miðvikudagur, júní 08, 2005

"Maturinn var volgur, hún hlaut að vera nýbúin að hita hann upp: pasta með ostasósu, skinku og salati. Hann borðaði í nokkrum flýti, ergilegur yfir heimsókninni. Valgerður var áfram á þönum. Hún opnaði hún bökunarofninn og tók út úr honum tvo brúna tertubotna. Hann hafði ekki hugmynd um tilefnið og vildi síst af öllu spyrja um það. "

Þetta var afrakstur kvöldsins. Hvað myndi Stephen King segja?

35 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Samt sótti það á hann. Á meðan hann mokaði í sig gumsinu dönsuðu tertubotnarnir fyrir hugskotssjónum hans og ilmurinn af þeim yfirgnæfði allt annað. Ekki bara einn, heldur tveir botnar. Tvær kökur, eða tvöföld terta með fyllingu á milli? Hvernig fyllingu? Bananakremi? Hann hafði fengið súkkulaðitertu með bananakremi hjá Valgerði. Með mokkakremi ofan á og allt um kring. Hún hafði borið fram púrtvín við sama tilefni, sætt, höfugt púrtvín af betri sortinni. Geiri var þar líka þetta kvöld. Helvítið hann Geiri. Hann bölvaði Valgerði fyrir að minna sig á Geira. Gat hún ekki bakað eitthvað annað akkúrat þegar hann kom í heimsókn? Hann þurrkaði síðustu sósusletturnar af disknum með brauðendanum og stakk honum upp í sig. Ropaði, þurrkaði sér um munnvikin með gulri servíettunni sem hún hafði lagt undir diskinn, og stóð á fætur. Ropaði svo lítið bar á. Valgerður þóttist ekki heyra það.
"Hvers vegna ertu að baka?" spurði hann, og auðvitað sveik röddin. Skræk, mjóróma, eins og hjá drengstaula í mútum. Hann ræskti sig. "Er Geiri kannski að koma í bæinn, eða...?"
Valgerður sneri sér við. Horfði á hann, án þess að segja orð. Sposk á svipinn. Það var nákvæmlega þetta sem kom upp í huga hans: Sposk á svipinn. Hann þoldi ekki þennan svip. Sneri sér undan.
"Jæja," muldraði hann, "það kemur mér auðvitað ekkert við. Sjáumst við á morgun?" Hann vogaði sér að líta á hana aftur. Hún var ennþá jafn sposk á svipinn. Helvítið á henni. En hún kinkaði kolli. Hægt og rólega. Eins og hún hefði átt von á þessari spurningu. Þessum spurningum. Eins og hún þættist sjá í gegnum hann. Hann fann ennisholurnar fyllas, nefholurnar líka, tárakirtlarnir tóku við sér. Hann hljóp út. Skellti á eftir sér. Aldrei, hugsaði hann, ég kem aldrei hingað aftur.

3:49 f.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er óneitanlega meira púður í þér en mér núna, en dálítið erfitt að nota þetta orðrétt, því maðurinn á heima þarna og ég ætlaði ekki að láta hann rjúka að heiman. Frímann er inni í stofu og hann er fúll yfir þeirri heimsókn.

