þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Tvö úrlausnarefni

1. Ég er að fá útborgað og mig langar í jakkaföt en ég mér dettur ekkert í hug til að réttlæta þau kaup fyrir Erlu. Ekki nema að ég rambi inn á útsölu. Ólíklegt er að ég finni nokkuð í minni stærð á útsölu.

2. Að sýna en ekki segja frá er bæði góður og oftast nauðsynlegur vegvísir í smásagnagerð. En hversu mikið á það að gilda þegar um skáldsögu er að ræða? Þetta er að angra mig við skrifin núna. Ég er mikið að segja frá en minna að sýna.

Mikið væri gott ef sumum persónu lærðist að skilja að bloggsíða rithöfundar er ætluð lesendum hans og vinum en ekki óvinum og þeim sem þola hann ekki. Þeir eiga að vera úti, snúa sér eitthvað annað, þegja.

18 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Internetið er anarkí. Það ættu starfsmenn í auglýsingabransanum og tómstundarithöfundar að vita. Ef maður ætlar í sund með vinum sínum þá verður maður að fara í einkasundlaug ef maður vill ekki eiga á hættu að rekast á ókunnugt fólk og jafnvel furðufiska.

2:08 f.h., ágúst 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég sé ekkert anarkí í því að sami nördin ofsæki sama bloggarann með sömu athugasemdunum æ ofan í æ. Það er bara dónaskapur og einelti.

2:09 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Látið Ágúst í friði. Okkur hin langar til að tala um bókmenntir. Mér finnst þetta athyglisverð spurning með hvað mikið rithöfundar eigi að segja frá, og hvað mikið þeir eigi að sýna.
Þetta er nokkuð sem flestar konur hafa hugsað um þótt þær séu ekki rithöfundar.

2:14 f.h., ágúst 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held að þetta sé einhver mesta dyggð ritlistarinnar: að sýna það, ekki segja frá því. Afhjúpa. En hafið þið lesið Intimacy eftir Hanif Kureishi? Náin kynni, kom út hjá Bjarti fyrir nokkrum árum. Ekki ósvipað efni í þeirri sögu og ég er að glíma við, en frásögnin er algjörlega opin og hlaðin hugleiðingum.

2:17 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Samanber Íslendingasögurnar!

2:50 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey, ef þú værir ekki búinn að yfirgefa okkur á Rithringnum, þá hefðir þú séð upphaf á umræðu um einmitt þetta - hvenær sé réttlætanlegt að segja en ekki sýna. ;)

Hér er í öllu falli hlekkur á grein úr Poets & Writers þar sem er tæpt (að vísu mjög lauslega) á málinu.
http://proquest.umi.com/pqdweb?index=13&did=861119021&SrchMode=3&sid=1&Fmt=6&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=309&VName=PQD&TS=1122648109&clientId=58032

Það getur nefnilega orðið algjör plága þegar fólk sýnir alveg fram í rauðan dauðann. J.K. Rowling var t.d. að verja það í viðtali um daginn (jájá, ég veit að hún er ekki eitt af ídolunum okkar!) að þarsíðasta bókin hennar var svona 300 síðum of löng. Þetta skýrði hún með því að söguþráðurinn hefði krafist þess að aðalpersónan ferðaðist mikið milli staða, og óhjákvæmilega hefðu ómældar margar blaðsíður í það! Þetta er náttúrulega bara vitleysa.

Besides - flestar þær setningar sem lifa með lesendum í formi málshátta og tilvitnana eru dæmi um það sem er sagt fremur en sýnt. "Eigi leyna augu ef ann kona manni.", "Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima", "It is a truth universally acknowledged, that a single man in possession of a good fortune, must be in want of a wife." osfr.

3:09 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er bara stríðni í stráknum, Ágúst. Enginn illkvitni eða ofsóknir. Nú hagarðu þér eins og dramadrottning.

7:50 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

"Ég er að fá útborgað og mig langar í jakkaföt en ég mér dettur ekkert í hug til að réttlæta þau kaup fyrir Erlu. Ekki nema að ég rambi inn á útsölu. Ólíklegt er að ég finni nokkuð í minni stærð á útsölu."

Kannski best að bíða og láta Þyngdina hjá þér komast í nátturlegt jafnvægi.

9:34 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert mál ad rettlæta kaupin. Þið fagnið stóra áfanganum Þegar Þyngdin er komin undir 100 Kg. Tveggja stafa tala ! Láttu klæðskera sníða og sauma
fötin á Þig.

10:43 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

flestar bloggsíður leyfa stillingu þar sem maður þarf að samþykkja hvert komment áður en það birtist. Má reyna það ef fólk gerir þér lífið mjög leitt.

