fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Tilgangslausar spurningar

Erla gjörsamlega stakk mig af í skokkinu áðan. Háfætti hlaupagikkurinn setti skyndilega mótorinn í gang og hvarf þéttvaxna eiginmanninum sjónum. Í kvöld velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að borða áður en við skokkuðum næst og hvað ég ætti að fá mér fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Velti því fyrir mér hvort tvær appelsínur 2 klst. fyrir hlaup myndu hjálpa. Þá datt mér skyndilega í hug þetta: Hvað ef það væru ekki til neinar appelsínur og maður væri þyrfti að hugsa: Hvernig á ég að redda mér appelsínum? Hvernig á ég að komast yfir gott kaffi? Hvar er hægt að fá tóbak og bjór? Hverjir hafa sambönd? Hvernig á ég að útvega næga mjólk handa krökkunum? Og í kjölfarið spurði ég mig: Hvaða áhrif hefur það á mann að lifa í allsnægtum? Er það þroskaheftandi?

Algengir ördálkar í blöðunum ganga út á það að hringt er í einhvern og spurt: Hvernig hefurðu það? Undantekningalaust hefur hinn aðspurði það alveg fyrirtak gott og hefur aldrei haft það betra. Hvenær kemur að því að blöðin hitta á einhvern sem hefur það skítt í augnablikinu?

27 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekki ætlarðu að hlaupa heilt maraþon? Eru það ekki heilir 42 kílómetrar? 107 kíló?

1:14 f.h., ágúst 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Neinei. Bara 10 km. Ég fór hálft maraþon árið 1991 en þá var ég 97 kg og innan við þrítugt.

1:15 f.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú eyðileggur á þér lappirnar ef þú ert á harðastökki með þessi 107 kíló. Er ekki kominn tími á að breyta um lífstíl? Til að þola það álag sem fylgir því að vera alvörurithöfundur á okkar tímum þurfa menn að aga sjálfa sig með gulrótasafa og hrökkbrauði, eins og heilagir menn til forna klæddust hrosshári og hýddu sjálfa sig með hnútasvipum. Eru það munnvatnskirtlarnir sem stjórna lífi þínu eða heilasellurnar?

1:44 f.h., ágúst 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jæja. Ert þú mikið á hlaupum?

2:00 f.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Neibb. Jóga.

3:58 f.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins illa og mér er við það, þá held ég að ég verði samt að segja það: Er nokkuð ráð annað en að loka bara alveg á kommentin? Ekki veit ég hvað þessi fífl (þetta fífl?) fá útúr þessu helvítis kjaftæði og leiðindum, en mikið hljóta þeir að eiga bágt. Það er samt óþarfi að láta aumingjagæskuna ganga svo langt að þeir (aumingjarnir semsagt) fái að eyðileggja annars ágæta síðu, fjandakornið. "Heldurðu að þú sért eitthvað"-syndrómið, sem löngum hefur plagað landann, gengur algjörlega útí öfgar hérna, þar sem einhverjir angurgapar úti í bæ vaða uppi,illa þjakaðir af þessu þjóðarmeini, og þar að auki svo takmarkaðir að þeir þekkja ekki fyrirbærið sjálfsíróníu þótt hún blasi við hverjum þeim sem les þín skrif á þessari síðu. Maður hlýtur að spyrja sig í hvaða sálarkreppu þeir eiga, blessaðir vesalingarnir, að vera stöðugt að djöflast inn á þessa síðu, ef þeim finnst þú svona ömurlegur. Þetta er svona eins og að fara aftur og aftur á sömu bíómyndina, til þess eins að bölsótast yfir því hvað hún er nú léleg þegar út er komið. Makalaust helvítis rugl. Eins og bloggari dauðans orðar það (sirkabát), þá er kannski orðið tímabært að hætta að bjóða upp á "sérstaka aðstöðu fyrir alla geðveika stalkara Íslands til að rúnka sér á".

