mánudagur, ágúst 16, 2004

Þá er líklega síðustu ferðahelgi minni á þessu mikla ferðasumri lokið, en það hófst með 4 vikna dvöl í Bandaríkjunum í maí, í kjölfarið hafa fylgst langar og stuttar helgar víðs vegar um landið. Að þessu sinni var dvalist á ættarmóti í Miðfirði. Um er að ræða móðurætt mína úr Mið- og Hrútafirði en forfeðurnir bjuggu á Bessastöðum í Hrútafirði. Þar er nú rekið blómlegt stórbýli en sérkennilega afskekkt, langan veg frá þjóðveginum og næstum niðri í flæðarmáli við fjörðinn.

Aðalskemmtikvöldið var í félagsheimilinu Ásbyrgi, í einstaklega sjarmerandi sal. Þar gefur að líta lítið leiksvið og er áreiðanlega langt síðan fyrsta leiksýningin var færð þar upp. Afkomendur létu ljós sitt skína á palli gegnt sviðinu, þar las ég upp úr væntanlegu smásagnasafni og eignaðist e.t.v. nokkra kaupendur að bókinni.

Ferðalagið endaði uppi á Skaga í gær á leik ÍA-KR, daufleg vonbrigði sá leikur eins og allt keppnistímabilið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home