föstudagur, ágúst 20, 2004

Það gengur illa að finna myndina American Splendor á myndabandaleigum. Hún vakti töluverða athygli þegar hún var sýnd í bíó en ég ætlaði að geyma mér hana þar til hún yrði gefin út. En leigurnar vilja hana ekki af því það eru engin áhættuatriði í henni. Þetta ríka þjóðfélag verður sífellt plebbalegra í menningarmálum. Áður hef ég kvartað undan því að ekkert úrval af erlendum bókmenntum er lengur að finna í bókaverslunum hérlendis og síst þeirri sem kennir sig við mál og menningu. Reyndar er ósköp einfalt að halda úti bókaverslun núorðið og mæta algengustu kröfum: Hafa Harry Potter, Da Vinci lykilinn, Arnald Indriða og haug af tískublöðum til sölu. Það þarf ekki meira. Og ekki misskilja: Arnaldur er fínn höfundur (og eflaust hitt líka, hef ekki lesið það), en einhæfnin, maður! Í rauninni er þetta miklu skárra í músíkinni, poppáhugafólk hefur miklu fjölbreyttari smekk en margir sem telja sig vera bókmenntalesendur.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er langt síðan ég leigði American Splendor í James-böndum í Skipholti.

4:41 e.h., ágúst 20, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þá tékka ég á því. Takk.

4:47 e.h., ágúst 20, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér virðist þú vera búin(n) að afhjúpa þetta sem nöldur og skítkast í mér og ég játa að könnun mín takmarkast við vídeóleiguna heima. Hún er ekki til þar og ástæðan sú að eigandanum finnst húne ekki nógu spennandi. Varla tilefni til fullyrðinganna.

2:25 e.h., ágúst 22, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún er nær alltaf inni í Krambúðinni, og kostar ekki nema 198 krónur. Ertu ekki að vinna einhvers staðar í nágrenninu? Eða er það kannski misminni hjá mér?

Hvað sem öðru líður: Kjánalegt ár hjá okkar mönnum í boltanum.

Kveðja
Binni

1:06 e.h., ágúst 23, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er alveg að gera í brækurnar með þetta American Splendor mál. En Krambúðin, hvar er hún? - Já, aumt er þetta, vonandi förum við aftur á toppinn næsta sumar.

6:06 e.h., ágúst 23, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Krambúðin er efst á Skólavörðustíg. Allir alvöru smásagnahöfundar ættu að leggja leið sína þangað.

12:46 f.h., ágúst 24, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Krambúðin er efst á Skólavörðustíg. Allir alvöru smásagnahöfundar ættu að leggja leið sína þangað.

12:46 f.h., ágúst 24, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home