sunnudagur, mars 06, 2005

Um hádegisbilið stóð ég í skokkbúningnum neðarlega á Dunhaganum og spjallaði við nágranna. Ég var á leiðinni niður á stíg til að hlunkast út í Nauthól og til baka. Skyndilega stöðvast bíll á götunni, Arthur Miller teygir höfuðið út um gluggann og galar á mig: "Hey, það þýðir ekkert bara að standa og blaðra, farðu að hlaupa." Svo brenndi hann í burtu. Átti kallinn ekki að vera dauður? Hann leit ekki einu sinni út fyrir að vera orðinn gamall.

17 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekkert svo skrítið. Arthur Miller er ekki dauður. Hann geispaði ekki golunni í febrúar, einsog fréttamenn töldu okkur trú um, heldur fór nákvæmlega að einsog Elvis og fór í felur. Arthur, sem nú kallar sig: Arinbjörn Magnússon, býr í Vesturbænum núumstundir og talar stálsoðna íslensku. Þjóðleikhúsið ætlar einmitt að fara sýna verkið: „Synir mínir allir, þið eru reknir,“ með vorinu. Í haust er það svo: „Hlunkur deyr“. Þar á eftir er það: „Horft af húsi útlendingaeftirlitsins“. Þannig er nú það.

12:11 f.h., mars 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Tekið skal fram að þetta kaldagaman mitt var ekki illa meint hér að ofan. Þetta voru bara eljaraglettur og útúrsnúningar á heitum á leikritum Arthurs og svo því að þú hafir ætlað þér að „hlunkast“ um í skokkgalla.

1:59 f.h., mars 07, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta var ágætt hjá þér og óþarfi að afsaka það eða skýra. Hins vegar er þetta öðrum þræði getraun fyrir hina slyngu og spurningin er því hver var þetta í raun og veru?

11:50 f.h., mars 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Tóku þeir ekki bara feil á þér og Magnúsi Ólafssyni leikara?

11:54 f.h., mars 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Atli Heimir Sveinsson?

12:00 e.h., mars 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Annþór?

12:05 e.h., mars 07, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Magnús Ólafsson er orðinn grannur. Svörin eru röng.

12:09 e.h., mars 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Var þetta geðstirði og illa klippti selfyssingurinn á Ægissíðunni? Nei, við gefumst upp, meistari!

12:24 e.h., mars 07, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hver er geðstirði og illa klippti Selfyssingurinn á Ægissíðunni?

12:27 e.h., mars 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þórarinn Óskar Þórarinsson, oftast nefndur Aggi?

12:37 e.h., mars 07, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jájá; nei, þetta var ekki hann.

12:44 e.h., mars 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gylfi Gíslason / Sverrir Hermansson / Þorsteinn Gylfason á eyrnasneplunum?

1:19 e.h., mars 07, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Paul McCartney?

4:09 e.h., mars 07, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Paul McCartney?

4:09 e.h., mars 07, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Paul McCartney?

4:09 e.h., mars 07, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þá verðum við að umorða þetta: Í hvaða gervi var Hermann Stefánsson?

5:16 e.h., mars 07, 2005  
Blogger Unknown said...

qzz0424
moncler outlet
kate spade sale
coach outlet online
cheap nike shoes
polo ralph lauren
ugg uk
ralph lauren outlet
nike shoes
michael kors uk
moncler outlet

3:59 f.h., apríl 24, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home