miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Já og auðvitað er Guðjón Þórðarson snillingur. Maður sem gerir KA að Íslandsmeisturum í knattspyrnu og kemur Íslandi í 37. sæti á heimslistanum hlýtur að vera snillingur.

Samt dálítið sérkennilegt að skrifa þetta. Guðjón Þórðarson er einhvern veginn ekki aktúell í augnablikinu þó að hann hafi verið það fyrir ekki löngu. Þetta virkar eins og nokkurra mánaða gömul færsla.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nú, hvert er tilefnið núna?

1:38 f.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekki neitt nema það að ég minntist lítillega á hann í síðustu færslu og þá varð mér hugsað til þess að Íslendingar komst upp í 37. sæti á heimslistanum rétt fyrir aldamótin, gerðu m.a. jafntefli við Frakka og unnu Rússa og töpuðu yfirleitt aldrei nema með eins marks mun og þá á móti mjög sterkum þjóðum.

1:43 f.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, sorrí, ég var ekki búinn að lesa síðustu færslu á undan.
En þetta er rétt þér: upp fyrir 40. sæti var magnað.

1:47 f.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já og finnst þér það ekki sérlega magnað þegar maður hugsar til þess núna? Ég held að maður geri sér miklu betur grein fyrir því hvað þetta var frábær árangur þá heldur en maður gerði á sínum tíma. Þetta var nefnilega ekki bara einn og einn leikur heldur var Ísland orðið að virkilega erfiðum andstæðingi og Laugardalsvöllurinn óþægilegur útivöllur.

1:51 f.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú. Og það er mjög stutt síðan. Að miklu leyti sömu menn í liðinu síðan.
En fallið niður listannn getur verið hátt á skömmum tíma. Maður var farinn að óttast 100. sætið.

1:57 f.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ágæt færsla og hæfir tilefninu. Notts County var að spila sinn fyrsta heimaleik í 3. deildinni ensku undir stjórn Guðjóns og sigraði þar Wrexham 1 - 0 með marki í uppbótartíma. Liðið gerði 0 - 0 jafntefli í fyrsta leik. Allt á réttri leið,, verða 0 - 0 og 1- 0 sigrar á leiktíðinni og liðið fer upp um deild

2:13 f.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Svona byrja menn á því að byggja upp árangur: á vörninni.

2:14 f.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Enda hefur hann lagt mikla áherslu á vörnina. Tvöfaldar æfingar á undirbúningstímabilinu og leikmenn hafa sagt að þeir hafi aldrei verið í jafn góðu formi. Hann er einnig með góðan markmann, reynslubolta í vörninni, unga stráka í sókninni. Þetta er ágætis lið hjá honum.

2:16 f.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Örn said...

Ágúst - er Sister Disco besta Who lag allra tíma? Fannst þér ekki þeir tveir vera andskoti flottir á Live 8? Það að taka Won´t get fooled again var gríðarlegt statement!

2:37 f.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég sá þá ekki á Live Aid, sem er til skammar. Ef einhver á upptöku þá endilega hafa samband. Mér finnst Sister Disco alveg stórkostlega skemmtilegt og gott lag en ég er ekki tilbúinn að kveða upp úr um hvert er besta Who-lagið. Ert þú tónlistarmaður?

2:39 f.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Alls ekki.

Ég er yngri en þú og er sjaldan á ferli í miðbæmunum eftir að húma tekur - en þegar svo ber undir dettur mér tvö lög í hug a)Sister Disco og b) Rock and Roll Suicide.

Ástæðan fyrir síðarnefnda laginu er eingöngu að maður vill ekki tapa sjálfum sér í þunglyndi.

2:43 f.h., ágúst 10, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:48 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home