Fréttablaðið er búið að ráða Súsönnu Svavarsdóttur sem menningarritstjóra blaðsins. Þetta eru góðar fréttir. Það kemur sér vel að Fréttablaðið ætli að stórauka menningarumfjöllun og gera hana pró eins og Mogginn. Spurning hvort þá syrti ekki enn í álinn hjá Mogganum. Hins vegar er það sorgleg sóun að Silja Aðalsteinsdóttir skuli ganga laus á meðan blöðin eru að auka menningarumfjöllun sína. Hún er einfaldlega best. Ég þekki reyndar fleiri dæmi um það að Mogginn leiði hjá sér besta fólkið (ég er ekki að tala um sjálfan mig!) og í þessu tilviki gerir Fréttablaðið það líka.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home