Erla jók á neyð okkar í gær. Í morgun uppgötvaði ég að hún hefði greitt fyrir vörurnar í Bónus og reiðhjólið með reiðufé - af gömlum vana. Brátt verður síðasta krónan uppurin. Ekki laust við að mér finnist ég yngjast upp við þetta, enda hef ég orðið málkunnugur bláfátæku ungu fólki á síðustu misserum auk þess að hafa verið fátækur á unga aldri.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
25 Comments:
Hvaða fátæka unga fólk er það?
Það er auðvelt að fá yfirdrátt hjá bönkunum
Yfirdrátt, nei takk. Fyrr legg ég mér skordýr til munns.
Eins og þeir gera gjarnan í Fear Factor...
Þú ert ekki vitund fátækur. Varstu ekki að kaupa reiðhjól í gær?
Svo þarftu að útskýra þetta sem þú sagðir í gær að kapítalisminn hefði alls staðar útrýmt fátækt. Ég hélt það væru sósíaldemókratar á Norðurlöndum sem hefðu komist næst því að útrýma fátækt. Og sárast væri að vera fátækur í Bandaríkjunum þar sem búa saman forríkir og fátækir. En það er kannski vitleysa.
Hvort hefur dregið meira úr fátækt, kommúnismi eða kapítalismi? Hvert er helsta einkennið á öllum kommúnistaríkjum sögunnar, fyrir utan kúgunina og ofbeldið: Fátækt. Er ekki nokkuð ljóst að við lifum í kapítalísku samfélagi og það hefur aldrei verið kapítalískara? Hvernig var ástandið hérna áður? Kratismi og verkalýðsbarátta færðu alþýðu manna dýrmæt réttindi en skapa í sjálfu sér engin verðmæti, allra síst í dag.
Nei, Guði sé lof. Við búum ekki í kapítalísku samfélagi heldur sósíaldemókratísku. Mestu velferðarríki heims, Norðurlöndin, Þýskaland, Holland, Belgía, öll þessi ríki eru mótuð af manneskjulegum viðhorfum og samhjálp. Í kapítalískum löndum geta fátæklingar étið það sem úti frýs. Ég trúi því ekki að þú teljir það eftirsóknarvert. Ég held frekar að þú sért ekki alveg klár á því hvað það er að vera kapítalisti og haldir að það sé eitthvað svipað og eiga pening.
Ef við lifum ekki í kapítalísku samfélagi þá er slíkt samfélag varla til á jörðinni, nema hugsanlega í Bandaríkjunum. Gerirðu þér ekki grein fyrir viðskiptafrelsinu sem ríkir hér og hvað það hefur gjörsamlega þúsundfaldast á síðustu áratugum? Hvað er það annað en kapitalismi? Hvað er kapitalismi í þínum huga? Ef þú skilgreinir hann sem samfélag þar sem fámenn yfirstétt er rík en allir aðrir bláfátækir (eins og má lesa á milli línanna að þú gerir) þá hefurðu snúið hlutunum á haus: því það er lýsingin á kommúnísku samfélagi í raun.
Það skiptir ekki máli hvað kapítalismi er í mínum huga. Þetta er ákveðið hugtak með ákveðna skilgreiningu burtséð frá því hvernig einstakir aðilar halda að megi nota orðið í daglegu máli.
Ég held að kapítalismi hafi ýmislegt sér til ágætis, en óheftur kapítalismi sé eins og óblandaður spíritus.
En ég er nú bara hagfræðingur.
Eyddirðu kommentinu mínu frá því fyrr í dag?
Það ríkir vísir að kapítalisma á Íslandi, en hann er langt frá því að vera allsráðandi. Velferðarkerfið er enn nokkuð sterkt, þrátt fyrir tilraunir foringja landsins til að veikja það. Vissulega er viðskiptafrelsi á Íslandi, en það er líka viðskiptafrelsi í Kína, þótt það sé minna en hér.
Ég eyddi spaminu. Þegar ég var búinn að því var sjálfsagt að eyða kommenti á spamið enda er það fremu tilgangslaust eitt og sér. Ég ætla að halda þessu dálítið vitrænu og hreinu hér á næstunni.
Sá einn er ríkur sem er sáttur
með það sem hann á.
Ah...
Það var reyndar meira í þessu... Bara gott að vita að þú varst ekki að eyða þessu út af því...
