim er kennt í nýja bleika feministafélaginu? Og hver er þá merkingin? Eiga karlar ekki að fá að hafa það í friði sem konur hafa í friði?
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
1 Comments:
Nú getið þið kommentað á þetta hjá mér.
Skrifa ummæli
<< Home