Það gengur illa að finna myndina American Splendor á myndabandaleigum. Hún vakti töluverða athygli þegar hún var sýnd í bíó en ég ætlaði að geyma mér hana þar til hún yrði gefin út. En leigurnar vilja hana ekki af því það eru engin áhættuatriði í henni. Þetta ríka þjóðfélag verður sífellt plebbalegra í menningarmálum. Áður hef ég kvartað undan því að ekkert úrval af erlendum bókmenntum er lengur að finna í bókaverslunum hérlendis og síst þeirri sem kennir sig við mál og menningu. Reyndar er ósköp einfalt að halda úti bókaverslun núorðið og mæta algengustu kröfum: Hafa Harry Potter, Da Vinci lykilinn, Arnald Indriða og haug af tískublöðum til sölu. Það þarf ekki meira. Og ekki misskilja: Arnaldur er fínn höfundur (og eflaust hitt líka, hef ekki lesið það), en einhæfnin, maður! Í rauninni er þetta miklu skárra í músíkinni, poppáhugafólk hefur miklu fjölbreyttari smekk en margir sem telja sig vera bókmenntalesendur.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
7 Comments:
Það er langt síðan ég leigði American Splendor í James-böndum í Skipholti.
Þá tékka ég á því. Takk.
Mér virðist þú vera búin(n) að afhjúpa þetta sem nöldur og skítkast í mér og ég játa að könnun mín takmarkast við vídeóleiguna heima. Hún er ekki til þar og ástæðan sú að eigandanum finnst húne ekki nógu spennandi. Varla tilefni til fullyrðinganna.
Hún er nær alltaf inni í Krambúðinni, og kostar ekki nema 198 krónur. Ertu ekki að vinna einhvers staðar í nágrenninu? Eða er það kannski misminni hjá mér?
Hvað sem öðru líður: Kjánalegt ár hjá okkar mönnum í boltanum.
Kveðja
Binni
Ég er alveg að gera í brækurnar með þetta American Splendor mál. En Krambúðin, hvar er hún? - Já, aumt er þetta, vonandi förum við aftur á toppinn næsta sumar.
Krambúðin er efst á Skólavörðustíg. Allir alvöru smásagnahöfundar ættu að leggja leið sína þangað.
Krambúðin er efst á Skólavörðustíg. Allir alvöru smásagnahöfundar ættu að leggja leið sína þangað.
Skrifa ummæli
<< Home