4:26 f.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sum bloggkerfi bjóða upp á læst komment. Þannig að einungus þeir sem framvísað geta lykilorði eigi rétt á ummælum. Það er djöfulli skítt, en er þetta ekki eitthvað til að velta fyrir sér? Fólk hættir ekkert bara að vera fífl. Þessvegna er það fífl.

Djöfull vona ég að DV hringi í mig bráðum og spyrji hvernig ég hafi það. Þá ætla ég að segja að ég sé með rakvélarblaðið á púlsinum og hafi bara sjaldan liðið verr.
Nei annars, þá slá þeir því upp. Veit ekki hvað konan mín myndi segja.

9:17 f.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Bloggid hja Gusta er storskemmtilegt og fint ad hafa thetta opid fyrir alla,håa sem låga.

10:09 f.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Fólk getur staðnað í síðbernsku alla ævi ef það reykir mikið hass upp úr kynþroskaskeiði. Þessi endurtekningasama hringhugsun samfara sjálfsupphafningu er dæmigerð fyrir slíka aðila.

11:43 f.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hnén á þér yrðu ábyggilega mjög fegin því ef þú kynntir þér jóga.
Sjálfsagi er undirstaða andlegrar vellíðanar sem er undirstaða efnislegs árangurs.

11:45 f.h., ágúst 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, Tóta, það var þá.

12:15 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar fólk agnúast út í orðanotkun, mína eða annarra. Ég hef aldrei skilið þessa hræðslu fólks við orð. Skiptir einhverju máli hvort maður segir helvítis eða bévítans ef merkingin er sú sama? Er það ekki frekar það sem býr að baki orðunum sem fólk ætti að óttast. Helvítis er bara orð, notað til áherslu í mismunandi merkingum. Notkun orðsins í setningunni „Ágúst er helvítis meistari“ hefur ALLT aðra merkingu en í „Ágúst er helvítis fífl“. Ekki satt? Þó sama orðið.
ps.
Ég átta mig á því að þetta var grín. Það er mikið til í því að fátt sé hlægilegra en fólk sem tekur sjálft sig og lífið og alvarlega. Mögulega fólk sem tekur Ágúst Borgþór of alvarlega.
Fólk sem tekur eitthvað sem ég segi alvarlega er náttúrulega sjálft alvarlega lasið.

12:26 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Úr því að þú ritskoðar þessa síðu væri kannski ekki úr vegi að þú athugaðir "Tuma" sem endar hugvekju sína á: ""...sérstaka aðstöðu fyrir alla geðveika stalkara Íslands til að rúnka sér á".
Svona orðbragð er engum til ánægju nema Tuma. Þar að auki er það kennt þegar í grunnskóla að rita breiðan sérhljóða á undan nk.

12:26 e.h., ágúst 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég ritskoða síðuna ekki út frá dónalegum orðum eða einstökum athugasemdum. Það var líka aldrei ætlunin að ritskoða eitt né neitt hérna. Ég byrjaði að gera þetta til að hamla eineltiskenndum og áráttukenndum frá sama fólkinu. Það er ekki skemmtilegt að geta ekki sett link um grein eftir sögurnar mínar án þess að fá runu af hæðnisglósum fyrir vikið. - Og Tumi verður aldrei ritskoðaður hérna.

12:36 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins og ég segi - hugarfar er miklu alvarlegra en orð geta nokkru sinni verið. Ef ég kalla vin minn fávita í gríni tekur hann það ekki alvarlega. Hins vegar gæti sama orð sært aðra mjög mikið - því merkingin væri önnur.

12:43 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir venjulegt fólk hafa orð ákveðna merkingu. Maður sem blótar mikið hefur svipaða stöðu í augum venjulegs fólks og einhver sem sem heldur að það sé kúl að kúka í buxurnar. Eyvindur mætti taka til athugunar að siðmenntað fólk gætir líka almenns hreinlætis í orðavali.

2:22 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hefur venjulegt fólk sömu sýn á fólk sem blótar og fólk sem kúkar í buxurnar? Í hvaða heimi?
Ég veit að fólk leggur mikla merkingu í orð, það er það sem ég er að tala um. Það er svo mikil rökleysa því ég get sagt andskotinn án þess að það merki ekki neitt, svo segir Gugga gamla í næsta húsi bévítans en leggur kannski mun meiri og verri merkingu í það.
Ég segi hóra og meina ekkert með því. Þú segir gála og meinar illt með því. Hvort særir meira?

