þriðjudagur, október 04, 2005

Allir vita að fyrir hina fjölmörgu pistlahöfunda landsins er bakið á Fréttablaðinu mest spennandi, mikil útbreiðsla og tilþrif Þráins Bertelssonar í gegnum tíðina hafa gefið þessum dálki status. Svo hef ég einhvern veginn á tilfinningunni að þetta sé sæmilega borgað. Síðasta vetur þreifaði ég á Fréttablaðsmönnum með þetta en fékk þau svör að þeir væru nýbúnir að endurskipuleggja pennahópinn, ég kæmi sterklega til greina síðar en færi á biðlista. - Nú, í sumar var ég í Speglinum á RÚV og núna er ég kominn á Blaðið. Tæki Bakþankana fram yfir hvorttveggja.

Um helgina sé ég síðan að aftan á Fréttablaðið er kominn herðabreiður júdókappi og skrifar einhvern ömurlegan klisjulestur um umferðarmenninguna. Heldur þótti mér það snautlegt að vera sniðgenginn fyrir svona penna. Það eru að vísu til vel skrifandi júdókappar, t.d. Thor Vilhjálmsson, en þessi er það ekki. Á ekki að hafa smá status á þessu? Kannski voru þeir bara hræddir við hann. Hvað gerir maður ef fílefldur júdókappi kemur inn á ritstjórnarskrifstofuna og vill endilega verða pistlahöfundur, leggur þunga áherslu á það?

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða maður er þetta?

5:22 e.h., október 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nú hver penninn lélegri þarna. Vertu feginn að sleppa við að vera í þeirra hópi.

5:41 e.h., október 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þó er Þráinn verstur.

6:28 e.h., október 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Af ávöxtunum skulum vér þekkja þá. Ég tel að allar líkur að þessi júdókappi sé að fara að sinna einhverjum störfum fyrir 365 og þeir nota þetta sem aðferð til þess að kynna hann sögunar.

En annars eru þessir bakþankar afskaplega leiðinlegt efni hafi maður ekki smekk fyrir að lesa sömu greinina eftir Þráinn, ár eftir ár, og ótrúlega rembingslegar tilraunir Guðmundar Steingrímssonar til þess að reyna vera fyndinn.

Jón Gnarr er að vísu skemmtilegur en yfirhöfuð átt þú skilið að vera í merkilegri hópi penna.

6:39 e.h., október 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg sammála, Bakþankar Fréttablaðsins er a.m.k. mest áberandi pistill landsins. Það er hreinlega ekki hægt að komast hjá því að lesa hann. Eða byrja á honum réttara sagt, því yfirleitt bráir af manni eftir 2-3 málsgreinar.

Þráinn er nú yfirleitt góður samt, stöku sinnum brilljant.

- Sólbráð

6:55 e.h., október 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skrifaði á sínum tíma dóm um "hinar pistlandi stéttir" á Íslandi, fyrir Mannlíf. Þetta var fyrir svona tveimur árum held ég. Þráinn fékk hauskúpu fyrir sinn pistil.

eön

ps. Mannlífsgreinina má lesa hér: http://www.geocities.com/ljosvikingur/pistlar.html

7:17 e.h., október 04, 2005  
Blogger Ásgeir said...

Vissulega ættu bakþankarnir að vera the place to be fyrir pistlahöfunda. En sú andlausa lágkúra sem Þráinn B., Sigurjón E., Eiríkur J. og loks Jón Gnarr hafa dælt yfir okkur þýðir að það þarf meira en bara einstaka góðan pistil frá Steingrímssyni til að bjarga þessu. Venni snýr hins vegar Þráinn Bertels léttilega niður, hvort sem um er að ræða í pistlaskrifum eða öðru.

8:04 e.h., október 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

sér á parti, þessi eön

10:36 e.h., október 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta finnst mér Fréttablaðinu til skammar. Þú mundir sóma þér vel í hópi baksíðuhöfunda þar. Þráinn ber höfuð og herðar yfir alla pistlahöfunda landsins. Jón Gnarr á góða spretti, er einlægur og heiðarlegur. Guðmundur Steingrímsson hefur sótt á. Þú hefðir átt erindi í þennan hóp. Hvað svo sem öfundsjúkir anónímusar segja.

9:38 f.h., október 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hallast að því að taka undir með Hermanni hér.

12:21 e.h., október 06, 2005  
Blogger Bird said...

Venni var með stórskemmtilegt blogg á sínum tíma, en hætti. Dæmum ekki of snemma. Eini augljósi ókostur hans er akureyrskur uppruni.

7:21 f.h., október 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Akureyrskur uppruni? Augljós galli? Á svona forpokað fordómaröfl að vera fyndið? Núna er árið 2005.
Kópavogur ekki bær heldur hús með götum?
Er ekki allt í lagi með mannskapinn?

9:58 e.h., október 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Rétt hjá Bird. Dæmum bara hvern pistil fyrir sig. Sá fyrsti var ekki góður. En ég hef líka skrifað lélega pistla.

12:39 f.h., október 09, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:41 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:17 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:25 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home