sunnudagur, september 05, 2004

Í Lesbókinni um helgina er fjallað um útgáfubækur haustsins. Ekkert er þar minnst á meistara smásögunnar en það stendur til bóta síðar. Einnig er ekkert minnst á skáldsögu Gerðar Kristný en þó var farið yfir listann hjá Máli og menningu. En það sem vekur mesta athygli mína og eftirvæntingu er söguleg skáldsaga Þórarins Eldjárns um barón þann sem Barónsstígur er kenndur við. Ég las dálítið um þann náunga í ævisögu Einars Ben. eftir hinn eina og sanna Guðjón Friðriksson og það verður virkilega gaman að sjá fortíðina á Barónsstíg lifna við á síðum Þórarins. Þetta er pottþétt afmælisgjöfin mín 19. nóvember. Þórarinn er lunkinn og slípaður stílisti og það fer raunar alltaf eftir efninu sem hann velur sér hvernig honum tekst upp. Þar er hann ekki mjög vandlátur. Sumar smásögurnar eru ansi góðar, t.d. Eins og vax, en aðrar nauðaómerkilegir fimmaurabrandarar um hland í sundlaug eða eldhúsáhöld. Ég er viss um að skáldsaga um baróninn svíkur ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home