fimmtudagur, júlí 29, 2004

Ég get ekki sagt að ég sé byrjaður að skrifa neitt þó að ein hugmynd og ein sögubyrjun sé í tölvunni minni. Ætti kannski frekar að nota tækifærið núna og lesa allan andskotann. Ég hef verið að viða að mér ýmsu skrýtnu og forvitnilegu, m.a. bókum Benjamíns Sigvaldasonar, en það er karl sem ég held að hafa dáið um 1970 og skrifaði nokkra tugi bóka fram að því. Allar sögurnar hans voru sannar eða áttu að vera það og greina frá ýmsum örlögum og forvitnilegu lífshlaupi fólks víðs vegar um landið, allt frá 18. öld og fram á daga Benjamíns. Hann er lipur penni og ég held að bækurnar hans geti verið hugmyndasjóður fyrir mig. Hann skrifar stutta en skemmtilega formála að þeim öllum þar sem hann oftar en ekki kvartar undan einhverju, ýmist fátækt sinni eða hroka Landsbókavarða.

Er líka að lesa minningarrit Jóns Óskars en finnst eins og ég hafi lesið það allt saman áður, man þó ekki hvar.

En ég held að mér sé hollt að hvíla mig aðeins á söguforminu og ná í innblástur frá öðru.

2 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæl. Ég held að ferðin muni nýtast síðar. Hún hefur ekki gert það beinlínis enn einfaldlega vegna þess að svo hittist á að ég var að klára þessa bók um sama leyti og því ekki að reyna að skrifa neitt nýtt. Hins vegar hafa allar utanlandsferðir þau áhrif á mig að ég fær ferskari sýn á mitt sögusvið, Ísland, næ einhvern veginn að aðgreina mig frá umhverfinu hér og horfa á það utan frá. - Já, eigin reynslu hef ég notað á margvíslegan hátt í sögunum mínum, það held ég að flestir höfundar geri, a.m.k. raunsæishöfundar.

7:53 e.h., júlí 29, 2004  
Blogger yanmaneee said...

yeezy 350 v2
kd 12 shoes
supreme
curry 7
goyard
kyrie 4
supreme
supreme clothing
stone island
kobe sneakers

1:36 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home