3:58 f.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

O.k., ég var ekki viss með heimsóknina. Skaut út í loftið. Og ekki dettur mér í hug að þú notir eitt eða neitt. Ég er bara að skemmta mér. Vonandi þér líka að einhverju marki. Nota þig sem dráttarklár.
Prófum þetta:
Samt sótti það á hann. Á meðan hann mokaði í sig gumsinu dönsuðu tertubotnarnir fyrir hugskotssjónum hans og ilmurinn af þeim yfirgnæfði allt annað. Ekki bara einn, heldur tveir botnar. Tvær kökur, eða tvöföld terta með fyllingu á milli? Hvernig fyllingu? Bananakremi? Súkkulaðitertan hennar Valgerðar með bananakreminu á milli og mokkakreminu yfir og allt um kring var ekkert til að fúlsa við, og hún var aldrei bökuð nema mikið lægi við. Síðast gerðist það þegar Geiri kom í heimsókn. Þá hafði hún líka borið fram púrtvín sem hann vissi ekki einu sinni að þau ættu til, sætt, höfugt púrtvín af betri sortinni. Geiri hafði kjamsað á hvoru tveggja, tertunni og víninu. Fleðulegur, eins og alltaf. Helvítið hann Geiri. Hann bölvaði Valgerði fyrir að minna sig á Geira. Gat hún ekki bakað eitthvað annað? Hann þurrkaði síðustu sósusletturnar af disknum með brauðendanum og stakk honum upp í sig. Þurrkaði sér um munnvikin með gulri servíettunni sem hún hafði lagt undir diskinn, og stóð á fætur. Ropaði svo lítið bar á. Valgerður þóttist ekki heyra það. Hann gafst upp.
"Hvers vegna ertu að baka?" spurði hann, og auðvitað sveik röddin. Skræk, mjóróma, eins og hjá drengstaula í mútum. Hann ræskti sig. "Er Geiri kannski að koma í bæinn, eða...?"
Valgerður sneri sér við. Horfði á hann, án þess að segja orð. Sposk á svipinn. Það var nákvæmlega þetta sem kom upp í huga hans: Sposk á svipinn. Hann þoldi ekki þennan svip. Sneri sér undan.
"Jæja," muldraði hann, "það kemur mér auðvitað ekkert við. Best að tala við Frímann." Hann vogaði sér að líta á hana aftur. Hún var ennþá jafn sposk á svipinn. Helvítið á henni. En hún kinkaði kolli. Hægt og rólega. Eins og hún hefði átt von á þessari spurningu. Þessum spurningum. Eins og hún þættist sjá í gegnum hann. Hann fann ennisholurnar fyllas, nefholurnar líka, tárakirtlarnir tóku við sér. Hann nánast hljóp út úr eldhúsinu. Skellti á eftir sér. "Jæja, félagi," sagði hann, skælbrosandi, "hvað segirðu? Viltu kaffi?"

4:13 f.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var löngu komið yfir það stig að vera spurning um tilefni. Næsta hugsun við hugsunina um tilefni var alltaf hvar ætti að fela líkið. Og hvernig! Hvort nýta mætti bökunarofninn í framkvæmdina að einhverju eða öllu leyti. Hugsanlega mætti elda líkið og snæða það. Hann mundi hvað líkið af elskhuganum virtist girnilegt í Kokknum, þjófnum og elskhuganum. Hann þyrfti samt aldrei að éta sköndulinn af henni, enda var hún ekki með neinn. Allavega ekki síðast þegar hann vissi. En þá þyrfti hann að búta hana niður, ofninn er svo lítill. Skera hana, með hnífi og jafnvel sög. Hann langaði hreint ekki tilað gera neitt slíkt. Hann gat ekki einusinni skorið slátur, hann átti í erfiðleikum með að smyrja hrökkbrauð. Afhverju gat hún ekki bara horfið, án þess að hann þyrfti að gera nokkuð? Hvað hann var að gera inní eldhúsinu hennar var löng saga og efni í fjölmörg bindi - nokkurskonar bindindi - fleirtala af fleirtölu. Tölu denótar þá minna tölulegt magn en tala. En það var önnur saga. Það var líka önnur saga að hún var alveg jafn mikið inní eldhúsinu hans einsog hann í hennar. Eldhúsið áttu þau saman, einsog húsið. Og afhverju var hún þá að elda en ekki hann? Hún notaði i-pod spilarann sem þau keyptu saman á Kanarí í fyrra, jafnvel þótt það hefði verið hans hugmynd. Ekki það að það að kaupa eldavél hefði verið meira hennar hugmynd en hans, það var fjarstæða. Eldavélin fylgdi íbúðinni þegar þau keyptu hana. Þegar börnin voru ekki fædd. Þegar þau gerðu ekkert nema drekka kók, horfa á vídeó og ríða. Það var ekki svo langt síðan. Hún hafði ekkert breyst.
Og skyndilega langaði hann í hana meiren hann hafði gert lengi. Hann horfði á vinalegar slapandi rasskinnarnar sem sigu undan svuntubandinu einsog lítil neonskilti.
Einkennilegt hvað alltaf er stutt á milli ofbeldishugsana og kynlífslöngunar? Kanski var það efni í nýja sögu? Nýja heimspekilega þjóðfélagsstúdíu.

