sunnudagur, september 18, 2005

Gísli Marteinn eða Vilhjálmur? Í augnablikinu hallast ég að þeim síðarnefnda. Hann er ekkert sjarmatröll en hefur unnið sér traust fyrir löngu síðan og ætti að geta unnið borgina núna þegar R-listinn hefur flosnað upp auk þess að gera þó nokkuð af mistökum: Troða háskóla í Nauthólsvíkina, fokka upp strætókerfinu og færa Hringbrautina algjörlega að óþörfu og öllum til ama og óþæginda. Þó að Gísli Marteinn hafi einhverja reynslu sem borgarfulltrúi er reynsla Viljhjálms miklu meiri og Gísli Marteinn virkar með réttu eða röngu sem holdgervingur yfirborðsmennskunnar núna þegar hann reynir að komast í borgastjórastólinn út á vinsæla sjónvarpsmennsku og gott útlit.

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er möguleiki að taka Gísla Martein alvarlega? Væri þetta ekki svipað og að hafa Hemma Gunn sem borgarstjóra?

Held ég flytti upp í Kópavog.

Þannig að þrátt fyrir að ég myndi aldrei undir neinum kringumstæðum kjósa SF, þá geri ég mér grein fyrir að eftir andlát R-listans er ósennilegt annað en að D nái borginni, og vona því heitt og innilega að hver sem er annar en litli Eurovision-strumpurinn sigri prófkjör.

8:08 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið þykir mér þetta sérkennileg rök, að dæma mann úr leik vegna þess að hann hefur stjórnað þáttum og íslenskað júróvisjon.

Og Eyvindur, tekur þú nokkuð mark á pabba þínum þegar hann hefur eitthvað að segja?

Kom ekki Davíð úr svipuðu umhverfi í þennan stól og þótti mjög umdeildur á þeim tíma? Stjórnaði grínútvarpi og lék í leikritum. Er ég viss um að þá hafi menn sagt eitthvað svipað, kannski ekki á vefsíðum, heldur í heitapottinum eða í velvakanda.

8:44 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek pabba alvarlega, en ég myndi ekki treysta honum í stjórnmál, af því að ég efast um að aðrir geri það. Er það ekki það sem þetta snýst um? Ég er ekki að draga það í efa að Gísli Marteinn hafi eitthvað til málanna að leggja, heldur það að hægt sé að taka hann alvarlega sem stjórnmálamann (ég hef aldrei tekið Davíð Oddsson alvarlega, svo ég tek lítið mark á þeim rökum).

Það sem mér finnst samt alvarlegast í þessu eru niðrandi ummæli strumpsins um Austur-Evrópuþjóðir í íslenskun sinni á Eurovsion síðast. Það eru mjög mikið af innflytjendum í Reykjavík. Mér líkar ekki þessi hugsunarháttur.

9:02 e.h., september 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú ert dálítið mikið á "political-correct"- vaktinni, Eyvindur. Þegar maður er kominn á það svæði mega menn ekkert missa út úr sér án þess að verða karlrembusvín, hommahatarar og rasistar.

9:08 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég er svolítið í því.

En er ekki málið fyrir pólitíkusa að vera einmitt politically correct? Æ ég veit það ekki. Þessi comment hans Gísla Marteins fóru svo sem ekkert mikið fyrir brjóstið á mér þegar hann lét þau falla í Eurovision, hins vegar þegar ég fór að skoða þau í samhengi við hann sem borgarstjóra fundust mér þau aðeins alvarlegri. Eiga stjórnmálamenn ekki að vera góð fyrirmynd og er ekki rétt að dæma þá eftir hærri stöðlum en aðra, þegar svona hlutir eru annars vegar? Mér finnst það að minnsta kosti. Borgarstjóri er andlit borgarinnar út á við, og mér finnst ekkert að því að passa upp á að það sé ekki umtalað að viðkomandi sé rasisti. Það er ekki eins og ég sé sá fyrsti til að benda á þetta.

10:04 e.h., september 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Æ, æ, æ. Á maðurinn ekki að geta orðið borgarstjóri út af einhverjum afar óljósum ummælum í beinni Eurovision-útsendingu?

