þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Molar af borði meistarans

Tilvitnunin að ofan er brot af því sem ég skrifaði í gærkvöld. Setningarnar hér að neðan eru síðan um það bil þriðjungur af því sem ég skrifaði í hádeginu:

"Ástæðan fyrir því að hann fór yfirleitt að hugsa um þetta í rúminu nývaknaður var sú að lengi á undan dreymdi hann óljósa drauma sem smám saman urðu að stöðugu mali ungrar stúlku um ágæti hans. Draumarnir leystust upp í vökuhugsanir (en ekki öfugt eins og var svo vanalegt) og þá rann upp fyrir honum að hann kunni bréfið frá henni næstum orðrétt. "

Athugið að hér er ekki rætt um sömu sögupersónu og í tilvitnuninni efst.

Ennfremur er ég með uppkast að útvarpspistli í tölvunni og upphafssetningar hans eru svona:

"Árið 1998 fór ég í lestarferð frá Duisburg í Þýskalandi til Amsterdam í Hollandi. Þetta var snemma morguns og lestin þéttsetin. Margir farþeganna voru Þjóðverjar á leið til vinnu sinnar. Í klefanum sem ég fékk sæti í var maður sem hafði í senn afar kunnuglegt og framandi fas. "

Síðan væri gaman að birta brot úr auglýsingatextum sem ég hef skrifað síðasta sólarhringinn (þó að þeir séu ekki merkilegir) en það er viðkvæmt mál viðskiptalega.

Ég er skrifvél. Ég geri ekkert annað en að skrifa. Skrifa ýmist fyrir þolanlegan pening, lítinn pening eða engan pening. Ég kann ekkert nema að skrifa, ekki einu sinni að keyra bíl. Sem betur fer kann ég a.m.k. að skrifa, þó að ég sé enginn Laxness. En hann kunni líka að keyra bíl. Hann virðist hafa haft algjöra yfirburði á mig á öllum sviðum.

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og hann ekki einu sinni stúdent

3:29 e.h., ágúst 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, er það ekki fyndið að ég skuli vera fremri honum á einmitt þessu eina sviði: prófgráðum?

3:30 e.h., ágúst 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þótti Halldór ekki sérlega vondur bílstjóri? Getur ekki verið að hann hafi fyrst og síðast verið kjarkmeiri en meistarinn, látið vaða á hinu maskúlína sem ekki þarf endilega að kunna til að gera, á meðan meistarinn lullar á hinu feminína, sem vill helst ekkert gera nema að vera með doktorspróf í því fyrst? Og HKL þannig lært af mistökunum, orðið af þeim nóbelskur, mistökum sem ÁBS hefur aldrei leyft sér að gera?

5:09 e.h., ágúst 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þannig að Nóbellinn býr í bílprófinu og akstrinum?

5:11 e.h., ágúst 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Annars hef ég þá rassvasakenningu að bókmenntamönnum megi skipta í þá sem langar til að skrifa en geta það ekki (90%), þá sem eru sæmilegir rithöfundar (9,9%) og snillinga (o,1%) 90 prósentin eru allaf að núa 9,9 prósentunum því um nasir að þau séu ekki snillingar á borð við Laxness og einhvern veginn verður það skammarlegt að vera ekki jafnoki hans - af einhverjum ástæðum. Þannig ná þeir sem langar til að skrifa sér niður á þeim sem kunna að skrifa. - Ég held nefnilega flesta sem hafa áhuga á bókmenntum (þó ekki alveg alla) dreymi um að vera rithöfundar.

5:47 e.h., ágúst 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Samtals gerir þetta 100%, sem er ansi gott hjá þér.

6:09 e.h., ágúst 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er rétt hjá þér. Ég hefði alveg getað klikkað á þessu.

6:12 e.h., ágúst 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski hefði Laxness klikkað á þessu!

6:15 e.h., ágúst 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er hugsanlegt.

6:18 e.h., ágúst 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Er Alkemistinn "ein af 10 bestu bókum veraldar"?

6:26 e.h., ágúst 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert betri bloggari en Laxness, og það getur enginn frá þér tekið.

6:52 e.h., ágúst 16, 2005  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
issey miyake perfume
michael kors outlet
football pas cher
kate spade outlet online
coach outlet
snapbacks wholesale
nike chaussure femme
canada goose jackets
yeezy
nike air jordan

3:35 f.h., júní 12, 2018  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
uggs outlet
pandora charms outlet
vibram fivefingers
nike air max 2017
off white
christian louboutin sale
ugg boots clearance
louboutin shoes
mbt shoes
skechers shoes

4:26 f.h., júlí 17, 2018  
Blogger yanmaneee said...

off white nike
retro jordans
kd 12
kd13
adidas yeezy
cheap jordans
yeezy boost 350 v2
steph curry shoes
jordan shoes
kyrie 6 shoes

1:33 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home