4:26 f.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og SK mundi segja "Go, Gústi, go..."

4:41 f.h., júní 08, 2005  
Blogger Kristjón Kormákur said...

Ég er búinn að finna út úr þessu. Tumi er sköpun Ágústs eða Ágúst sköpun Tuma. Þetta er svipað og með þá félaga Dr. Jekyl og Mr. Hyde og Tyler Durden og Jack.

Þegar Ágúst á í vandræðum og kemst aðeins yfir nokkrar setningar poppar Tumi upp og klárar heilu kaflana fyrir hann. Þegar Ágúst sefur vakir Tuminn í honum og skrifar.

Þegar Tumi fær hrós verður Ágúst svolítið pirraður og segir t.d. ,,Ja, við vitum ekkert hvað hann getur í prófarkalestri og líklega veist þú minnst um hvað ég get fyrir utan þína eigin fordóma."

Það sem er hinsvegar að gerast er að Tuminn í Ágústi heimtar orðið meira pláss í tilveru ÁBS. Sérstaklega eftir að honum var hrósað. Það er spurning hvenær Ágúst hættir að vera til og Tumi tekur alfarið yfir.

10:22 f.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Stephan King mundi kannski segja að setningin:
Hún opnaði hún bökunarofninn
þarfnaðist endurskoðunar.

11:05 f.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Í barnalandsfærslunni hér fyrir neðan nefnirðu son þinn Kjartan en stelpan, hún er bara stelpan. Athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Hún er ekki þess verð að fá nafn þegar faðir hennar skrifar um hana.

12:35 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eflaust, Hannibal, en ég held að á þessu stigi málsins sé mikilvægara að halda áfram en dvelja við setningarnar.

Tumi, þú ert engum líkur.

12:35 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ormur, það væri gaman að sjá þig skrifa langa og lærða ritgerð um þetta. Það eru örugglega til færslur þar sem ég hef nefnt Freyju á nafn en ekki nafngreint strákinn.

12:46 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1:43 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

E. ritskoðun: Vertu annars staðar, smekklausi lúði.

1:46 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

2:27 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Særa? Þetta var bara plebbísk móðgun?

2:57 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Stephen King myndi segja:
„ALDREI sýna neinum svo mikið sem tvö orð úr ókláruðu verki!“
Mæli með lestri á On Writing. Stórgott verk.

3:31 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er ekki sammála þessu. Þessar setningar eru úr samhengi og breyta engu um að eftir lestur þeirra veit enginn neitt um verkið.

3:32 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ásgeir said...

Samband ÁBS við Stephen King eru augljóslega mun betra efni í sögu heldur en eldamennska frú Valgerðar. Annars er nokkuð ljóst að Tumi er í besta falli alteralteregó ÁBS. Alteregóið hlýtur náttúrulega að vera EÖN sem skrifar m.a.s. útvarpspistil fyrir hann annan hvorn föstudag. Fyrir utan að ómögulegt er að ímynda sér tilvist annars án hins. Samt hef ég aldrei séð þá saman.

4:19 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er fyrir löngu orðinn leiður á þessum metafýsisku bröndurum ykkar rithöfunda og gáfumanna, enda aldrei tollað í tískunni.

4:21 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, það er ekki það sem SK á við. Þegar maður leyfir öðrum að lesa kveikir maður á innri gagnrýnandanum, sem hann segir að megi ekki vakna fyrr en að fyrsta uppkasti loknu. Hann heftir sköpunina og getur valdið ritstíflu. Innri listamaðurinn á að fá að vera frjáls í fyrsta uppkasti.

Það er það sem hann á við.

5:13 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gott fyrir hann. Hann sér um sig, ég um mig.

5:14 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, það sem SK á við er að með því að sýna öðrum orðin kveikir maður á innri gagnrýnandanum, sem hann segir að verði að sofa þar til fyrsta uppkasti er lokið svo innri rithöfundurinn geti haft frálsar hendur

5:15 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

haha, hélt að þetta hefði ekki komið inn...

Ítreka þetta!

hehe

5:16 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ættir kannski að taka mót einhverjum hollráðum frá meistara King, honum hefur gagngert gengið betur að sjá um sig en þér til þessa.

