Fer á Lou Reed tónleika í kvöld. Mér fannst hann bæði tilgerðarlegur og hrokafullur í sjónvarpsviðtali í gærkvöld en það skiptir í sjálfu sér engu máli. Ég þekki tónlistina hans ekki nema miðlungi vel og skemmtilegra væri að hafa kynnt sér hana betur. Nokkur lög eru hins vegar í miklu uppáhaldi og án efa verður gaman að heyra þau í kvöld.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home