föstudagur, desember 17, 2004

Ég átti víst eftir að setja nýjustu Kristuhrifluna mína hérna inn. Hér kemur hún. Um helgina þarf ég að sjóða eitthvað saman um Hermann Stefánsson, sú hrifla hefur frestast lengi vegna misskilnings, ég hélt að Sjón hefði hrifsað af mér verkefnið en svo kom í ljós að hans dómur var grín, skopstæling á gömlum dómi um Davíð Oddsson. - Mæli með bók Hermanns Stefánssonar, þrælfín, en hriflan kemur á sunnudaginn.


Ástarflækjur og fortíð Þýskalands

Bernhard Schlink: Ástarflótti
Þýðandi: Þórarinn Kristjánsson

Ekki er óviturlegt að gera sjálfkrafa ráð fyrir tíðindaleysi og lognkyrru yfirborði þegar smásögur eiga í hlut. En möguleikar smásögunnar eru óendanlegir og í bók Bernhard Schlinks eru sögur sem gætu hæglega dugað í heilar kvikmyndir og það nokkuð æsilegar myndir. Smásögur bókarinnar eru semsagt flestar langar og viðburðaríkar. En þó að sögurnar séu ágætlega byggðar bjóða fæstar þeirra upp á meginnautnir smásagnaformsins: þéttan og myndríkan stíl, úrdrátt og ólgu undirniðri. Uppbygging þeirra er keimlík, kaflaskiptri frásögninni vindur fram í réttri tímartöð, hver atburðurinn rekur annan en tíminn stendur sjaldan í stað, ekki er staldrað lengi við í einni og sömu sviðsmyndinni. Sumar sögurnar hefði mátt stytta og einfalda og gera þær þar með markvissari og áhrifaríkari í mínum huga.

Tvö meginstef ganga í gegnum bókina og fléttast stundum saman: ástarmál og fortíð Þýskalands. Þó að sögurnar fjalli um eitt og annað sem tengist ástarmálum er hæpið að kalla þær ástarsögur. Þær lýsa kannski umfram allt þeim erfiðleikum sem fylgja því að vera manneskja með meðfædda ástarþrá.
Fyrsta saga bókarinnar, Stúlka og sandeðla, er heillandi, spennandi og leyndardómsfull. Sagan hefast á sjötta áratugnum og aðalpersónunni er fylgt eftir frá barnsaldri og þar til hann er orðinn ungur maður. Málverk af stúlku og sandeðlu verður að nokkurs konar frummynd ástarinnar fyrir unga manninum en tengist jafnframt dularfullri fortíð föður hans úr síðari heimstyrjöldinni.
Hliðarsporið er ansi mögnuð sálfræðistúdía um svik, vináttu og kynlíf. Járntjaldið og fall múrsins koma þar við sögu á eftirminnilegan hátt. Annar maður er ein fallegasta og áhrifamesta saga bókarinnar og greinir frá ekkli sem óvænt uppgötvar hliðarspor eiginkonu sinnar eftir lát hennar. Söguþráðurinn er spennandi og óvæntur og sagan sannkallaður skemmtilestur auk þess að vekja sterkar tilfinningar.
Sykurbaunir og Umskurðurinn ollu mér nokkrum vonbrigðum. Í Sykurbaunum á miðaldra maður í ástarsamböndum við þrjár konur samtímis og á börn með tveimur þeirra. Konurnar vita allar hver af annarri en samþykkja þessa tilhögun af þeirri ástæðu einni að þær ætla sér að græða eins mikið og þeim er mögulegt af kynnum sínum við manninn og raunar sameinast þær um þá viðleitni áður en yfir lýkur. Persónurnar í Sykurbaunum ná ekki til lesandans og lygilegur söguþráðurinn eykur heldur á þá fjarlægð. Manni blöskrar sjálfselskan og skeytingarleysið gagnvart börnum og fjölskyldu en ekkert í persónusköpuninni skýrir út hegðunina.
Í Umskurðinum ber áhugavert efnið skáldskapinn ofurliði. Sagan greinir frá ástarsambandi ungs Þjóðverja við stúlku af gyðingaættum sem býr í New York. Pólitískur rétttrúnaður og kynþáttafordómar eru meginviðfangsefni sögunnar en athyglisverðar hugmyndir og pælingar verða svo fyrirferðamiklar að persónurnar og sagan sjálf lenda í aukahlutverki, verða nánast eins og rammi utan um umræðuna sem ofin er í frásögnina.
Síðustu tvær sögurnar, Sonurinn og Konan á bensínstöðunni, eru aftur á móti vel heppnaðar, tregafullar og áleitnar, sérstaklega sú síðarnefnda, en hún lýsir frumlega og af næmleika viðleitni hjóna á efri árum til að blása nýju lífi í samband sitt.

Ástarflótti er þegar upp er staðið ánægjuleg og gefandi lesning. Sögurnar vandaðar og umhugsunarverðar og síðast en ekki síst safarík og krassandi lesning; nokkuð sem e.t.v. er ekki algengt um smásagnasöfn. Íslensk þýðing Þórarins Kristjánssonar á bókinni virðist lipur og vel heppnuð.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hvers ertu að setja þetta þarna þegar þetta kemur á Kistuna? Geturðu ekki sett krækju?

9:31 e.h., desember 17, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hvers ertu að setja þetta þarna þegar þetta kemur á Kistuna? Geturðu ekki sett krækju?

9:31 e.h., desember 17, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Mig rámar í að þér hafi lítið til lykla Hermanns koma fyrir nokkrum vikum, en þá sagðistu hafa blaðað í gegnum bókina. Að minnsta kosti var "þrælfín" ekki orð sem þú tókst þér í munn í það skiptið. Varla held ég þó meistaranum standi ógn af spéfuglinum Hermanni.

9:37 e.h., desember 17, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég var ekki búin að lesa hana þá, ég er búin að lesa hana núna. Það eina sem er líkt með bókum okkar Hermanns er að þær eru báðar flokkaðar sem smásagnasöfn.

9:58 e.h., desember 17, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og já, ég las kommentið þitt ekki nógu vel, ég hef aldrei sagt að mér þyki lítið til hennar koma. Mér hefur alltaf litist ágætlega á hana.

10:02 e.h., desember 17, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:24 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:34 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:39 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home