miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Nú styttist í norðurferðina og maður heldur áfram að lesa sig inn í rétta Skaga- og Siglufjarðarandann. Var að klára ferðasögu Benjamíns Sigvaldasonar, hann komst loks til Hóla, en Spænska veikin var næstum því búin að gera hann innlyksa á Siglufirði. Áðan keypti ég Tíma í lífi þjóðar, sem í eru þrjár skáldsögur eftir Indriða G. Ég hef reyndar lesið þær allar en átti bara til eina og mig langar að lesa Land og syni aftur. Auk þess var forvitnilegt að lesa innganginn eftir Kristján B. sem var góður en hefði mátt vera lengri fyrir minn smekk.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var verið að vitna svo oft í bloggið þitt í Fréttablaðinu ... varð að kíkja.

Bestu kveðjur frá fyrrverandi vinnufélaga,
Árni Gunnar (http://www.arnigunnar.net/).

7:57 e.h., ágúst 06, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bið að heilsa þér, minn kæri.

11:58 e.h., ágúst 08, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home