laugardagur, ágúst 06, 2005

Stúlka ein hér í borg er sannfærð um að enginn geti skrifað, enginn geti verið myndarlegur og enginn geti verið fyndinn nema nokkrir nánustu vinir hennar. Allt sem vinirnir gera er betra en allt sem aðrir gera, algjörlega að óathuguðu máli.

20 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég kannast við hana. Tóta pönk.

8:12 e.h., ágúst 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ert þú Tóta pönk eða heldurðu að hún sé Tóta pönk?

8:14 e.h., ágúst 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já.

8:15 e.h., ágúst 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvort?

8:16 e.h., ágúst 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Neinei, þetta er klárlega EÖN ;)

(Ég fæ samt alltaf dálítið samviskubit þegar ég kvennkenni karlmenn þeim til niðurlægingar. Ekki mikið girl power í því - en stundum stenst maður það ekki)

12:14 f.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahaha. You made my day. Biturð þinni eru engin takmörk sett. Takk fyrir bjórinn.

1:56 f.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú að vissu leyti jákvætt að vera vinur vina sinna.
Þótt blindni sem þessi sé kannski ekki beinlínis til eftirbreytni.

2:03 f.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég get svo sem hugsað mér verri syndir en barnaskap. Ég vona bara að þetta festist ekki við hana.

2:44 f.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég sá ekki kommentið þitt, Hildur. Það þýðir ekkert fyrir þig að snúa þessu upp í einhverja biturð af minni hálfu, þó að það séu svo sem skiljanleg viðbrögð. En ég hef skynjað sífellt sterkar þessa tilhneigingu í fari þínu og er ábyggilega ekki einn um það.

6:44 e.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahahahaha. Frábært.

10:12 e.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og no hard feelings og annar bjór við tækifæri.

12:35 f.h., ágúst 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Aha. Þokkó. Aldrei að vita nema ég kaupi næsta. Og reyni að lenda ekki í herfilega sársaukafullum drykkjuleik áður en ég fer á barinn.

Segðu mér annars hvað þér finnst um KEA málið Ágúst. Ertu að spá í að sniðganga vörur frá KEA? Hætta að versla í Nettó?

Það sem er þó kannski skemmtilegast af þessu öllu er að þú skulir beita ,,stílbragði" í færslu sem augljóslega fjallar um einn umræddra vina minna (þ.e. þeirra sem eru myndarlegir, fyndnir og hæfileikaríkir), hljóta skammir í hattinn fyrir að vera með skítkast út í nafnlaust fólk og beita svo nákvæmlega sama ,,stílbragði" á mig.

Annars var ég að enda við að lesa síðuna ansi langt aftur í tímann og sá að einhver kallaði mig Hannes Hólmstein. Það þykir mér helvíti flott. Að lokum vil ég nota tækifærið og bjóða eyvaaaa margvelkominn inn á síðuna mína (og jafnvel síður fallegu, fyndnu og hæfileikaríku vina minna í leiðinni).

2:05 f.h., ágúst 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Varðandi KEA-málið þá kommentaði ég á það á síðunni þinni. Mér þykir það alveg hörmulegt að menn með 1 eða 2 milljónir á mánuði í laun geti verið því sem næst á fullum launum heima hjá börnum sínum. Það bara gengur hreinlega ekki upp og auðvitað reyna fyrirtæki að komast hjá því. Helstu stuðningsmenn þess að ofurlaunamenn taki slík fæðingarorlof er vinstri sinnað fólk eins og þú. En þú passar þig auðvitað alltaf á því að hafa hárréttu skoðanirnar á öllum hlutum og myndir því aldrei láta svona political-uncorrect vitleysu út úr þér eins og ég var að gera.

Ég hef ekkert um þennan Eyvvaaaaa sð segja nema það að viljirðu heiðra slíkan vesaling á minn kostnað þá verði þér að góðu. Aldrei myndi hvarfla að mér að setja þig eða vini þína ágæta í flokk með einhverjum nafnlausum klikkhausum sem vaða uppi með skemmdarverk á vefsíðum.

2:13 f.h., ágúst 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég játa það reyndar að ég hef ekki lesið öll kommentin frá honum sem hefur verið eytt. En hef jafnframt skemmt mér prýðilega yfir sumum þeirra sem fengu að standa. Varðandi launaþakið er ég líka búin að svara því á Borunni, það er til, stendur í réttum sexhundruðþúsundum.

2:32 f.h., ágúst 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þá er þetta allt annað mál. Ef þakið er til þá eru lög lög og óþolandi að fyrirtæki reyni að fara á svig við þau.

Ef Eyviii hefði sótt á þig með sama fjandskapnum og sömu endurtekningunum, snúið út úr öllu sem þú bloggaðir og fokkað upp öllum umræðum á kommentakerfinu þínu þá hefðirðu örugglega ekki orðið ánægð, þú hefðir aldrei hrósað útvarpspistlum eftir hann og aldrei talið hann komast með tærnar þar sem vinir þínir hafa hælana.

2:46 f.h., ágúst 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Bíddu hægur, er Eyvi með útvarpspistla?

3:19 e.h., ágúst 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Æi nei, þetta var stílbragð og smá lókalhúmor með Hildi.

3:31 e.h., ágúst 09, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar er Eyviii ? Hver er Eyviii ?

5:20 e.h., ágúst 09, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekki spyrja. Við skulum ekki tala um hann.

5:23 e.h., ágúst 09, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:00 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home