10:07 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Téður Eyvindur myndi fara afar vel í þessum ramma, sænskt mynd, t.d. eftir Lukas Modison eða hvað hann heitir. Konur í lopapeysu sem eru ofsalega reiðar út í karlmenn og Eyvindur er einn af tveimur mönnum á fundinum á fremsta bekk. Annað slagið í myndinni segir hann eitthvað sem hann meinar af öllu hjarta og heldur að skipti máli en allir í salnum springa úr hlátri.

10:09 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hver eru þau ummæli gísla marteins sem eyvindur hefur í huga?

11:41 e.h., september 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha, það er rétt, ummælin eru farin fulllangt í sænska rétttrúnaðarátt. Ég sé það alveg að ég hef farið offari og biðst afsökunar á því.

Hins vegar sagði ég nú aldrei að hann gæti ekki orðið borgarstjóri vegna ummælanna í Eurovision - bara að þau, ásamt þeirri heildarímynd sem hann hefur á sér, hafa orðið til þess að ég get ekki tekið hann alvarlega sem stjórnmálamann. Reyndar tek ég stjórnmálamenn yfirleitt aldrei alvarlega, þannig að þetta er svosem ekki mikið fráhvarf frá norminu.

Auk þess er ég að vinna að smá stand-up rútínu um Gísla Martein, og reyni því að ræða hann við sem flesta.

Ummælin sem um ræðir man ég ekki orðrétt, enda var þetta meira en ein setning. Hann talaði bara um Austur-Evrópuþjóðir af ónærgætni. Ég man að þetta stakk mig pínulítið þegar ég var að horfa á Eurovision, en ekki meira en svo að ég lagði þau ekki á minnið. Svo rifjaðist þetta upp fyrir mér þegar ég var að lesa um Guðmund Steingrímsson í Grapevine.

12:04 f.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá enginn Kastljósþáttinn með þeim Gísla Marteini og Steinunni Valdísi? Ég bara spyr. Umræðurnar snerust um nýju byggðina í Vatnsmýrinni og það mátti vart á milli sjá hvort þeirra væri ósympatískari.

Mér fannst þau bæði alveg óþolandi pirrandi. Það skal viðurkennast að ég hef mjög mikinn áhuga á framtíðarskipulagi Vatnsmýrarinnar sem er eflaust ekki tilfellið með alla Reykvíkinga. Þannig að ég var nú að vonast til einhvers af þessum Kastljóssþætti. Eins og það að fá einhverjum spurningum svarað.

Þátturinn fjallaði hinsvegar mest lítið um Vatnsmýrina. Í rauninni. Það litla sem maður varð vísari um plön borgarinnar varð aðallega til þess að valda manni skelfingu.

Aðallega fjallaði þessi þáttur um eitthvað karp og leiðinlegheit milli þessara tveggja einstaklinga, Gísla og Steinunnar. Þetta bara gekk út á eitthvert einvígi þeirra á milli. Þvílíkur yfirgengilegur egócentrismi og leiðinlegheit.

2:47 f.h., september 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sá þetta ekki, en kemur mér ekki mikið á óvart. Eins og ég segi hef ég alltaf haft einhvern illan bifur á Gísla Marteini, bæði sem sjónvarpsmanni og pólitíkus. Ég get svo sem engin rök fært fyrir því, að minnsta kosti ekki almennileg, stundum er þetta bara svona (aðeins oftar hjá mér en öðrum). Reyndar er það ekki bara það að hann fari í taugarnar á mér, heldur treysti ég honum ekki, og það er ansi slæmt þegar borgarstjóra kandídat er annarsvegar...

10:19 f.h., september 19, 2005  
Blogger Unknown said...

Gísli Marteinn hefur ENGA reynslu sem borgarfulltrúi, hann hefur bara verið VARAborgarfulltrúi sem er ekki það sama.

Að gera hann að borgarstjóra er svipað og ef sumarstarfsmaðurinn yrði að forstjóra í fyrirtæki. Algjört rugl! Ég vona að Reykvíkingar hafi meira vit en svo.

5:01 e.h., september 21, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:40 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:15 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:23 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger yanmaneee said...

curry 6
kd shoes
nike shox for men
balenciaga shoes
jordan shoes
off white
golden goose outlet
golden goose
yeezy shoes
yeezy boost

1:25 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home