9:23 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Haf þú bara áhyggjur af sjálfum þér, þar til þú þorir að skrifa undir nafni.

9:25 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef lesið nokkrar þýddar bækur eftir King þennan. Finnst þær furðu lélegar miðað við hvað manninum er hælt mikið. Kannski kann hann hollráð í markaðs-setningu.
Gylfi.

10:39 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að lykilorðið í þessum ummælum sé orðið „þýddar“...
Ekki það að ég ætli að halda því fram að King sé einhver stakur snillingur... en ég hef samt alltaf haft mjög gaman af honum.

10:52 e.h., júní 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér finnst menn taka sumum færslum ansi bókstaflega. Bloggskrif eru oft lýsing á ákveðnu hugarástandi. Í gærkvöld smegi ég inn nokkrum setningum, þ.e. nákvæmlega þeim sem mér tókst að koma saman þetta kvöld, og lýsi því yfir að mér finnist þetta vera ansi dapur afrakstur, já eins og oft vill verða hjá höfundum, á einstökum vinnustundum. Til gamans segi ég: Hvað skyldi Stephen King segja, enda leitun að jafn afkastamiklum höfundi. Tumi bregst skemmtilega við með því að spinna við setningarnar en aðrir hafa ýmist áhyggjur af því að ég sé að bera verk í smíðum undir dóm lesenda eða hvað ég eigi langt í land með að verða jafn vinsæll og Stephen King. - Samt allt gott um þetta að segja og bestu þakkir.

10:53 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

King er afkastamikill og það kemur niður á gæðum sumra bóka hans. Þær bækur sem hafa verið þýddar eru hinsvegar hans slökustu. Mér finnst hann bestur þegar hann sleppir yfirnáttúrulegum fyrirbærum og segir sögur. - kkg

11:48 e.h., júní 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála síðasta ræðumanni.

12:05 f.h., júní 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Um innlegga Braga Steinsen: Var það djöfullegt?

2:53 f.h., júní 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er aðallega að spá í það hvort þessir brúnkökubotnar spili einhverja rullu í sögunni og eigi eftir að koma fyrir aftur. S.s. hvort tilefnið, sem minnst er á, sé einhver atburður sem eigi eftir að hafa dramatísk áhrif á framvindu mála.

Segjum til dæmis að söguhetjan komi fram í eldhús morguninn eftir og er enn með ólund eftir hina dularfullu heimsókn. Þegar hann sér konu sína önnum kafna við að skreyta brúnkökuna man hann eftir því hvað er í aðsigi og það þyrmir yfir hann: Tengdaforeldrarnir, mágur, 3 börn og ef til vill fleiri ættmenni konunnar eru væntanleg frá Þórshöfn / Vestmannaeyjum / Drangsnesi og ætla að vera í viku. Af fyrri reynslu veit hann að hann verður látinn ganga úr rúmi fyrir tengdó og vísað niður í kyndiklefa með vindsæng og svefnpoka.

Eða:

Söguhetjan kemur fram í eldhús morguninn eftir og er enn með ólund eftir hina dularfullu heimsókn. Þegar hann sér konu sína önnum kafna við að skreyta brúnkökuna rennur það skyndilega upp fyrir honum að það er í dag sem maðurinn ætlar að koma. Um fjögurrleytið. Þau hafa aldrei séð þennan mann, bara talað við hann í síma, en nú stendur til að setjast niður og reyna að semja við hann um greiðslur á fíkniefnaskuld sonarins á heimilinu. Konan vill fyrir alla muni að allt fari fram með friðsömum hætti svo hún ætlar að dekka borð í borðstofunni og bjóða upp á kaffi og brúnköku.

Ég get ekki að því gert en mér finnst brúnkakan vera fókusinn í þessu söguslitri. Ég held að það sé vegna þess að það er svo mikið af kolvetnum í henni. Ég er nefnilega byrjuð í megrun eins og þú Ágúst, auðvitað innspíreruð af þessari sigurgöngu sem þú hefur verið að lýsa hér. Tæp vika komin núna.

- Sólbráð

10:38 e.h., júní 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gangi þér sem allra best.

12:25 f.h., júní 13, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:42 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:58 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:04 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home