fimmtudagur, september 16, 2004

Eftirminnilegasta minningin sem ég á um Davíð Oddsson lætur lítið yfir sér. Það var í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991. Ég hafði eins og öll mín kynslóð alist upp við stöðugan efnahagsvanda og tilveru sem maður vissi ekki hvort ætti að flokka sem allsnægtir eða basl, því fátækt og ríkidæmi eru svo afstæð. - En það sem maður alltaf gat gengið að vísu voru innantómir frasar stjórnamálamanna, endalausar staðlaðar klisjur. Þær má reyndar heyra ennþá. Þekktustu klisjurnar heyrast þegar niðurstöður skoðanakannana eru bornar undir stjórnmálaforingja en þá reyna þeir alltaf að snúa tapi sér í vil, jafnvel fylgishruni. Á slíku hafði einmitt gengið hjá mörgum í kosningabaráttunni þetta árið (mig minnir að kosningarnar hafi verið í skammdeginu, því auðvitað sprakk stjórnin á undan eins og aðrar vinstri stjórnir, þetta mun hafa verið sú síðasta til þessa). Einhvern tíma á leiðinni verður niðursveifla í fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun DV. Niðurstöðurnar eru bornar undir Davíð sem segir þungur á brún að þetta séu alvarlegar fréttir, við þessu verði að bregðast og herða róðurinn í kosningabaráttunni. Síðan útlistaði hann afleiðingarnar af því ef ný vinstri stjórn settist að völdum.

Nákvæmlega í þessu litla atriði endurspeglast munurinn á Davíð Oddssyni og flestum öðrum íslenskum stjórnmálamönnum: Hann talar ekki í klisjum og hann hugsar ekki í klisjum, hann segir það sem hann meinar og meinar það sem hann segir, og lætur verkin taka.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Setti eitt commennt hér néðar.
Já þú segir það. Var ekki góðæri það ár? (Þegar Davíð bauð sig fram?)Ég held það er samt ekki viss. Þ.E. ætíð uppsveiflur og niðursveiflur í okkar + fleiri þjófélögum og allt er þetta keðjuverkandi. Ef hlutabréfamarkaðurinn hrynur t.d. í USA. Þá hefur það mikil áhrif. því fátækt og ríkidæmi eru svo afstæð. Hvernig þá? (Afstæð)

Það er fátækt á Íslandi, fólk hefur margt hvert ekki til hnífs og skeiða. EN Davíð hefur alldrei svo að ég hafi heyrt viljað viðurkenna það. (Æi langaði bara til að setja þetta inn, veit ekki hvort þú nennir eitthvað að vera að svara mér, kemur bara í ljós!!)Að endingu held ég að flestir flokkar leiki sér með tölur...
KV,
A

6:18 e.h., september 16, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Árið sem Davíð varð forsætisráðherra var djúp efnahagskreppa hér á landi og sú kreppa stóð fram á 1995. Vel má vera að það sé til fátækt á Íslandi en hún hefur alltaf verið til. Hins vegar er ég umfram allt að benda á ákveðna eiginleika Davíðs sem stjórnmálalamanns: það er að hann er laus við klisjur, beinskeyttur, hittir í mark og það er innihald í því sem hann segir.

6:51 e.h., september 16, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég mundi ekki með kreppuna þ,e, hvaða ár... Þó að ég og þú upplifum ekki fátækt, þá er hún til, staðar hehe þú er eins og Davíð, nei nei engin fátækt á Íslandi, lesið blöðin hlustið á útvarpið... Mér finnst persónulega margt gott við Davíð, hann er skemmtilegur, en EF honum líkar ekki eitthvað þá tekur hann málið í sínar hendur. Nefni bara þjóðhagsstofnun, hann lagði hana niður vegna þess að hann vildi ekki hlusta á þá, það henntaði honum ekki. OG bilið á milli fólsk hér á þessu litla skeri okkar hefur breykkað svo mikið, nú er það orðið svo mikill munur, of mikil einkavæðing, kvótinn... EN svo fellur hann á eigin bragði, þegar hann getur ekki ráðið hverjir kaupa þetta og hitt og öðlast hafa mikla MIKLA peninga.
Jæja Ágúst vona að þú sjáir ekki eftir að hafa svarað mér, bara gaman ef þú myndir setja eitt comment um þetta!
Hvíld hér hjá mér í bili á ÞINU ploggi.

7:34 e.h., september 16, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, eins og ég sagði, þá var ég bara að tala um ákveðna eiginleika Davíðs sem ég hef hrifist af.

7:37 e.h., september 16, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home