miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Erla lætur kné fylgja kviði og amast við 340 kr. kaffibolla í dag. Og þennan mánuð er ég auðmjúkur og sleppi því bollanum á morgun. Því rétt eins og ég hef mínar flottræfilsástæður fyrir að flotta mig þá á ég alveg að geta tekið mig til og eytt ekki krónu í einhvern tíma, þegar á þarf að halda. Og þannig ætla ég að hafa þetta á næstunni. Nærast á því sem keypt er í Bónus og drekka kaffið í vinnunni. Satt að segja er þetta bara holl tilbreyting.

Þannig að sparsemi er dyggð að þessu sinni.

Ég huga að fleiri dyggðum og úrbótum. Til dæmis er óþarfi að loka algjörlega á vini sína og láta eins og þeir séu ekki til, bara af því maður er upptekinn eða þá að maður hefur kynnst nýju fólki. Líklega er þetta algengt togstreituefni meðal ungmenna. Þetta er sérstaklega ósanngjarnt þegar um er að ræða vini sem eru alls ekki uppáþrengjandi, senda jafnvel bara eitt og eitt meil og vilja halda smá kontakti. - Ég veit samt ekki hvenær ég fer að taka til í þessum málum.

22 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

fékkstu ekki ábót á kaffið?

6:00 e.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, þetta var ekki þannig kaffi heldur Latte á Segafredo.

6:01 e.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kostar kaffi 340 kr á Íslandi? Einn latte?

8:48 e.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Færðu ekki bokasafnspeninga ?

9:33 e.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er kaffi eins og það gerist best og dýrast.

Ég fæ bókasafnspeninga.

Jasmín, þú ert rödd heilbrigðrar skynsemi en stundum finnst mér gaman að vera örlítið til hliðar við skynsemina eins og öll þessi færslan um matarboðið ber með sér.

10:37 e.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

eina kaffið sem kemst nærri því að vera 340 króna virði pr. bolla er illy's - ekki segafredo-sullið. það er kaffi fyrir meistara.
annars er gaman að heyra að meistarinn skuli vera farinn að spara. það er ekki merki um fátækt heldur heilbrigða skynsemi.

11:05 e.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir mér ertu rödd einlægni og heilbrigðrar skynsemi. Þess vegna skil ég ekki þessa dýrkun á einhverjum leiðindum. Mér finnst hið daglega líf nægilega erfitt, þótt leiðindi þurfi ekki að sliga menninguna líka.

11:07 e.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Fyrir mér er það ákveðinn húmor að tala stundum svona. Jafnvel þó að enginn hlæi.

11:11 e.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það væri annars gaman að vita eitthvað meira um þig, Jasmin. En það stendur líklega ekki til boða.

11:11 e.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er bara venjuleg manneskja, meira en 29 ára. Eitt barn, eitt afstaðið hjónaband. Mér finnst meira gaman að lesa en horfa á sjónvarp. Já, ekkert sérstakt. Svo hefur mér oft verið sagt að ég sé heimsk af því ég er ljóshærð. En ég er of heimsk til að sjá samhengið.

11:23 e.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú ert ekki heimsk og veist það. Þetta voru ágætar upplýsingar en er ekker til um þig á netinu. Engin heimasíða eða neitt svoleiðis?

11:29 e.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Neibb. Það geta ekki allir skrifað. Einhverjir verða líka að lesa.
P.S. Takk fyrir að segja að ég sé ekki heimsk. Mér finnst ég passlega greind.

11:34 e.h., ágúst 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú kannt að skrifa. Þú skrifar hér.

11:45 e.h., ágúst 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sendibréfsfær. Til að "skrifa" þarf maður víst að kunna meira eins og þú veist.

1:08 f.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekki til að blogga. Og jafnvel ekki fyrir greinaskrif. En það er mjög erfitt að skrifa smásögur og skáldsögur. - Þú ert ágætlega ritfær miðað við það litla sem þú skrifar hér.

1:17 f.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ágætt að skrifa á internetið. Mér finnst það eins og skrifa í snjó eða fjörusand.
Góða nótt.

1:43 f.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta var vel skrifað. Frumleg hugsun, einföld framsetning.
Góða nótt.

1:52 f.h., ágúst 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hélt að karlmenn skrifuðu bara í snjóinn.

7:31 e.h., ágúst 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Djöfull var ég lengi að fatta þennan brandara.

2:36 f.h., ágúst 12, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:48 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:01 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home