þriðjudagur, ágúst 24, 2004

„Sambýlismaður kattakonunnar vill forræðið yfir hundunum“ er forsíðufrétt DV í dag. Er þetta blað sem vill láta taka sig alvarlega? Eða stefnir það í að verða e.k. furðufréttablað eins og Björn Bjarnason hefur bent á? Það fólk sem ég þekki innan DV er vel gefið og hæfileikaríkt. Þess vegna er þessi ritstjórnarstefna ráðgáta nema þá að hér sé um einfalda markaðshugsun að ræða. Og þá segir það sitt um okkur sem lesum blaðið. Í því samhengi má þó benda á það að þjóðfélagið er lítið og blöðin aðeins þrjú, margir hafa ókeypis aðgang að þeim öllum og lesa þau þar með öll. Efnisval í dagblaði á Íslandi er því ekki hægt að réttlæta með því einu að blaðið sé lesið. Auk þess er DV mun minna lesið en Mogginn og Fréttablaðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home