fimmtudagur, september 29, 2005

Latibær er ágætt dæmi um að barnaefni er ekki gott efni fyrir fullorðna. Þeirri mýtu hefur lengi verið haldið á lofti að börn séu "hugsandi fólk" og það sé miklu erfiðara að skrifa fyrir börn en fullorðna. Þetta er auðvitað bara helvítis della. Latibær, sem er heimsklassa barnaefni og til algjörrar fyrirmyndar í þeirri deild, er fyrir vitibornar fullorðnar verur, að ég tali nú ekki um bókmenntafólk, alveg óþolandi heimskuleg þvæla. Börn eru nefnilega óttalegir vitleysingar ef það á að meta þau á mælikvarða fullorðinna, þau eru annars vegar áhugaverð sem manns eigin börn sem maður elskar að sjá vaxa úr grasi, og hins vegar sem viðfangsefni fyrir þá sem stunda kennslu og þjálfun af hugsjón. Auðvitað eru til barnabækur með bókmenntagildi, t.d. H.C. Andersen og Blái hnötturinn, en hafa börn nokkuð gaman að þeim bókum, ja nema e-r litlir ofvitar?

Hvað skyldu margir verða brjálaðir af að lesa þennan texta?

Hefur einhver séð fullorðinn einstakling endast við að hoppa á trampólíni í 5 klukkustundir samfellt?

20 Comments:

Blogger kerling í koti said...

Fannst þér ekki gaman að Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þú varst lítill?

4:41 e.h., september 29, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jú, þegar ég var lítill. Ég hefði örugglega ekki gaman af þeim núna.

4:43 e.h., september 29, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Einn brjálaður hér...

4:48 e.h., september 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Amerískar smábarnamæður eru dauðskotnar í Magga Scheving og finnst Stafán Karl jafnast á við Jims Carrey.

Amerískir smábarnafeður dást að Magga vegna þess að þeir sjá að það er ekki öll von úti enn (fyrir þá) fyrst rúmlega fertugur maður getur verið svona vel á sig kominn líkamlega. Svo finnst þeim Stafán Karl jafnast á við Jims Carrey.

Ekkert foreldri getur haft mikið út á boðskap þáttanna að setja.

Það er ekki nokkur maður að spá í bókmenntalegt gildi Latabæjar nema þá helst svonefnt 'bókmenntafólk' sem er í raun ekki mjög fjölmennur hópur.

- Sólbráð

4:54 e.h., september 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er þvæla Gústi. Latibær er skelfilegt drasl. En það eru ekki Lína langsokkur, Emil i Kattholti, Múmínálfarnir, Gulleyjan og svo má lengi telja gott barnaefni sem er ánægjulegra fyrir bæði börn og foreldra en Latibær.

6:01 e.h., september 29, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú segir nokkuð. Mér leiðist reyndar sögur Astridar Lindgren en ég skynja samt mikinn mun á þeim og Latabæ, miklu meiri dýpt og skáldskapur. Kannski er Latibær bara drasl.

6:03 e.h., september 29, 2005  
Blogger Ásgeir said...

Astrid Lindgren skrifar náttúrulega alla íslenska höfunda undir borðið, fullorðins og aðra. Annars horfir ekkert einasta heilbrigt barn á Latabæ, þetta er ekkert annað en fasískur heilsuáróður sem höfðar aðallega til Bandarískra húsmæðra í bilblíubeltinu

6:23 e.h., september 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Það sama gildir um börn og fullorðna. Mörg börn geta horft sér til ánægju á rusl eins og Latabæ. Margir fullorðnir geta horft sér til ánægju á rusl eins og raunveruleikaþætti eða ómerkilegar framhaldssápur.
En eftir því sem efnið er betra hefur flest fólk meiri ánægju af því. Sumir vilja því miður ekkert annað en rusl frá vöggu til grafar, enda er nóg framboð af því.

6:27 e.h., september 29, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Að mínu mati eru flestar sögur H.C. Andersen rusl, nema kannski þær sorglegustu og hryllilegustu.

8:44 e.h., september 29, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Teletubbies er viðbjóður og ætti að vera bannað. Þú ættir að skrifa eitthvað um það ógeð.

9:31 e.h., september 29, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef Ljúfu finnst sagan af næturgala keisarans vera rusl þá hefur hún mjög sérstæðan smekk.

1:41 e.h., september 30, 2005  
Blogger Ljúfa said...

Ég tók kannski fullstórt upp í mig.
Sumar sögur hans eru perlur en aðrar finnst mér einfaldlega leiðinlegar.

3:42 e.h., september 30, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hann hefði samt ekki meikað það í dag - smásagnahöfundur.

3:43 e.h., september 30, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hví segirðu að Andersen hefði ekki meikað það í dag? Nú eru komin mjög góð þunglyndislyf - og enn þá gerast ævintýr!

3:29 f.h., október 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg held thad se mjog erfitt bera saman rithofunda fra olikum timaskeidum.

11:15 f.h., október 01, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

"Født/opvokset i Odense, forfatter, død, flyttede til Kbh. Muligvis homoseksuel, bange for at blive begravet levende. Ville gerne være balletdanser. Født 1805, død 1875. Stor næse, fattig, faren sindssyg" (dreng, 15 år).

"VAR mærkelig, måske bøsse eller "bare" problemer med damerne. Nogle af hans eventyr er bare andres eventyr skrevet om!" (dreng, 14 år).

11:19 f.h., október 01, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:40 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:23 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
prada outlet
ralph lauren outlet
michael kors outlet clearance
fitflops sale
coach outlet online
ultra boost
coach outlet online
minnesota vikings jerseys
coach outlet online
nike shoes

3:56 f.h., júní 12, 2018  
Blogger te12 said...

qzz0727
suicoke sandals
ugg outlet
swarovski crystal
pandora charms
oakley sunglasses
manchester united jersey
carrera sunglasses
longchamp bags
ugg outlet
nike factory outlet

3:08 f.h., júlí 27, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home