miðvikudagur, mars 09, 2005

Horfði á Chelsea - Barcelona með gömlum vinum á Gauknum í kvöld. Sem nærri má geta var það feykilega gaman en Chelsea komst áfram með 4-2 sigri, Eiður Smári skoraði fyrsta markið. Vinnufélagi annars vinarins var þarna líka, en hann er Þjóðverji. Við ræddum um leiki morgundagsins en hann er Shalke-maður og mér virtist að hann vildi helst að bæði Leverkusen og Bayern München töpuðu. Auk þess gengu samræðurnar eitthvað út á það hvaða lið hann ætti að velja sér hér á landi þegar Íslandsmótið byrjar og virtist hann búa næst KR. Samt reyndi annar vinanna að sannfæra hann um að eiga sitt heimalið að Hlíðarenda. Við fórum reyndar fyrst á Glaumbar en vissum ekki að það er Man. Utd. vígi og þar var sá leikur á nánast öllum skjáum. Okkum fannst þetta dálítið pirrandi í fyrstu, ég hafði gengið út frá því að Chelsea-leikurinn yrði sýndur en samt höfðum við respekt fyrir því að menn standi með sínu liði. Athyglisvert að það voru töluvert fleiri á Glaumbar en Gauknum þó að þar væri eiginlega ekki hægt að horfa á Chelsea-leikinn og staða Man. Utd. nánast vonlaus fyrir leikinn. Stór hluti Gauksgesta var þar að auki líka meira að fylgjast með Man. Utd.