mánudagur, júní 13, 2005

Þetta er tími mikilla endurnýjanna og kynni að vera, þegar ég lít til baka, tímapunkturinn í lífi ÁBS þegar hann kom í veg fyrir stöðnun á miðjum aldri. Ferskleiki og endurnýjun í ýmsum þáttum er nauðsynleg núna, ekki síst þar sem ég er að glíma við skáldverk sem verður að öllum líkindum töluvert frábrugðið því sem ég hef sent frá mér áður. Núna ætla ég að fara að taka dálítið til í blogglestri mínum. Um töluverða hríð hef ég verið að lesa bloggsíður af vana, síður sem mér þóttu ýmist góðar áður, en hef ekki gaman af lengur, eða síður sem mér hefur í raun aldrei líkað við, en hef lesið vegna þess að ekkert annað bauðst undir mínu áhugasviði. Núna er ég orðinn hundleiður á þessum síðum og fólkinu sem skrifar þær. Mig langar til að kanna hvað fleira er á boðstólum.

Í fyrsta lagi langar mig til að bæta við fleiri síðum í lessafnið frá fólki sem er að segja frá sjálfu sér og hversdagslífi sínu en flokkast hvorki undir rithöfunda ná þjóðmálarýna. Kynnast lífi fólks upp að hæfilegu marki. - Síðan langar mig að finna nýjar bloggsíður um þjóðfélagsmál og lesa reglulega. Ég mun hins vegar halda áfram að lesa tiltekin vefrit, sem ég hef lesið áður, t.d. pólitísku vefritin og Silfur Egils.

Erfiðast er að finna almennilega bókmenntaumræðu. Þó er aldrei að vita hvað leynist í blogginu en ég nenni ekki lengur að lesa bókmenntagtengdar síður bara af því þær eru bókmenntatengdar.

Ég ætla að grauta í þessu á næstunni. Það eina sem er öruggt er að þrjár síður eru farnar af mínum lista og ég les þær ekkert á næstunni. Ég veit hins vegar ekki enn hvað leysir þær af hólmi.

Það þarf að endurnýja þetta eins og annað.

10 Comments:

Blogger Kristjón Kormákur said...

Ég er svo sammála þér. Svo menn og konur séu ekki að velkjast í vafa, Stefán Pálsson, Sverrir Jakobsson og Egill Helgason. Hér með er Ágúst hættur að lesa bloggið ykkar. Ég ætla að gera það sama, móralskur stuðningur heitir það.

P.s. Egill, Ágúst sagði ætla að halda áfram að lesa bloggið þitt svo þú takir ekki tengilinn inn á síðuna hans í burtu.

9:02 e.h., júní 13, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er undanrennan að skopast að rjómanum? Ég ætla að lesa þá alla þó að sumir þeirra séu kommúnistar.

10:09 e.h., júní 13, 2005  
Blogger Kristjón Kormákur said...

Þegar uppi er staðið er undanrennan mun hollari. Þú ættir að þekkja sjálfur. æi, er þetta ekki orðið gott

10:16 e.h., júní 13, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Aha, aldrei takast á um megranir við sérfræðing. Það er allt í lagi með rjómann, kolvetnin eru óvinurinn.

10:18 e.h., júní 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Merkilegt. Ég hef einmitt verið að hugsa um að reyna að venja mig af blogglestri (ég les 14, þaraf bara einn íslenskan blogg). Um 10 þeirra tengjast mínu starfi og eru í rauninni alveg stórfróðlegir og á barmi þess að vera ómissandi í lífinu. En samt.

Í dag uppgötvaði ég hinsvegar RSS Feed og ákvað að draga þetta aðeins. Ég meldaði mig samstundis inn í http://www.bloglines.com/

Þú ferð inn á síðuna þína í bloglines og þar er listi yfir allar bloggsíðurnar þínar (þú þarft að skrá þær inn fyrst - mjög einföld aðgerð). Fram kemur á listanum hvort nýjar færslur hafi hafi birst á þessum síðum þínum síðan þú leist þar inn síðast. Og hversu margar ólesnar færslur bíða þín. Síðan geturðu bara spænt í gegnum bloggin inni í bloglines; s.s. einungis nýjustu og ólesnu færslurnar birtast í glugganum.

Fegurðin í þessu felst í því að yfirferðin tekur tífalt skemmri tíma (ókei, þetta er kannski örlítið orðum aukið).

- Sólbráð

12:40 f.h., júní 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þyrfti að fá netfangið þitt, Sólbráð. Ekkert bögg, bara smáútskýringar. Þú getur sent mér póst á agust@islenska.is

12:42 f.h., júní 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Er það leyndarmál hvaða síður þetta eru?

3:10 f.h., júní 14, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Tja, það væri stílbrot að nefna þær. Svo man ég ekki slóðirnar lengur.

3:11 f.h., júní 14, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:59 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:05 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home