mánudagur, september 13, 2004

Nokkrar spennandi bækur í haust:

Truflanir í vetrarbrautinni eftir Óskar Árna Óskarsson. Ég hef vonir um að þessi nýja smáprósabók Óskars Árna sé ein sú alskemmtilegasta sem hann hefur skrifað, a.m.k. eftir að hafa kíkt á kynninguna inni á Bjartsvefnum.

Baróninn - söguleg skáldsaga eftir Þórarinn Eldjárn. Frábærlega skemmtilegt efni sem ég býst við að Þórarinn geri góð skil: Baróninn franski sem var í slagtogi við Einar Ben. og rak mjólkurbú þar sem nú er Barónsstígur.

Ný skáldsaga eftir Braga Ólafsson. Hef alltaf hrifist af ritstíl Braga.

Stutt skáldsaga eftir Jón Atla Jónasson. Efnið er forvitnilegt miðað við þjófstartkynningu í fyrra en þá var útgáfunni frestað. Jón Atli hefur tekið mið af bandarísku raunsæi í sínum sögum. Leikritin hef ég ekki séð sem er skömm.

Ferða- og endurminningabók eftir Einar Kárason. Þar held ég að sé forvitnilegur texti á ferðinni, m.a. leiðangur höfundar með föður sínum eftir sígarettum í verkfallinu mikla haustið 1984.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home