Ég hef ekki eytt neinu frá því af mér hefur mislíkað það sem slíkt.
Gott að heyra.
Krossbrá þarna um stund.
Þú athugar væntanlega að svo er kapítalismanum fyrir að þakka að þú skulir hafa vinnu, en sósíalismanum er það að þakka að þú skulir fá þokkalega borgað fyrir hana.
Hver segir að ég fái þokkalega borgað? Það er nú matsatriði. Og hefur örugglega ekkert með sósíalisma að gera heldur framboð og eftirspurn á vinnumarkaði - kapitalisma. Hins vegar er það líklega sósíalismanum að þakka að börnin mín ganga frítt í skóla og við fáum öll nokkurn veginn fría heilsugæslu - og það að kenna að ég borga allt of háa skatta.
Þessir allt of háu skattar eru það sem borgar skólavist barnanna þinna og heilsugæslunna. Þótt kapítalistavinir þínir séu reyndar alltaf að reyna að seilast meira og meira beint í buddur þeirra sem nýta heilbrigðisþjónustuna. Sósíaldemókratían er það sem gerir það að verkum að þú, ég, Jón Ásgeir og einstætt foreldri á örorkubótum getum öll labbað inn á spítala og fengið (vonandi) einhverja bót meina okkar, en ekki bara Jón Ásgeir, og svo kannski við tveir ef við erum tilbúnir að selja íbúðina og nýja hjólið til að standa undir aðgerðinni/meðferðinni sem við - nú eða börnin okkar - þurfum vonandi aldrei á að halda.
Annars er þetta ekkert flókið, og ég skil eiginlega ekki hvað þú ert að básúna þennan kapítalisma þinn sem einhverja allra meina bót þegar löngu liggur ljóst fyrir að við hér, rétt eins og frændur okkar Danir, Svíar, Norðmenn, Finnar o.s.frv., að ekki sé minnst á góðvini þína Þjóðverja og reyndar flesta NV-Evrópubúa, búum ekki við neitt sem líkist óheftum kapítalisma, sem betur fer. Þetta er bara eitthvað í nösunum á þér, held ég, frekar en heilanum, þú veist það alveg jafnvel og við hin að við búum í því sem gjarnan er (til einföldunar) kallað blandað hagkerfi, þar sem hugmyndir sósíalismans og sósíaldemókratíunnar (og í guðanna bænum hættu að gera þig hlægilegan með því að eltast við þessa gömlu komma-brandara og klisjur endalaust, hver er að tala um kommúnisma hér?) og markaðshyggjunnar spila (misvel) saman, svo úr verður tiltölulega sanngjarnt og notalegt samfélag, þar sem við deilum ábyrgð á ákveðnum hlutum og kostnaðinum við þá, en fáum jafnframt að njóta ávaxta erfiðis okkar og hæfileika.
Kapítalisminn er ekki KR, það er algjör óþarfi að halda með honum sama hvað á gengur, og sjálfstæðisflokkurinn, hvað sem annars má um hann segja, er langt í frá einhver hreinræktaður kapítalistaflokkur, heldur löngu orðinn að sósíaldemókrataflokki undir heldur meiri markaðshyggjuáhrifum en hinir velferðarflokkarnir - það þarf að fara út í Le Pen, ítölsku kommana, þýsku nýnasistana og eitthvað álíka ókræsilegt gums áður en maður finnur flokk í V-Evrópu sem ekki er sósíaldemókratískur í grunninn, eins og glögglega má lesa úr stefnuskrám flestra þeirra. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins íslenska er ágætis dæmi um þetta. Ungliðarnir flokknum og hinn síungi HHG halda uppi merkjum frjálshyggjunnar, en um leið og menn komast til vits og ára (ekki bara ára, semsagt) rennur upp fyrir þeim að þjóðfélag sem byggir á óheftum kapítalisma, þar sem samhjálpin, samábyrgðin og þar af leiðandi sameiginlegir sjóðir (semsagt skattarnir alltof háu) eru látin lönd og leið, er ekkert þjóðfélag, heldur frumskógur, og við vitum öll hvaða lögmál gilda þar.
Það er kjánalegt að halda því fram að kapítalisminn einn og sér sé allra meina bót, rétt eins og það er kjánalegt að halda því fram að hann sé helsta böl hinna vinnandi stétta.
