Greinar þessar tvær í DV í um daginn eru óþarflega neikvæðar og fordómafullar gagnvart þessari sjálfstæðu kirkju. Og hér er farið með rangt mál. Presturinn bauð fulltrúum stjórnmálaflokkanna á umræðufund í kirkjunni svo þeir gætu beint máli sínu til þessa hátt í þúsund manna hóps sem og tekið við spurningum úr sal. En að því loknu hefur það eflaust komið upp í máli prestsins við stjórnmálamennina að þessi kirkja væri í stöðugri fjárþörf, enda einungis rekin af frjálsum framlögum (auk skattsins sem eru smámunir) öfugt við þjóðkirkjuna.
En samt tekst þeim að halda úti mun öflugra starfi en flestar safnaðarkirkjur á landinu og það virðist þeim hafa þótt aðdáunarvert. Það hefur ætíð tíðkast að ráðherrarnir hafi um milljón kall í fjárlög sem þeir geta sett í ýmis góð málefni, og hafa mörg líknar og hjálparsamtök notið góðs af því og er því ekkert athugavert við að Sólveig hafi gefið þennan 300 þúsund kall til kirkjustarfs sem mörgum hefur hjálpað úr öngstræti í lífinu og komið á fæturnar á ný.
Þessar tölvur sem notaðar voru í kosningamiðstöðinni átti að að skipta út enda orðnar gamlar og var því kjörið að gefa unglingunum þær að mínu mati. Þannig að þessi svokallaða spilling og atkvæðakaup er annars vegar 300 þúsund kall af sérstöku ráðstöfunarfé Kirkjumálaráðherra til að styrkja góð málefni og félagasamtök og annað, og er það ekkert skrýtið að kirkja sem vinnur öflugt starf án mikils fé milli handanna fái hluta af því frá ráðuneyti kirkjumála svona einu sinni, hin ótrúlegustu samtök hafa nú fengið af þessu fé í gegnum tíðina. Hins vegar eru það verðlausar tölvur sem samt hafa komið sér vel fyrir unglingastarf sem er ólíkt hollara en að þeir hangi í bænum eða í eftirlitslausum partýum á föstudagskvöldum. Svo að blása þetta svona upp er stórlega orðum aukið.
Einnig er þetta óþarflega neikvæður tónn að tala um sértrúarsöfnuð þegar kemur að hvítasunnuhreyfingunni, einni elstu og virtustu sjálfsstæðu kirkju landsins sem er án allra hugmynda um að þeir einir hafi sannleikann heldur starfa með öllum sem það vilja. Það hlýtur að vera skilgreiningin á sértrú (cult) að það sé hópur fólks sem telji sig einan hafa rétt fyrir sér og geta þar af leiðandi einir komist til himna, slíkt er þeim fjarri.
Svo það er heldur mikið í lagt að kalla þetta spillingu og atkvæðakaup, enda virðast þessar gjafir ekki hafa verið tilkynntar á fundinum sjálfum heldur ákveðnar eftir á. DV hefur nú misst þann littla trúverðugleika sem það hafði með svona æsi fréttaflutningi.
Þakka pistilinn. Ég átti kannski ekkert að vera að kommenta á þetta mál enda held ég að það hafi sést á þessari stuttu færslu að ég vissi lítið um það.
Ágúst Borgþór Sverrisson er fæddur árið 1962. Hann býr í vesturbæ Reykjavíkur með eiginkonu og tveimur börnum.
Ágúst Borgþór hefur bloggað frá 2004, hann hefur gefið út fimm smásagnasöfn og eina skáldsögu. Hann er núna að skrifa bók sem hann veit ekki enn hvort er skáldsaga eða smásagnasafn.
2 Comments:
Greinar þessar tvær í DV í um daginn eru óþarflega neikvæðar og fordómafullar gagnvart þessari sjálfstæðu kirkju. Og hér er farið með rangt mál. Presturinn bauð fulltrúum stjórnmálaflokkanna á umræðufund í kirkjunni svo þeir gætu beint máli sínu til þessa hátt í þúsund manna hóps sem og tekið við spurningum úr sal. En að því loknu hefur það eflaust komið upp í máli prestsins við stjórnmálamennina að þessi kirkja væri í stöðugri fjárþörf, enda einungis rekin af frjálsum framlögum (auk skattsins sem eru smámunir) öfugt við þjóðkirkjuna.
En samt tekst þeim að halda úti mun öflugra starfi en flestar safnaðarkirkjur á landinu og það virðist þeim hafa þótt aðdáunarvert. Það hefur ætíð tíðkast að ráðherrarnir hafi um milljón kall í fjárlög sem þeir geta sett í ýmis góð málefni, og hafa mörg líknar og hjálparsamtök notið góðs af því og er því ekkert athugavert við að Sólveig hafi gefið þennan 300 þúsund kall til kirkjustarfs sem mörgum hefur hjálpað úr öngstræti í lífinu og komið á fæturnar á ný.
Þessar tölvur sem notaðar voru í kosningamiðstöðinni átti að að skipta út enda orðnar gamlar og var því kjörið að gefa unglingunum þær að mínu mati. Þannig að þessi svokallaða spilling og atkvæðakaup er annars vegar 300 þúsund kall af sérstöku ráðstöfunarfé Kirkjumálaráðherra til að styrkja góð málefni og félagasamtök og annað, og er það ekkert skrýtið að kirkja sem vinnur öflugt starf án mikils fé milli handanna fái hluta af því frá ráðuneyti kirkjumála svona einu sinni, hin ótrúlegustu samtök hafa nú fengið af þessu fé í gegnum tíðina. Hins vegar eru það verðlausar tölvur sem samt hafa komið sér vel fyrir unglingastarf sem er ólíkt hollara en að þeir hangi í bænum eða í eftirlitslausum partýum á föstudagskvöldum. Svo að blása þetta svona upp er stórlega orðum aukið.
Einnig er þetta óþarflega neikvæður tónn að tala um sértrúarsöfnuð þegar kemur að hvítasunnuhreyfingunni, einni elstu og virtustu sjálfsstæðu kirkju landsins sem er án allra hugmynda um að þeir einir hafi sannleikann heldur starfa með öllum sem það vilja. Það hlýtur að vera skilgreiningin á sértrú (cult) að það sé hópur fólks sem telji sig einan hafa rétt fyrir sér og geta þar af leiðandi einir komist til himna, slíkt er þeim fjarri.
Svo það er heldur mikið í lagt að kalla þetta spillingu og atkvæðakaup, enda virðast þessar gjafir ekki hafa verið tilkynntar á fundinum sjálfum heldur ákveðnar eftir á. DV hefur nú misst þann littla trúverðugleika sem það hafði með svona æsi fréttaflutningi.
Þakka pistilinn. Ég átti kannski ekkert að vera að kommenta á þetta mál enda held ég að það hafi sést á þessari stuttu færslu að ég vissi lítið um það.
Skrifa ummæli
<< Home