föstudagur, mars 11, 2005

Ég er að lesa nýju Murakami-bókina sem Bjartur gefur út, smásagnasafnið Eftir skjálftann, og líst mjög vel á hana. Ég las The Elephant Vanishes fyrir allmörgum árum og var mjög hrifinn. En síðan komu stælar að hætti meistarans: það var alltaf verið að tala um þennan Murakami og hylla hann og þess vegna missti ég áhugann á honum. Nú er best að láta það ekki trufla sig lengur og njóta.

Ég er að skrifa, nema hvað. Nú hætti ég að blaðra um hvað er í smíðum en ýmislegt er í deiglunni, smásögur og skáldsögur. Svo verður að koma í ljós á næstu misserum úr hvaða brókum verður barn.