11:12 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að það fari ekki sérstaklega vel á því að spyrja svona spurninga á meðan verkið er enn í smíðum, Ágúst. Láttu þetta koma eins og það vill koma og spáðu svo í það við yfirlestur hvort þú viljir sýna meira eða ekki. Ég skrifa sjálfur mjög innhverfan stíl, en reyni samt að sýna eins mikið og ég get. Eðli málsins samkvæmt enda ég þó á því að segja nokkuð mikið, en mér finnst það ekki skipta öllu máli, sé stíllinn góður...

En það er bara ég.

11:15 f.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eitt enn:
Ofstækisfullu bloggnördar: Fáið ykkur líf.

11:16 f.h., ágúst 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hér eru margir góðir punktar.

Ég hef ekkert lést í meira en mánuð. Þannig að gott var að vera minntur á það átak. Ég hef þó ekkert sprungið en þarf að bæta við nýjum prinsippum.

Puntkurinn hjá Eyvindi er góður. Láta þetta ráðast og hafa stílinn umfram allt góðan.

Það er ekki alveg rétt, Lalage, að ég hafi yfirgefið Rithringinn, einhvern veginn hefur þetta minnkað hjá mér og margt gott farið framhjá mér. Takk fyrir linkinn.

12:28 e.h., ágúst 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Frá mínum sjónarhóli séð (sem ég er ekki að segja að sé eini sjónarhóllinn í landslaginu) á þessi regla fyrst og fremst við um atburði eða atvik í lífi sögupersóna. Á að sýna þau eða segja frá þeim?

Dæmi um atvik: Söguhetjan röltir upp á Esjuna einn góðvirðisdaginn ásamt vinnufélögunum. Þegar upp er komið fetar hann sig fram á bjargbrún til að njóta útsýnisins. Viti menn, leiðinlegasti maðurinn í fyrirtækinu birtist við hlið hans með háðsglósur á vör. En svo skiptir það engum togum, manninum skrikar fótur og söguhetjan sér hann falla 200 metra niður í urð og grjót. Vinnufélagarnir þjóta á vettvang og eiginkona mannsins, æpandi og í taugalosti, heldur því fram að hún hafi séð söguhetjuna hrinda manninum fram af.

Á að sýna þetta eða segja frá?

Ef þetta er sýnt (og þetta held ég að eigi að vera aðaldyggðin við 'sýna en ekki segja' regluna) þá stendur lesandinn jafnfætis söguhetjunni, 'upplifir' atburðina um leið og hún. Frásögnin hefur yfir sér hlutleysisblæ og lesandanum gefst tóm til að túlka atburðina sjálfur og draga sínar eigin ályktanir, hvað svo sem síðar verður.

Ef það er sagt frá, í stað þess að sýna, þá er yfirleitt um það að ræða að lesandinn fregnar af atburðum annarri hendi. Þá erum við í rauninni að tala um huglæga frásögn.

Til dæmis ef atvikið væri ekki sýnt heldur færi söguhetjan í heimsókn til afabróður síns og segði honum alla sólarsöguna. Sú frásögn væri óhjákvæmilega mjög lituð túlkun söguhetjunnar á atburðum.

Ellegar þá að greint væri frá hugleiðingum söguhetjunnar þar sem hann situr og bíður eftir að vera tekinn í yfirheyrslu. Sú frásögn myndi í öllum aðalatriðum snúast um hugarástand persónunnar, bollaleggingar hennar um það hvað gerðist eiginlega, minningar um leiðindagaurinn sem hrapaði, áhyggjur af framhaldinu o.s.frv.

Sú árátta að vera sífellt að lýsa hlutunum (þ.e. ytra byrði hlutanna) hefur lítið með þessa 'sýna en ekki segja' reglu að gera að mínu mati.

Afþreyingar- eða alþýðubókmenntir eru oft gagnrýndar fyrir gengdarlausar lýsingar á hlutunum, híbýlum, innanstokksmunum, útliti persóna og framkomu, mat, matargerð og hvaðeina. Og þetta óþolandi fyrirbrigði þar sem ofurhversdagslegum athöfnum persóna er lýst alveg út í hörgul af engri sérstakri ástæðu. Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella eru þessar lýsingar allar óáhugaverðar, ófrumlegar, deyfandi og gegnsósa af klisjum.

Það hlýtur að vera stór markaður fyrir lýsingar á fánýtum og merkingarlausum hlutum og athöfnum vegna þess að þetta er svo yfirgengilega ofnotað trix í hinum svokölluðu alþýðubókmenntum. Ég held að markaðurinn sé fyrst og fremst fólk sem er á geðdeyfðarlyfjum. Ég held semsagt að það hljóti að vera eitthverskonar fylgni milli lyfsölu og bóksölu.

En semsagt: Ég lít þannig á að reglan 'sýna en ekki segja' snúist ekki um það að lýsa HLUTUM heldur sýna ATBURÐI sögunnar (fremur en segja frá þeim).

- Sólbráð

2:40 e.h., ágúst 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þakka góðar hugleiðingar

3:19 e.h., ágúst 02, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:54 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:01 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home