sunnudagur, mars 06, 2005

Í laugardagsleiðara er Mogginn að hóa Frjálslynda flokknum inn í Sjálfstæðisflokkinn. Hann spyr hvort þingmenn Frjálslynda flokksins vilji ekki fremur freista þess að ná hugmyndum sínum í gegn í stórum flokki en einangrast með þær í smáflokki og hann spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn þurfti ekki á þessu 4-6 prósenta fylgi að halda sem honum sé í raun ætlað. Mogginn heimfærir þingmenn flokksins út frá uppruna þeirra en Egill Helga staðsetur þá út frá málflutningnum. Skv. honum virðist Margrét Sverrisdóttir eiga heima í Samfylkingunni og formaður og varaformaður hafa tekið undir flest sjónarmið stjónarandstöðunnar. Gunnar Örlygsson og þessi sem ég man ekki hvað heitir, bauð sig fram í Reykjavík, eru hins vegar hægra megin og ganga líklega í Sjálfstæðisflokkinn ef þeir verða ekki kosnir í nein embætti á flokksþinginu.

Annars er ég of þreyttur til að hafa skoðanir á þessu né nokkru öðru í augnablikinu. Þess vegna læt ég nægja að rekja athyglisverðar skoðanir annarra, eins og í síðustu færsla. Erfiðasta vinnuvika (líklega um 70 stundir) sem ég hef upplifað á stofunni er á enda. Hún var svo sem um margt skemmtileg en er sem betur fer ekki dæmigerð fyrir starfið. Ef svo væri myndi ég aldrei skrifa neinar sögur, nú eða neyðast til að hætta.

Drengurinn felldi hjálpardekkin á hjólinu í dag í síðvetrarsólinni. Mér fannst eins og stelpan hefði gert hið sama í síðasta mánuði en það var fyrir fimm árum. Tíminn líður sífellt hraðar. Við skoðuðum Honda jeppling í dag og eftir fundinn veltum við fyrir okkur mögulegum aldri sölumannsins. Hann var nokkuð tekinn að grána en samt skutum við á 37 ára. "Við erum nefnilega orðin svo fjandi gömul" sögðum við nánast í kór. - En þessa helgi eins og margar aðrar upplifum við hins vegar að það er notalegt að vera "gamall", a.m.k. innan gæsalappa. Bráðum hætti ég alveg að horfa á eftir stelpum, læt Idolið nægja.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

„24ði. sunnudagur

Komið fram undir morgun þegar ég kom heim (eiginmaðurinn) sofandi. Það er eins og vant er.

Geir er fallinn í annað sinn. Þá er aðeins þriðja fallið eftir. Sjálfsagt verður honum samt falið að mynda stjórn, aulanum. Það skal honum aldrei takast. Þar þarf aðra til, og hver veit ...

Æji, kæra dagbók.

Ég er þreytt og tapa þræðinum. Og svo er ég dálítið hífuð .... Já. Kannske ég ætti að bjóða þingstelpunum heim í vikunni. Þú geymir hug­myndina fyrir mig til morguns.

Nú fer ég í bólið. Kannski er (eiginmaðurinn) vaknaður. Þá og þá .... vonin skaðar engan, kæra vina."

11:37 f.h., mars 06, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home