laugardagur, ágúst 06, 2005

Ég heyrði dálítið neyðarlega sögu á "djamminu" í gær. Ungur maður sem oft heldur ljóðaupplestra hefur þann ávana að eiga í hrókasamræðum á meðan dagskránni stendur svo ekkert heyrist í skáldunum sem eru að lesa fyrir tali hans. Það er vissulega heillandi þegar mönnum liggur svona mikið á hjarta en líklega fremur óheppilegt fyrir alla hlutaðeigandi.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ætti þessi maður ekki frekar bara að fara á kaffihús? Taka kannski ljóðabók með sér? Þjónar það ekki tilgangi hans öllu betur.

5:59 e.h., ágúst 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það eru kannski fleiri atriði í heildarmyndinni.

6:06 e.h., ágúst 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er mjög mikill dónaskapur að halda uppi samræðum þegar einhver er að lesa upp. Vona að þú hafir tekið þennan ljóðadólg og fleygt honum á dyr.

7:34 e.h., ágúst 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað gerðist annað á djamminu en að þú heyrðir sögu um ungan mann sem talar upphátt þegar það er óviðeigandi? Föstudagskvöld, eitthvað hlýtur að hafa gerst!

7:44 e.h., ágúst 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það gerðist lítið, ég var ekki lengi. Ég heyrði söguna, ég keypti ljóðabók og ég borgaði bjór. Ég hitti Pál Kr. Kristinsson (Hallærisplanið, Burðargjald greitt) sem hafði fyrr um daginn ekið fram á blóðugan mann sem fallið hafði af reiðhjóli. Kom hann manninm á slysavarðsstofu. Það leit ekki einn einasta kvenmaður við mér, en ég er þó vanur að fá einhverjar augngotur og jafnvel laufléttan viðreyning. Já, þetta var fremur dauft kvöld og líkt og það snerist um aðra en mig.

7:46 e.h., ágúst 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Les konan þín bloggið? Við konur erum afar viðkvæmar og takk fyrir pistilinn i gær.

8:08 e.h., ágúst 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hún les bloggið og finnur stundum að. Þakka þér.

8:13 e.h., ágúst 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Einungis ómerkilegheitadurtar tala í nafnleysum út um allar trissur Ágúst, það áttu að vita best sjálfur. Auk þess hélt ég þú værir í bindindi frá þessu - en, sem sagt, ef þú ert að ræða um mig hér að ofan, og þá kannski mögulega stórglæsilega alþjóðlega ljóðahátíð sem ég framkvæmdastýrði nú fyrir stuttu - þá finnst mér rétt að koma því á framfæri að nýhil-uppákomur eru ekki ætlaðar til þess að sitja kyrr og halda kjafti, auk þess sem ég var á þeytispani bæði kvöldin við sviðsstjórn og skipulagningu.

Og í guðanna blessuðum bænum, ef þú hefur einhverja sérstaka þörf til að slúðra um mig, taktu þá skýrt og greinilega fram um hvern þú ert að tala, og hver sagði þér það, í stað þess að felast í einhverjum skítaskuggum. Ef fólk getur ekki staðið við orð sín, og sagt þau framan í mig án þess að blikna, þá er þeim best að halda munnum sínum lokuðum.

-EÖN

6:44 e.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eiríkur, þetta er partur af stílnum. Flestir sem þekkja til okkur vita við hvern er átt. Færslan hefði misst eitthvað ef ég hefði nafngreint þig. Og ég vissi vel að þú yrðir ekki viðkvæmur fyrir þessu. Eða hvað?

6:49 e.h., ágúst 08, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:45 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:00 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:06 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home