mánudagur, júlí 19, 2004

Dálítið snúið að vera með þessa bloggsíðu í augnablikinu. Ástæðan er sú að ég er að þreifa fyrir mér með skriftir en innst inni vil ég ekkert segja um þær. Yfirleitt er ég of þreyttur þegar ég sest við til að skrifa nokkuð þessa dagana en engu að síður er hugmynd á sveimi. En ég held ég standist freistinguna og tali ekkert um þetta.

Annars lætur blíðviðrið tímann standa í stað og maður gerir lítið. Freyja var að keppa á Gullmóti Breiðabliks um helgina og maður fylgdist með því öllu. Á sunnudagskvöld fórum við síðan á KR - Keflavík, 1-1, og eftir þann leik er það ljóst að þetta sumar verður magurt í Vesturbænum.

Í morgun skrifaði í útvarpsauglýsingu og las yfir markpóst. Bíð eftir hádegishlénu, veit ekki hvort ég nenni á Borgabókasafnið til að fá mér fleiri bækur eða hvort ég rölti bara niður á Laugaveg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home