mánudagur, desember 20, 2004

Hlæið – þetta er alvarleg bók

Hermann Stefánsson: Níu þjófalyklar


9 þjófalyklar er skáldskapur og skopstæling á skáldskap. Hún er ein samfelld saga um ritunarferli smásagnasafns, með ráðgátu sem leysist í lokin, og hún er líka þetta smásagnasafn. Hún er safn af hugleiðingum og athugunum, en í henni er líka nokkuð af raunsæislegum skáldskap. Hún er sannarlega margræð og margslungin þessi stutta bók, en umfram allt virðist hún vera þrauthugsuð. Höfundurinn getur leyft sér að bregða á glannalegan leik af því hann hefur hugsað fyrir öllu, gætt að hverjum þræði, og af því hann „hefur þetta allt á valdi sínu“, eins og Egill Helgason hefur komist að orði um höfundinn. En þrátt fyrir allan leikinn, fyndnina og uppátækin er það alvaran í bókinni sem er eftirminnilegust, alvöruþunginn sem maður skynjar að baki leiksins og ísköld alvaran sem brýst reglulega fram í sögunum, stundum í formi raunsæislegra lýsinga.

Sögurnar 9 mynda semsagt eina sögu. Sú fjallar um rithöfundinn Guðjón Ólafsson sem er að setja saman smásagnasafn. Án þess að hann virðist geta við það ráðið heitir ein persóna í hverri einustu sögu bókarinnar Ólafur Jóhann Ólafsson og auk þess rata setningar úr sögu eftir Davíð Oddsson á óskiljanlegan hátt inn í sögur Guðjóns. Í lokasögu bókarinnar leysist þessi ráðgáta og sú lausn er ekki bara bráðfyndin heldur býður upp á endalausar vangaveltur um eðli skáldskaparins og tengsl hans við veruleikann.

Það er ekki heiglum hent að blanda saman hugleiðingum og raunsæi í smásögum svo vel fari. Hermanni tekst það hins vegar einkar vel vegna þess að annars vegar eru hugleiðingar hans djúphugsaðar og margræðar og hins vegar er raunsæistexti hans, þar sem hann er að finna, afbragðsvel skrifaður. Sjá t.d. ofurraunsæið í sögunni Vegamót, eða persónulýsingarnar í Orfeus og Evridís. Sumar sögurnar virðast umfram allt þjóna heildarhugmyndinni, meginsögunni og ráðgátunni, og standa e.t.v. ekki ýkja vel einar og sér. Aðrar eru sjálfstæðari og eftirminnilegri, t.d. þær tvær ofannefndu og einnig var ég hrifinn af sögunum Falin myndavél og Dularfulla bókin. Í þeirri fyrrnefndu er því lýst hversu berskjölduð hvunndagshetjan er gagnvart miskunnarlausun hressileika afþreyingarfjölmiðla: hún getur valið um að vera fúl og hallærisleg eða láta hressileikann vaða yfir sig. Dularfulla bókin er eins konar óður til barnabókahöfundarins Enid Blyton, en ljósmynd af höfundinum er birt fremst í sögunni sem samanstendur af nokkrum næmum og vel gerðum minningarbrotum úr æsku sem öll hafa orðið „dularfulla” í heiti sínu.

Maður verður dálítið feiminn við að setja orð á blað eftir lestur þessarar bókar. Í leik sínum og skopstælingum minnir hún nefnilega óþyrmilega á það hve oft þarf að grípa til vanahugsunar og kunnuglegs orðalags til að koma saman texta sem ekki getur beðið að eilífu eftir að verða skrifaður, t.d. þessi hrifla. Ég ætla hins vegar að skora þessa tilfinningu á hólm og segja einfaldlega:

Þetta er vel heppnuð bók. Hún er vönduð, frumleg og skemmtileg, fyndin og grafalvarleg. – Vísvitandi ekki frumlega orðuð niðurstaða en sannleikanum samkvæm.



3 Comments:

Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:25 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:35 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:41 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home