3:13 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæri Eyvindur. Fyrr eða síðar munt þú komast að því að orð hafa merkingu og vægi. Orðnotkun þín hlýtur að endurspegla að raunveruleikaskyn þitt er ekki ósvipað og hjá litlu barni.
Maður getur heyrt hvað þú lætur út úr þér eða lesið það sem þú skrifar, en það er útilokað að sjá inn í höfuðið á þér til að aðgæta hvaða merkingu þú heldur að þú getir gefið orðunum hverju sinni.
Það væri þroskamerki ef þú tækir þetta til alvarlegrar íhugunar, því að hugsanlega ertu ekki jafnmikill kjáni og orð þín virðast benda til.

3:18 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæri nafnlaus.
Ég geri mér grein fyrir því að orð hafa merkingu. Sérstaklega orð sem notuð eru til að lýsa fólki. Þau geta oft verið ansi þrungin merkingu og jafnan ansi særandi.
Þetta á hins vegar ekki við um merkingarlaus orð eins og andskoti, helvíti, djöfull o.s.frv. Þetta eru orð sem hljóta ALLA merkingu sína af samhengi. Og ef þú heldur að fólk geti ekki lesið samhengi út úr hlutunum án þess að sjá inn í hausinn á þeim sem mælir/ritar ertu töluvert meiri kjáni en ég.
(Kjáni: merkingarbært orð sem gæti sært fólk)

3:37 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kæri Eyvindur.
Þú virðist halda að orð eins andskoti og djöfull séu nokkurs konar greinarmerki eða upphrópanir í daglegu máli. Það má til sanns vegar færa ef þú kýst að sækja fyrirmynd þína um málnotkun til lágstéttarfólks í enskumælandi löndum sem skýtur orðinu "fucking" inn í hverja málsgrein - af því að það er málvenja í umhverfinu. Slíkt fólk er því auðþekkjanlegt af málfari sínu, af því að það hefur farið á mis við menntun og veit ekki betur.
Reyndar er líka til svokallað menntafólk sem temur sér óheflað málfar - en þá erum við komin aftur að þeirri tegund manna sem heldur að það sé kúl að kúka í buxurnar.

3:54 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi umræða snýst bara ekki um það hvert ég sæki mínar fyrirmyndir, heldur merkingu blótsyrða. Þú ert þú í raun að samsinna mér og því höfum við ekkert frekar að ræða. Mín orðanotkun kemur þér bara nákvæmlega ekkert við. Ég skal hlusta á þig ef þú telur að ég hafi notað einhver orð gagnvart þér eða öðrum sem eru beinlínis særandi, en eins og þú segir eru blótsyrði upphrópanir (kannski ekki greinamerki), þau eru notuð til áherslna, einskis annars. Svo fer það eftir samhengi hvort þau eru notið í jákvæðum eða neikvæðum tilgangi. Myndi það móðga þig ef einhver segði að þú værir helvíti skemmtileg(ur)? Ég veit að ég myndi móðgast jafn mikið ef einhver segði að ég væri déskotans fífl eins og ef hann/hún segði að ég væri andskotans fífl.

Þetta er það sem við erum að tala um. Haltu tali þínu um kúk og menntun utan við þetta.

4:04 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eyvindur minn. Færðu oft svona reiðiköst?

4:39 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er pollrólegur, Eyviiii. Þú hefur greinilega ekki séð mig reiðan.
Ég stefni á uppistand á einhverju öldurhúsa bæjarins á næstunni. Þar geturðu séð mig reiðan.

4:59 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er aldrei að vita nema ég mæti. Ég er oft með hnyttin framíköll. Einkum þegar ég er í glasi. Það gerir uppistandið meira spennandi.

5:36 e.h., ágúst 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Og mig reiðari.

6:56 e.h., ágúst 04, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:54 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:06 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home