Hvað er ég búinn að segja oft hér á þessari síðu að núna sé ég loksins búinn með bókina? Jæja, áðan skilaði ég próförkinni niður í Skruddu og sat þar góða stund við að færa inn leiðréttingar. Þar með ættu afskipti mín af þessu handriti loksins að vera úr sögunni.
Við þetta sýsl rifjaðist dálítið upp fyrir mér. Í einni sögunni er minnst á bíóferð í Tónabíó á 8. áratugnum. Rétt eftir að ég skrifaði þann kafla í fyrrahaust fann Erla eldgamlan bíómiða úti á götu og færði mér; það var aðgöngumiði að 7-sýningu í Tónabíói.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home