laugardagur, júlí 30, 2005

Ég hef verið að drepast úr harðsperrum eftir Esjugönguna, sérstaklega á framanverðum lærunum. Ég veina við að ganga upp stiga eða þrífa eldhúsgólfið með tusku (já ég geri það, ekki alslæmur eiginmaður). Við skokkuðum í kvöld og strengirnir minnkuðu lítið við það þó að eymslin hjöðnuðu rétt á meðan.

Ég hitti Egil Helga á Segafredo í hádeginu í dag. Hann hefur grennst, samt er hann sem betur fer dálítið feitari en ég. Hann var í ljósum suðurlandalegum jakkafötum. Hann er eins og ég orðinn bandbrjálaður út af dónaskap í kommentakerfinu sínu. Mér er sjálfum algjörlega nóg boðið. Það vita allir að ég hef ekki tekið gagnrýni eða jafnvel árásir nærri mér en að sjá sömu fyrirsjáanlegu og margendurteknu hæðnisglósurnar frá sömu nafnlausu fíflunum er algjörlega óþolandi. Nokkrir menn þurfa að fara að skilja það að þeir eru ekki velkomnir hingað. Ég vil ekki sjá þá og fæstir lesenda minna vilja það. Hver vill vera þar sem hann er ekki velkominn? Og plís, ekki svara þessu.

Ég fór út í 10-11 í kvöld að kaupa batterí. Þá sá ég á forsíðu Hér og nú frétt um Heiðu Idol og fletti blaðinu. Sá að hún hafði komist í fyrsta sæti á vinsældalista með nýtt lag. Varð harla glaður en síðan hneykslaður á sjálfum mér. Hvers konar plebbi er maður orðinn? Rænir grái fiðringurinn mig vitinu?

Mig langar til Heidelberg. Stundum langar mig einn þangað til að skrifa líkt og verður tilfellið en stundum langar mig að vera þar með Erlu, ganga upp í hlíðarnar og skoða gamla bæinn. Ég fer varla til Heidelberg fyrr en eftir áramótin. Það eru komnar þrjár utanlandsferðir á þessu ári plús bíll og m.a.s. reikningurinn hennar Erlu er tómur, eða var það a.m.k. þar til hún fékk útborgað í dag.

Eitthvað segir mér að tíðarandinn sé mótfallinn kynórum karla en jákvæður í garð kynóra kvenna. Kannski verðum við karlarnir að taka því eftir aldalanga kúgun kvenna. En mikið væri gaman ef þetta væri í jafnvægi og allir mættu eiga sínar eðlilegu hvatir án þess að óttast fordæmingu. Í ágætri glæpasögu Ævars Arnar, Svörtum Englum, má ráða að það viðhorf sé orðið ríkjandi að það sé rangt að karlmenn eigi sér kynóra um konur sem þeir þekkja. A.m.k. miðað við hugsanir einnar persónunnar, Árna: Ekki hugsa svona um hana, segir hann margoft við sjálfan sig og stoppar sig af í erótískum hugsunum um konur sem verða á vegi hans. Erfitt er að ráða af þessu hvort rödd höfundar er samþykk þessu viðhorfi eða ekki. - En auðvitað er þetta rugl: Hugsanafrelsi er takmarkalaust og allir mega upphugsa þann dónaskap sem þeim sýnist. Um gjörðir gildir hins vegar auðvitað allt annað.

Dálítið sérkennilegt að fara á sama staðinn í Skagafirði tvisvar á einu sumri. En það gerist núna á morgun. Keldudalur, heitir hann og er skammt frá Sauðárkróki.

Og Vodafone copy-ið gekk bara ansi vel þrátt fyrir höktandi byrjun. Minn texti var að mestu leyti samþykktur lítið breyttur. Ég er því varla að fara að missa vinnuna og tilveran er merkilega stabíl.

Góða helgi aftur.

26 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Við getum bara beðið til æðri máttarvalda að fávitar hætti að angra þig og aðra sem hafa gaman að því að lesa og taka þátt í uppbyggilegum umræðum...

1:34 f.h., júlí 30, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Já leiðindapúkar, haldiði ykkur heima.
Góða helgi Ágúst og fjölskylda.