Það er alveg klárlega ekki kapítalismanum að þakka að kjör almenns launafólks á Íslandi(semsagt þín kjör og mín, meðal annarra) og annars staðar í V-Evrópu hafa batnað svo mjög á undanförnum áratugum sem raun ber vitni, heldur mun frekar þrotlausri og oft blóðugri baráttu verkalýðsforystu liðinnar aldar. Þetta vill gleymast giska fljótt í velmegunarstandi nútímans, þegar fólk virðist halda að þetta hafi alltsaman bara gerst af sjálfu sér, sé sjálfsagt, eða jafnvel - ef marka má suma - af því að hinir ríku kjósa að hækka laun verkalýðsins af einskærri gjafmildi og gæsku hjarta síns.
Nei, auðvitað er þetta samspil - velferðarkerfið er nauðsynlegt, en kapítalisminn, svo lengi sem hann fær ekki að ráða förinni einn og óbeislaður, hvetur vissulega marga til dáða, gróðavonin lokkar og laðar, og fyrir vikið verður meira til skiptanna - svo fremi sem menn eru reiðubúnir (eða tilneyddir) að deila gróðanum með hinum sem minna mega sín, en þó ætíð innan skynsamlegra marka...
Svona bítur þetta hvort í skottið á öðru, kapítalisminn og sósíalisminn (og ég endurtek, hættu nú að rugla vísvitandi saman hugtökum eins og einhver kjánalegur stuttbuxnaskjóni í pilsfaldi HHG), stígur léttan dans svo úr verður þetta fína, manneskjulega sósíaldemókratíupartí sem við búum við í dag.
Eg veit ekki betur til ad Schroder hafi sagt af ser sokum gifurlega erfidleika i Thyskalandi. Tala um thessar blomlegu NV-Evropu tha sligast thessar thjodir undan gifurlegum skuldbindingum sem liklega kemur til med ad bitna a komandi kynslodum.
Allir geta færst of mikið í fang - eða tekið ranga beygju á leið sinni að settu marki. Menn skyldu hins vegar fara varlega að kenna velferðarkerfinu um krísuna í Þýskalandi, eitt helsta vandamál þarlendra er jú atvinnuleysið, sem m.a. má rekja til þess að þýskir stórkapítalistar sjá meiri gróðavon í því að láta láglaunaþræla þriðja heimsins framleiða munaðarvarninginn ofan í þá sem heima sitja. Og bitte schön ekki bjóða upp á romsuna um að þetta sé svo gott fyrir þriðja heiminn, hún hefur verið afgreidd sem bábilja oftar en tárum taki, þótt enn þráist menn við að halda henni á lofti. Og þá er hún heldur ekki vænleg til árangurs, hin bullkenningin, nefnilega að velferðarkerfið og háar launakröfur verkalýðsins hreinlega neyði framleiðendur til að flýja land - það eina sem knýr þá til að flýja land er sú staðreynd að þeir - stórkapítalistarnir - græða talsvert minna ef þeir halda framleiðslunni áfram í heimalandinu. En þessi tilfærsla á störfum, eins og marg oft hefur verið bent á og stórfyrirtæki í USA og annars staðar eru einmitt farin að reka sig á í æ ríkari mæli, er skammgóður vermir fyrir gróðapungana - það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað hægt er að skapa mörg störf fyrir þá sem heima sitja við að þjóna undir rass hver annars, hversu breiðir sem þeir rassar verða, og því minnkar á endanum kaupmátturinn heima fyrir, og þar með markaðurinn fyrir vörurnar sem þeir framleiða á ódýrari hátt en áður, en selja á sama verði þrátt fyrir það...
Hrunadansinn dunar...
Dæmid hja ther gengur kannski upp i lokudu hagkerfi . Hinn umdeildi hagfrædingur Paul Krugman var einu sinni spurdur um erfidleika Thyskaland i efnahagsmalum. Hann sagdi einfaldlega ad Thyskland tharfnast leidtoga einsog Margaret Thatcher.
Heimurinn er lokað hagkerfi. Og Þjóðverjar hafa álíka þörf fyrir leiðtoga á borð við MT og fiskur fyrir reiðhjól.
red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet
birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler
uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen
Skrifa ummæli
<< Home