fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Ég tók Frank Zappa æði í 5-7 ár. Litlu styttra var Clash tímabilið mitt þegar ég var ungur. Núna er það Who, ég hef látið undan þessari tilhneigingu minni og hlusta núna ekki á neitt annað en The Who. Núna er ég í sixties-kaflanum þeirra. Hljóðfæraleikurinn og soundið er auðvitað miklu lakara en síðar varð en allt fullt af þrælgóðum melódíum. Sumt af því elsta líkist Bítlunum á sama tímabili og jafnast jafnvel á við Bítlalögin, þó að eflaust séu Bítlarnir í heild merkilegri hljómsveit. Ég hef sérstakt yndi af þessum lögum: The Kids Are Alright (frábær bítlaleg melódía), I Can See For Miles, I´m Free, The Seeker, I´ve Been Away, In the City, I´m a Boy, Disguises, Whiskey Man - og svo eiga þeir æðislega cover-útgáfu af Supremes-laginu Heatwave, hráa og rokkaða.

24 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef lengi verið mjög hrifinn af The Who, þótt ég hafi reyndar ekki hlustað gagngert á þá.
Uppáhaldslagið mitt með þeim (og eitt af mínum uppáhalds lögum yfir höfuð) er Baba O'Reilly. Sem mér skilst að hafi verið fyrsta lagið í tónlistarsögunni þar sem „sequencer“ var notaður...
Mjög flott lag, mjög flott band.

3:00 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þá voru tilraunir Townshend með syntersizara byrjaðar og þær blómstar síðan í laginu
Who Are You sem kom út 1978 (Baba 0' Riley er frá 1971.

Hefur einhver hér hlustað á sólóplötur Petes Townshends?

3:05 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi, þú veist að ég dýrka Pete Townshend!

4:11 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég vissi það ekki neitt. Hvaða Raggi er þetta?

4:17 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að tala um barnaníðinginn, Pete Townsend?

4:36 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann er ekki barnaníðingur. Þá held ég að eitthvað fleira hefði komið upp en þetta heimskulega tölvufikt hans.

4:40 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Skarpi said...

Ég hef bara heyrt örlítið af því sem hann gerði með Ronnie Lane úr Small Faces, það er flott, slatti feat.ar Clapton, þannig að þetta er hálfgert dream team.

Annars eru Who ekki nema skugginn af mörgum samtímaböndum sínum, þó hef ég nokkuð gaman af þeim.

Svona Zappa æði hef ég aldrei skilið, hann er svo flókinn, og húmorinn missir oft marks finnst mér. En hann, einsog Who, áttu mjög góða spretti. Zappa finnst mér bestur í laginu um Watts óeirðirnar: 'You know people I ain't black, but there's a whole lots of time I whish I wasn't white!' Og þetta er, hvað, ´66? Bold words!

5:24 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, þetta er af Freak Out, fyrstu Mothersplötunni frá 1966. Zappa var svo afkastamikill og fjölbreyttur að hann er eins og margir tónlistarmenn, svona fimm stykki. Who eru oft bornir saman við súpergrúppurnar sem voru samtíða þeim og þeir virðast kannski ekki hafa verið eins miklir hljóðfæraleikarar og Yes, þeir gáfu ekki út neitt meistaraverk á borð við Dark Side of The Moon en eftir þá liggur haugur af flottum og skemmtilegum lögum.

5:34 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Skarpi said...

Hér er linkur á þetta samvinnuverkefni: http://www.allmusic.com/cg/amg.dll?p=amg&token=&sql=10:weapqjkbojka

Ég var nú mest að spá í Lane lögunum - Annie og April Fool eru snilldarverk - en Misunderstood Péturs er flott. Þeir lýsa þessu ágætlega þarna, þetta er mest rólegt og kántrí skotið.

5:40 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, Who Are You er skemmtilegt lag, en mér finnst Baba skemmtilegra.

Ég myndi nú kalla Tommy meistaraplötu, þótt hún jafnist vissulega ekki á við Dark Side of the Moon...

6:07 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Skarpi said...

Án þess að ég vilji pönkast of mikið á síðunni hans ÁBS, þá má ég til með að minnast á Arthur hans Ray Davies, því Tommy bliknar við hlið hennar - þær tengjast sögulegum böndum, og varla hægt að minnast á aðra án hinnar. Arthur er mun alvörugefnara og tilfiningarnæmara verk á alla vegu, dílar við alvöru hluti, stríð, fólksflótta til Ástralíu, fátækt, etc. En, einsog er kennimark Ray, og Megas bendir á, er húmor, það fyrsta sem maður tekur eftir hjá honum: hann vekur hjá manni áhuga á sögunni, ömurlegum örlögum milli- og vinnustéttanna, með húmor. Lýsingarnar á vímulausri æsku Ástrala og jólum á ströndinni er frábærar, hvernig hann hermir eftir majórunum í Yes Sir No Sir, hvernig hann biður um ölmusu í einu mest up-beat laga allra tíma er óviðjanfnanlega frábært. En þetta er bara bókmenntalegi parturinn, lögin eru frábær, útsetningarnar smekklegar(!). Tommy fellur algjörlega í skuggann, finnst mér, en vil meina að Arthur sé rökrétt framhald frá Tommy - eitthvað sem maður þarf að heyra.
Þú fyrirgefur, Ágúst, þessa ræðu, en þetta er kannski skárra en ýmis kommentanna, sbr. barnaníðinginn.

6:27 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú ert allt of hógvær, Skarpi. Allt sem þú skrifar hér er ánægjulegt og til fyrirmyndar. Mættir gera það oftar.

6:31 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hefur enginn hérna gaman af góðum harmoníkuleik?

6:39 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvorki góðum né slæmum, held ég.

6:46 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Frank's Wild Years með Tom Waits er snilldarplata og mikið af einstaklega góðum harmonikkuleik á henni.

En þess utan er harmonikkuleikur viðbjóður. Ég held að Ágúst sé of ungur til að hafa gaman að slíku.

6:52 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, það er einmitt leikið á nikku á Townshend/Lane plötunni.
Hún er mjög skemmtileg þrátt fyrir það.

6:52 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Til að tengja ummælin að ofan póstinum betur langar mig að benda á það sem Frank's Wild Years og Pete Townsend eiga sameiginlegt:
Bæði Waits og Townsend geta tekið hljóðfæri sem margir aðrir gera bara viðbjóð með - synthesizera í tilviki the Who, harmonikku Waits megin - og gert mikla snilld með þeim. Þetta er ekki öllum fært.

6:54 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Var ekki Pink Floyd tímabil hjá þér ?

8:13 e.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Meistarinn er ábyggilega ekki of ungur til að hafa gaman af góðum harmóníkuleik frekar en öðrum hljóðfæraslætti. Þetta er frekar spurning um þroska en ekki aldur.

8:19 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jú, ég átti mjög intense Pink Floyd tímabil. Það er gaman að heyra í harmonikku þegar hún fellur vel að músíkinni. En ég held að hér hafi verið átt við einleik á harmonikku.

10:59 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Uppglenningur said...

Tommy er sú eina af þessum rokkóperum sem ég get hlustað á. Tónlistin er fín þó að sagan sé rusl. Annars var Who ekki síst kraftmikið tónleikaband og á sviði naut það sín einna best, ekki síst á meðan Keith Moon var og hét.

11:01 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:48 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:01 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home