þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Ég er að vinna nýja beinagrind að sögunni og er núna orðinn opinn fyrir því að skrifa ekki allt í réttri röð heldur bara þann kafla sem liggur best fyrir mér hverju sinni. Ég held að það gæti aukið afköstin og sköpunargleðina.

Við förum í mat til Rúnars Helga og frúar í kvöld. Ég innbyrði væntanlega eitthvert hveiti þar en læt það ekki á mig fá. Sykurinn er bannvaran, sætindin eru það sem ganga frá þessu í eitt skipti fyrir öll - en hveitið gerir það smám saman, það er meira spurning um daglegar venjur.

Við erum búin að leggja línurnar fyrir Reykjavíkurmaraþon. Tökum létta æfingu á miðvikudags- og föstudagskvöld, aðra generalprufu á sunnudaginn, létta æfingu á þriðjudagskvöld í næstu viku og síðan er hvíld fram að hlaupinu. Mikilvægast fyrir mig er að þoka vigtinni pínulítið niður. Mér gekk ágætlega með matinn í gær og gæti náð af mér 1 til 1 1/2 kíló fram að hlaupi með þessu áframhaldi.

Við höfum ekki komist upp á lag með að skokka nema 3var og í mesta lagi 4 sinnum í viku. Það er nóg til að byggja upp gott þol en í rauninni er þetta ekki mikil brennsla. Talað er um að æfa þurfi 5-6 sinnum í viku til að ná upp góðri brennslu. Ég hef enn ekki haft vilja til að finna mér aðra íþróttagrein á móti en vonandi kemur það. Þetta er bæði spurning um tíma og viljastyrk, skáldsagan og vinnan taka auðvitað sitt og það mun vaxa á næstunni.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bið innilega að heilsa Rúnari!

Svo skora ég á þig í veggtennis við tækifæri ef þú þorir (miðað við það að ég er ömurlegur í veggtennis og í töluvert verra formi en þú hlýtur þú að þora).

3:46 e.h., ágúst 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þig hefur aldrei langað að stunda hjólreiðar? Reiðhjól einsog "Væltepeter" er stórskostlegt......

3:53 e.h., ágúst 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þarf að fá mér hjól.
Eyvindur, það væri gaman að fara með þér í veggtennis en ég tapa örugglega, ég er rosalega svifaseinn. Það eina sem ég hef í augnablikinu er gott þol.

3:55 e.h., ágúst 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott, ég er einmitt líka ákaflega svifaseinn. Þetta gæti jafnvel orðið nokkuð jafnt í fyrstu tíu mínúturnar, þangað til að þolið þitt fer að segja til sín.

Stefnum að þessu!

4:08 e.h., ágúst 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ertu eitthvað í þessu núna? Og þá hvar?

4:12 e.h., ágúst 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hef ekki komist í nokkur ár, aðallega því mig hefur vantað einhvern að spila við. Spilaði svolítið við pabba gamla og þá fórum við á nokkra staði.
Ég held að Laugar bjóði upp á aðstöðu, Hreyfing sennilega líka. Og trúlega einhverjar stöðvar í viðbót. Við fórum á einhvern stað oftast sem er hættur núna. Var uppi á suðurlandsbraut. Fórum einhverntíma í veggsport, það var ekki málið.
Þannig er nú það.

5:23 e.h., ágúst 09, 2005  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home