miðvikudagur, júní 15, 2005

Mér skilst að einn af reglulegum blogglesendum mínum haldi að ég sé húmorslaus. Þarf ég að afklæða húmorinn minn til að fólk fatti hann? Beita honum oftar? Nei, það eru litlar líkur á því að ég breyti svo róttæklega um stíl, þrátt fyrir meintar endurnýjanir.

Svo er það náttúrulega spurning hver er sá húmorslausi ...

Ætli Spaugstofunni þyki Woody Allen húmorslaus? Alltaf þrasandi og barmandi sér.

Helga Braga og Edda Björgvins þykja fyndnustu konur landsins en ég hef nánast aldrei hlegið að neinu hjá þeim. En ég veit að þær eru fyndnar, því ég beygi mig undir meirihlutavald í slíkum efnum.

Mamma liggur alltaf í krampakasti þegar hún horfir á Spaugstofuna. Það þykir mér merkilegt.

12 Comments:

Blogger Hermann Stefánsson said...

Kæri Ágúst,
þú mátt standa í norðanáttinni.
Ég er alveg vita húmorlaus.
nordanattin.blogspot.com

4:40 e.h., júní 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst. Þú ert vissulega fyndinn, þótt þinn húmor sé trúlega ekki allra. Ég hlæ að minnsta kosti að þér, og meira að segja stundum með þér.

kk
EK

6:48 e.h., júní 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Konan mín sagði einu sinni þegar við vorum nýbúin að kynnast að þegar bróðir minn segði brandara færi hún að hlæja en þegar ég segði eitthvað fyndið yrði henni kalt.

7:14 e.h., júní 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

En var það þó fyndið?
Til hamingju!
Er vandamálið ekki hennar megin? Maður hefur heyrt um fólk með samskynjun, sem sér orð eða finnur bragð af litum, kannski eru þetta viðbrögð við ákveðinni tegund húmors, að verða kalt...
Ég meina... kannski!

9:54 e.h., júní 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, hún hefur reyndar fínan húmor, þetta var svona í upphafi. Mér finnst voða gaman að fara yfir strikið, sérstaklega með vinnufélögum. Það mega nú auglýsingastofur eiga (a.m.k. sú sem ég vinn hjá) að maður fær að vera maður sjálfur þar og láta öllum illum látum, ef maður skilar verkunu sínum. Ég er t.d. búinn að kalla flesta karlmenn í vinnunni hórur, það virkar kannski ekki fyndið þegar ég segi frá því hér, en það virkar oft þegar ég geri það. Maður talar hins vegar ekki þannig við konur. Fyndnasti maðurinn í fyrirtækinu hermir eftir prenturum, gengur skakkur og skældur og klæðir sig oft í læknaslopp. Margt sem hann gerir væri ekki fyndið ef einhver annar gerði það.

11:29 e.h., júní 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Við skulum ekki einu sinni byrja að tala um vinnustaðinn minn. Jú, byrjum aðeins... fyrstu vikuna sem ég vann uppi á Ennemm var Þorsteinn Guðmundsson, kollegi minn, á línuskautum í vinnunni svo til alla daga. Skautaði stundum hringinn í kringum bygginguna á svölum hússins. Einn eigendanna spilar oft á gítar í vinnunni. Þetta eru mennirnir sem hegða sér skynsamlegast...

2:46 f.h., júní 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyndnir íslendingar (í engri sérstakri röð): Þorsteinn Guðmundsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Laddi (þótt lítið hafi til hans sést árum saman). Eggert Þorleifsson.

Ég man ekki eftir fleirum í svipinn.

Svo eru ýmsir aðrir sem eiga móment öðru hvoru en eru fyrir langmestan part drepleiðinlegir.

- Sólbráð

2:51 e.h., júní 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þessi eru öll fyndin, þykir þér, en sum bara stundum, eins og gengur.

4:59 e.h., júní 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Fólk er ekki fyndið. Fólk gerir og segir fyndna hluti, sumir oftar en aðrir, en manneskjur geta ekki verið fyndnar. Ég gæti farið út í mjög langan pistil um skilgreiningu á fyndni, en nenni því ekki. B.A. ritgerðin mín er komin á Landsbókasafnið, þetta er þar.

kk

7:41 e.h., júní 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Loosen [url=http://www.COOLINVOICES.COM]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to conceive gifted invoices in one sec while tracking your customers.

11:26 f.h., desember 08, 2012  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:42 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:59 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home