föstudagur, ágúst 12, 2005

Aðeins fantagóður stílisti á borð við Jónas Kristjánsson gæti haldið því fram að þolmörk gagnvart fréttaflutningi um einkalíf hafi lækkað án þess að gera sig að fífli. Leiðarinn í DV í dag vekur undrun en stílbrögðin valda því að virðingin fyrir höfundi hans þverr ekki. Jónas hefði líklega orðið frábær sakamálaverjandi. Hann notar dæmið um Bermudaskálina til vitnis um að fólk hafi ekki verið svona teprulegt hér áður fyrr og ver með kjafti og klóm fréttaflutning af meintu framhjáhaldi hinna frægu.