sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég hef áður minnst á vin minn sem tekur út fyrir að líta á þessa síðu mína og segir að með henni sé ég endanlega að mála mig út í horn í bókmenntaheiminum. Rithöfundar eigi að tjá sig eins og Hallgrímur Helga og Guðmundur Andri, með einni og einni skarpri grein í blöðum en ekki vera að blaðra um sjálfa sig á netinu. Þessir tveir eiga reyndar alla mína virðingu, ekki vantar það. Nú, hvað er fleira að gerast? Ungur höfundur gerir reglulega grín að mér og ég geri reglulega grín að honum. Hermann Stefánsson kemur inn í þetta. Ég fletti honum upp í Gegni. Hann ræðir um þann sið minn. EÖN segist vera fyrirmynd persónu í skáldsögu Braga Ólafssonar. Stefán Máni (sem ég þekki ekki neitt) útlistar efni næstu skáldsagna sinna, óskrifaðra. Víða er fjalla um efni þessara bóka á netinu.

Hefur netið breytt tjáningarmáta höfunda um sjálfa sig og þjóðfélagið eða erum við ofannefndir bara vitleysingar?

Í sjálfu sér skiptir það engu máli. Ég veit ekki hvaða áhrif þessir leikir hafa á virðingu okkar í bókmenntaheiminu, ef nokkra. Ég er hins vegar sannfærður um að þeir hafa nákvæmlega ekkert með bækur okkar að gera, skrifaðar sem óskrifaðar. Þetta er skemmtiefni fyrir ákveðinn hóp netverja.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svo það sé nú alveg á hreinu, þá tel ég afskaplega ólíklegt að téður Ólafur laufdal sé byggður á mér - þó skemmtilegar tilviljanir tengi okkur saman. Þessi herbergi þarna á Hringbrautinni eru 7-8 á hvern stigagang - blokkirnar eru tvær með þremur stigagöngum hvor, sem gerir í heildina milli 40 og 50 herbergi. Á mínum stigagangi var búið í öllum herbergjunum, og á minnsta kosti einum öðrum var líka búið í öllum herbergjum. Þarna hafa búið alls kyns fátækir furðufuglar í gegnum tíðina, trúboðar, gjaldþrota öryrkjafjölskyldur, sérsinna háskólanemar, tónlistarmenn og skáld. -EÖN

1:11 f.h., febrúar 28, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, eflaust, en þetta hljómaði vel svona. Ég þekki þig nú ekki nema á þennan undarlega hátt sem við höfum átt samskipti, en hef á tilfinningunni á ungskáldið hjá Braga sé ekki líkt þér.

1:26 f.h., febrúar 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hélt þvert á móti að þú hefðir umbreytt þér í kúlt fígúru með bloggi...

9:31 f.h., febrúar 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha, nei. Hallgrímur Helga og Guðmundur fá borgað fyrir að skrifa í Fréttablaðið. Af hverju ertu að gefa vinnu þína ókeypis?

10:35 f.h., febrúar 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

þeir eru nú tæpast að því fyrir peningana. Svo skrifar fólk öðruvísi ólaunað.

10:53 f.h., febrúar 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, kannski er ÁBS kúlt fígúra. Svona eins og Sjón. Bara ekki eins fínn í taujinu.

12:51 e.h., febrúar 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst braut náttúrulega óskrifaða reglu, sem heitir "Þú gagnrýnir aldrei kollega opinberlega ", og nafnið hans stendur væntanlega í litlum, svörtum bókum út um allan bæ. Þetta var merkileg yfirsjón, já satt best að segja illskiljanleg. Guðmundur Andri og Hallgrímur Helga myndu aldrei gera slíkt. Það er allt í lagi að hnýta í listagagnrýnendur á fjölmiðlunum, en svo ekki meir.

3:06 e.h., febrúar 28, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er dásamleg della sem á óskiljanlegan hátt hefur smám saman fest rætur hér eftir Kalda stríðið. Fjölmargir íslenskir rithöfundar hafa brotið þessa reglu í fortíðinni, (t.d. birt neikvæða ritdóma um ljóðabækur vina sinna í TMM og síðan rifist við þá um dómana á Hressó) og úti um allan heim eru rithöfundar að brjóta þessa reglu enda eru fjölmargir rithöfundar líka gagnrýnendur. Þetta er ólýsanlega heimskuleg þvæla, með fullri virðingu fyrir þessum nafnlausa kommentara.

3:13 e.h., febrúar 28, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:53 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:09 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home