föstudagur, ágúst 12, 2005

Enginn getur treyst á hina blóðheitu og ástríðfullu. Einn daginn ertu besti vinur þeirra og þér verður jafnvel um og ó yfir játningum þeirra um þig. En næsta dag vilja þeir varla heilsa þér, af því þeir eru uppteknir af öðru fólki og þeir eiga erfitt með að eiga bara í venjulegu og góðu kunningjasambandi, annaðhvort dýrka þeir fólk eða það er ekki til. Þú getur ekki verið bara vinur þeirra, annaðhvort eru besti vinur þeirra sem þeir geta ekki lifað án, eða þú ert ekki til.

Hinir blóðköldu og ástríðulausu eru frekar leiðinlegir. Þeir gæta tungu sinnar svo vel að þeir segja aldrei neitt skemmtilegt. Þeir kunna ekki að hrífast og sleppa sér aldrei í augnablikinu. Þeir tjá þér seint og illa ást sína eða væntumþykju. En þú getur alltaf treyst á þá. Það sem þeir segja er ekki háð duttlungum augnabliksins. Þegar hinir ástríðufullu eru fyrir löngu búnir að gleyma þér eru dauðyflin ennþá hjá þér og vilja spjalla um veðrið, garðvinnuna og verkfærageymsluna.

Hinir ástríðulausu tjá þér ást sína og vináttu í verki. Ást og vinátta hinna ástríðufullu er loftbóla sem springur.

22 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

núna er akkúrat veðrið til að slá garðinn

6:48 e.h., ágúst 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Djöfull varstu snöggur að kommenta, ástríðulausi A.

6:49 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Í hverju felst blóðhitinn hjá þér: Að blogga og skrifa smásögur um leiðindi?

7:16 e.h., ágúst 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er ég blóðheitur?

7:17 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það væri gaman að vita það.

7:21 e.h., ágúst 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, það væri gaman.

7:23 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

leggur kona þín aldrei inn komment hérna? getur hún ekki svarað þessu?

7:25 e.h., ágúst 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvers vegna ætti hún að svara þessu? Ég er ekki alltaf að skrifa um sjálfan mig. Það er munur á þessari færslu og færslu um að ég hafi keypt mér nýtt hjól.

7:29 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hvaða munur?

7:32 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hún keypti hjólið, ekki þú

7:36 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

blóðheitir menn í jakkafötum, væri það ekki góður titill á smásögu?

7:42 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

færi betur sem titill á ljóðabók

7:47 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Andheiti við blóðheitur er - í vissum skilningi - blóðlatur. Rímorð við blóðheitur er blóðfeitur, sbr. maður með of mikla blóðfitu. Samheiti við blóðheitur - aftur, í vissum skilningi - er sjóðheitur, sem jafnframt getur gegnt hlutverki rímorðs við blóðheitur, þótt strangtrúaðir amist sjálfsagt við því að seinni hluti þessara samsettu orða sé í báðum tilfellum "heitur." En við hlustum ekki á svoleiðis kjaftæði. En ég er semsagt sjóðheitur í augnablikinu.
Ég kann þér kærar þakkir fyrir að kynda upp í mér sósíaldemókratíuna, Gústi góður. Og það er alveg hárrétt athugað hjá þér, það er lítt treystandi á goshverina, hinir tilfinningalegu leirhverir eru mun áreiðanlegri, endingarbetri, og vinir í raun.

8:48 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Er Tumi byrjaður að hita upp?

8:55 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og á meðan ég man, ég held að ég sé leirhver. Eða eitthvað.

9:03 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Get semsé ekki hætt að bulla. Eins og sést.

9:46 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er hver.
hver er ég?

9:54 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er Ágúst Borgþór núna? Hefur hann yfirgefið okkur ástríðuleysingjana?

Gott að Tumi er ekki sofnaður.

9:55 e.h., ágúst 12, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:45 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:01 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

qzz0424
moncler outlet
kate spade sale
coach outlet online
cheap nike shoes
polo ralph lauren
ugg uk
ralph lauren outlet
nike shoes
michael kors uk
moncler outlet

3:59 f.h., apríl 24, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home