föstudagur, júní 10, 2005

Og nú veit ég ekki nema að bloggfærslan sem bíður verði útvarpspistill. Það fer eftir ýmsu, t.d. hvernig tiltekin mál æxlast á næstunni, hvort ég geti sannreynt að ég hafi rétt fyrir mér, hvort eitthvað sé úrelt eftir tvær vikur. Ef ég skrifaði þennan pistil í dag yrði hann býsna eldfimur. Frægur bissnissmaður sagði einu sinni: Sá kann allt sem bíða kann. - Þetta verður reyndar ekki löng bið, en það er gaman að doka við, ígrunda, hugsa sinn gang ...

og segja hm.

Ég fór út í dyr áðan og sá þéttvaxinn rauðklæddan mann skokka (það var ekki ég sjálfur) niður Bragagötu, framhjá Þvottahúsi A. Smith. Ég sneri aftur inn og hugsaði um færsluna/pistilinn eitt andartak. Fór aftur út í dyr og nákvæmlega sami maður kom aftur skokkandi nákvæmlega eins, niður Bragagötu, framhjá þvottahúsinu. Var ég að upplifa sama augnablik upp á nýtt eða fer maðurinn í svona litla hringi?

22 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er "glitch" í Matrixinu. Þetta gerist þegar einhverju í forritinu er breytt og gleymist að hnýta lausa enda. Sbr; svarta köttinn.

1:56 f.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held hann hafi hlaupið annan hring. Djöfull get ég verið leiðinlegur.

2:09 f.h., júní 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er mjög rökrétt tilraun tilað reynað leiðrétta fyrir sjálfum sér þaðsem maður sér, þótt maður viti betur! Þetta er einsog að trúa því staðfastlega að g-strengir séu sexí og að Pepsímax sé gott á bragðið.

kv. Gímmó

2:12 f.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Fer það ekki dálítið eftir því hver er í G-strengnum?

2:21 f.h., júní 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eða hver er ekki í honum.

2:22 f.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er ekki í G-streng

ergo: G-strengir eru sexí

Ætti að vera ufsilon í sexý sem íslensku tökuorði, slangri?

2:24 f.h., júní 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert missandi púnktinn, oltúgeðer!!

2:29 f.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nokkuð vísvitandi. Blasir það ekki við, herra?

2:30 f.h., júní 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert olræt!!!

3:05 f.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka kvöldið. Verið ávallt velkomnir.

3:15 f.h., júní 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

og þakka á móti. Þér eruð sannir herramaðir!!

"þarsem Esjuna ber við sólu er landið fríast við kófský kapítalismans" (H.H.G/H.K.L - Sjönáttasagan/Halldór fyrstabindi)

góða nátt

3:31 f.h., júní 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég myndi setja ý í sexý, en ég held að það sé í góðu lagi að gera það hinsegin.

kk
EK

1:27 e.h., júní 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og úff hvað ég er feginn að þú ert ekki í g-streng. Vissulega sönnun þess að g-strengir eru himnasending.

1:27 e.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hlýt að segja það sama um þig, minn kæri.

1:47 e.h., júní 10, 2005  
Blogger Kristjón Kormákur said...

Komdu þessu bara frá þér, félagi.

5:47 e.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gæti farið þér betur, Kristjón. Þú ert stinnari en við Evindur.

5:58 e.h., júní 10, 2005  
Blogger Kristjón Kormákur said...

Ég hef fulla trú á að ég taki með vel út í G-streng.

Ég var hinsvegar að tala um þetta gríðarlega sjóðheita efni sem þú hefur undir höndunum og veist ekki hvað þú átt að gera við.

Hvað er klukkan? Sex hér svo það er kominn tími til að hella upp á könnuna

6:10 e.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Dáldið nördalegt að fatta ekki brandarann eða þykjast ekki fatta hann og byrja að útskýra með vísifingur á lofti. Verðu þér gott af kaffinu.

6:12 e.h., júní 10, 2005  
Blogger Kristjón Kormákur said...

Kærar þakkir. Neita að fatta hann á meðan þú talar í öfuga átt. Ætlar þú að setja þetta í pistil eða í blogg. Er þetta eitthvað almennilegt? kv kkg

6:17 e.h., júní 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er alvarlegt mál og raunar hafið yfir botnlausan hégómaskap manna eins og mín og þín.

6:29 e.h., júní 10, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:42 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:04 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home