mánudagur, september 26, 2005

Ég vil vera hlutlaus í Baugsmálum og umfram allt fá að vita sannleikann ef það er nokkur möguleiki. Enn finnst mér aðilar sem ættu að vera ábyrgir vera of fljótir að draga ályktanir. Nú hefur það t.d. komið fram að áframsending Jóns Steinars á tölvupósti Sullenbergers til Styrmis var að beiðni Sullenbergers. Ennfremur er því ekki nægilega haldið á lofti að hið óvinsamlega andrúmsloft sem ríkti gagnvart Baugi árið 2002 var ekki síst frá stjórnarandstöðunni komið, þ.e. Samfylkingunni. Það var ekki fyrr en ári síðar sem bolludagssprengingin varð og Borgarnesræður ISG hófust. Þetta er partur af heildarmyndinni. Vafasöm afskipti ritstjóra MBL af þessum málum gera ekki sjálfkrafa allan Sjálfstæðisflokkinn að þátttakanda í samsæri, ekki síst þar sem afar persónuleg samskipti hans við ástkonu Íslands virðast eiga stóran þátt í þessum afskiptum.

Ég hlustaði á þátt af Talstöðinni um málið og sá þáttur er algjörlega einhliða, ekki er á nokkurn hátt leitast við að leiða saman andstæð sjónarmið heldur syngja Hallgrímarnir tveir og Kalli Birgis Watergate-kórsöng. Kannski hafa þeir rétt fyrir sér, kannski ekki. Sannanirnar liggja ekki á borðinu og ég vil að einhver óháður fjalli um þetta á hlutlausan hátt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Veðrið kl. 15:
Reykjavík NNA 7 Alskýjað 23 6

5:31 e.h., september 26, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Audvitad hafa forustumenn flokksins verid med i radum.

5:52 e.h., september 26, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home