mánudagur, maí 31, 2004

Við förum heim á morgun. Ég hlakka til að takast á við hversdagsleikanna á ný, ferskur og endurnærður eftir alla tilbreytinguna hér. Verst að útgáfumálin eru ekki komin á hreint, það væri skítt að standa uppi útgefandalaus. Á öðrum degi dvalar okkar í San Diego fórum við í dýragarðinn í borginni. Þegar við vorum búin að skoða hvert einasta búr vorum bæði ég og krakkarnir orðin ansi þreytt. Undir lokun garðsins skruppum við yfir í Balboa Park, sem er afar fallegur almenningsgarður í borginni. Rétt við akveginn rak ég augun í íkorna og sagði Freyju frá. Stuttu síðar var allt orðið krökkt af íkornum þarna og Freyja fóðraði þá á flögum og kexi. Dýrin í dýragarðinum höfðu verið ansi letileg og lítt haft sig í frammi. Íkornarnir voru miklu raunverulegri. Skammt frá íkornunum var bekkur með slitinni og klístraðri biblíu. Í ruslafötu við bekkinn voru handklæði og föt. Þetta minnti mig á senu í glæpamynd og ég átti hálft í hvoru von á að finna lík á milli trjánna.
Stuttu síðar fórum við til San Francisco. Það var löng, erfið en skemmtileg lestarferð. Krakkarnir höfðu aldrei farið í lest áður. Í San Francisco ræður leikhús götunnar ríkjum og betlarar eru aðalleikararnir. Ég veit ekki hversu fátækir þeir eru. Svöl hafgolan var viðbrigði eftir hitann í San Diego og minnti helst á Reykjavík. Götulífið við höfnina, í Fisherman´s Wharf, var afskaplega skemmtilegt og þar réð lífsgleðin ríkjum. Einn götuleikarinn þar faldi sig bak við runna sem hann hélt í útréttri hendi. Þegar vegfarendur áttu leið hjá stökk runninn á þá með hvæsi og skaut þeim skelk í bringu. Þetta vakti mikla kátínu viðstaddra sem lögðu sitt af mörkum í betlihatt mannsins. - Við fórum í siglingu til klettaeyjarinnar sem hýsir Alcatraz, en fyrir löngu er búið að breyta því fræga fangelsi í safn. Með hljóðritun í eyrunum lifnaði sagan við á göngu okkar um fangelsið, inn í fangaklefa, matsal e.t.c.
Skömmu eftir að við komum aftur til San Diego var haldið í langa ferð með gestgjöfum okkar um eyðimerkur Nevada og Arizona. Gist var eina nótt í Las Vegas. Sú borg uppfyllir allar óskir þeirra sem ekki hafa sérviskulega þörf fyrir andríki og raunveruleika. Ljósadýrðin eftir að skyggja tekur er með ólíkindum. Það eina sem gæti höfðað til minna hvata á þessum stað er kynlífsiðnaðurinn en sem fjölskyldumaður gerði ég ekki svo mikið sem að leiða að honum hugann. Skömmu eftir ferð okkar til Las Vegas lærði ég af sjónvarpþætti að töluvert væri um glæpi í borginni og Nevadaeyðimörkin væri hálfgerður kirkjugarður enda eru morðingjar gjarnir á að losa sig við líkin þar.
Við skoðuðum Gljúfrið mikla, Grand Canyon. Hvernig á ég að lýsa mikilfenglegu fjallalandslagi í bloggi? Sleppi því. Heillandi var smábærinn Jerome, sem er blanda af draugabæ og ferðamiðstöð. Nokkuð um túrisma og söfn en líka yfirgefin og hálfhrunin hús. Jerome var áður fyrr blómlegur námabær en breyttist í draugabæ eftir að námunum var lokað árið 1953. Ég fór með krökkunum að yfirgefnum húsum í hæðunum. Þau voru umkringd afskaplega miklum villigróðri og ég þorði ekki að fara inn, aðallega af ótta við lífið sem gæti leynst í háu grasinu.
Ég er búinn að kaupa mikið af bókum í ferðinni og lesa töluvert. Meira um það síðar.

3 Comments:

Blogger oakleyses said...

louis vuitton, nike outlet, nike free run, nike air max, polo outlet, longchamp outlet, nike free, replica watches, nike roshe, ray ban sunglasses, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, louis vuitton outlet, uggs on sale, louis vuitton outlet, longchamp outlet, prada outlet, ray ban sunglasses, tory burch outlet, ugg boots, tiffany jewelry, sac longchamp pas cher, christian louboutin, tiffany and co, louis vuitton, replica watches, louis vuitton outlet, oakley sunglasses, christian louboutin uk, polo ralph lauren outlet online, ugg boots, michael kors pas cher, louboutin pas cher, polo ralph lauren, longchamp pas cher, burberry pas cher, jordan shoes, gucci handbags, nike air max, air max, longchamp outlet, jordan pas cher, prada handbags, oakley sunglasses wholesale, kate spade outlet, christian louboutin outlet, christian louboutin shoes, oakley sunglasses, cheap oakley sunglasses

4:21 f.h., apríl 06, 2016  
Blogger oakleyses said...

juicy couture outlet, juicy couture outlet, ugg, pandora jewelry, moncler, replica watches, moncler outlet, pandora uk, ugg,uggs,uggs canada, gucci, canada goose uk, swarovski crystal, converse, marc jacobs, canada goose outlet, moncler, supra shoes, ugg pas cher, hollister, swarovski, thomas sabo, pandora jewelry, moncler outlet, louis vuitton, moncler uk, louis vuitton, canada goose outlet, canada goose jackets, canada goose, canada goose, links of london, toms shoes, montre pas cher, pandora charms, doudoune moncler, moncler, barbour uk, louis vuitton, ugg uk, karen millen uk, moncler, ray ban, coach outlet, barbour, lancel, louis vuitton, hollister, louis vuitton, canada goose outlet, ugg,ugg australia,ugg italia, wedding dresses, nike air max

4:29 f.h., apríl 06, 2016  
Anonymous Nafnlaus said...

At long last, Always drawing an individual's gut fat device in into spinal cord, And after that save your body tissue agreed upon to hold your. Should you understand this exact, Definitely look at healthy good pose occasionally to be sure you are still in the ideal set. Custom made slump over as well as fit around your incredible well-established stance patterns if you're not attending to..

tags: Cheap Yeezy Shoes, Discount Jordan Shoes Wholesale, Yeezy Boost 350 V2 Zebra For Sale, Jordan Shoes For Sale Cheap, Real Yeezy Shoes



Have on hassle, My own lads. I adding this concern so that you bedroom finally. I did so some study. Close friends could be expertly taken within the cadets and i also had delicious kids next and spanning to my opinion. One individuals john Mayne, Became a sixteen yr old with the help of perfect good etiquette, Jeremias on the reverse side my personal opinion was approximately seven nevertheless he was really quite sincere furthermore presented the perfect connection as had to do Kierra Kinch, Within jones fantastic perched at your head game cubical. A lot of such cadets experienced been well intentioned, Good and as well smart people similar to counseled me of the cadets within nights

tags: Coach Bags On Sale Online, Michael Kors Bags Sale, Coach Outlet Store Online, MK Outlet, Ray Ban Sunglass Hut

.

8:47 f.h., ágúst 07, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home