1:36 f.h., júlí 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Góða helgi, kæru vinir.

1:46 f.h., júlí 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafðu engar áhyggjur af því að kynórar karlmanna séu að komast úr tísku, þótt umræðan í seinni tíð snúist meira um kynóra kvenfólks. En kvenfólk hefur lengi mátt búa við þá bælingu sem fylgir því að eiga að afneita hugsunum sem fylgja eðlishvötunum.
Mér finnst að þú eigir ekki að láta það á þig fá þótt einhverjir séu að reyna að dissa þig og ég mundi ekki þurrka ´´ut komment sem dæma sig sjálf.

2:17 f.h., júlí 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef húsið fyllist af silfurskottum þarf að kalla til meindýraeyði.

2:58 f.h., júlí 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þá fyllist húsið af meindýraeyðum, skordýraeitri og reyk og það er ekkert betra. Mér finnst svo ólíkt því sem ég hef lesið eftir þig að fara að ritskoða síðuna.

3:52 f.h., júlí 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Ljúfa sé Evviiiii...

2:10 e.h., júlí 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Hildur rassabora sé Hannes Hólmsteinn og Eyviii sé enginn annar en D.O.

3:36 e.h., júlí 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

D.O. vill kannski vera einn í friði titilinn "meistari smásögunnar"...

5:17 e.h., júlí 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

það hefur svosem heirst að foringinn gangi ljósum logum á internetinu.

7:02 e.h., júlí 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Óttist eigi. Ég er sá/sú sem ég ER.

8:01 e.h., júlí 30, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Og ég er ég.

12:19 f.h., júlí 31, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Annars er merkilegt hvað ég virðist angra marga lesendur þessarar síðu með nærveru minni. Mér er skítsama.

12:20 f.h., júlí 31, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þín nærvera angrar alla vega ekki mig.

1:46 f.h., júlí 31, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Ég er komin með nagandi angist vegna tilveru minnar, er ég þá þú (eða þú ég )?

1:53 f.h., júlí 31, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi angist er óþörf. Þú ert ég og ég er þú fyrir utan að ég er ég og þú ert þú. Þetta á við um flestar manneskjur og alger óþarfi að hafa áhyggjur af því.
Hvort þetta fyrirkomulag er skynsamlegt er vitanlega allt annað mál.

4:44 f.h., júlí 31, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi þú verður að halda áfram að blogga. Það er fráleitt að skilja lesendur þína eftir alla verslunarmannahelgina án þess að þeir fái stöðugar upplýsingar um hvernig þér líður í "framanverðum lærunum".

12:10 f.h., ágúst 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

"Hugsanafrelsi er takmarkalaust og allir mega upphugsa þann dónaskap sem þeim sýnist" (ÁBS).
Tær snilld!!! Hvílíkur hugsuður!!!
Meira!!! Meira!!! Ennþá meira!!!

4:06 e.h., ágúst 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ÁBS er mikill snillingur, sbr. niðurstöðuna sem hann kemst að í hinni heimspekilegu pælingu sínu um hugsanir:
"Um gjörðir gildir hins vegar auðvitað allt annað."

5:42 e.h., ágúst 01, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ljúfa, lúðar og lúserar stressast alltaf upp nálægt heillandi kvenfólki. - Þið þarna anomynousar, ég get ómögulega séð hvað á að vera svona asnalegt við þessar hversdagslegu hugleiðingar mínar.

11:33 e.h., ágúst 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Clueless! Það er það sem er svo skemmtilegt við þig.

12:00 f.h., ágúst 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eyviii - fyrir utan það að þurfa að breyta um tón þá þarftu að breyta um dulnefni til að skrifa hér - mér nánast óglatt af leiðindum í hvert sinn sem ég sé þetta nafnskrípi.

12:46 f.h., ágúst 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég ætlaði ekki að þurrka út kommentið þitt, Tinna mín. Blóðugur upp að öxlum hjó ég of mikið og þú varst fyrir slysahöggi. Já, batterí er útlenska og rafhlöður er betra orð. Nákvæmlega.

1:27 f.h., ágúst 02, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:44 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:00 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:06 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home