laugardagur, október 15, 2005

Ég skrifaði þrjár blaðsíður í nótt og fór ekki að sofa fyrr en um þrjúleytið. Skrifaði við borðstofuborðið heima á vinnufartölvuna. Ég las yfir hluta af handritinu og sá margt aðfinnsluvert, töluvert um endurtekningar í mörgum köflum en það er nú lítið vandamál; aðalatriðið er að þeir virðast bráðlifandi. Ég veit hins vegar ekki hvernig sagan kemur út sem heild.

Í kvöld fer ég í Skáldaspírutengt partý þar sem ég les eitthvað úr handritinu, hlusta á lestur annarra og gítaraspil. Erla er að hugsa um að mæta í gítaraspilið.

Í nýju hægri sinnuðu þjóðmálariti Jakobs F. Ásgeirssonar (Þjóðmál) rekur Páll Vilhjálmsson mjög áþreifanleg dæmi aftur til 8. áratugarins um óbeit Davíðs Oddssonar á auðhringjum. Það er ágætis mótvægi við einhæfa umræðu um Baugsmálin.

Ég keypt nýjustu skáldsögu Pauls Austers, Brooklyn Follies. Síðustu bækur hans hafa verið einum of ruglingslegar, bygging með babúskusniði en þessi virðist ekki vera það, samkvæmt ágripi af söguþræði.

18 Comments:

Blogger Skarpi said...

Þetta hlýtur að verða brjálað partí! Hver verður á gítar, Kristján Hreinsson?

8:04 e.h., október 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held ekki. Við ætluðum að reyna að fá Townshend en ég veit ekki hvort það tókst. Kemur í ljós á eftir.

8:09 e.h., október 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

"áþreifanleg dæmi aftur til 8. áratugarins um óbeit Davíðs Oddssonar á auðhringjum. Það er ágætis mótvægi við einhæfa umræðu um Baugsmálin."
Sjálfur sér ekkert sem getur réttlæt þetta einelti hjá honum gagnvart einu fyrirtæki.

8:48 e.h., október 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég var í sjálfu sér ekki að benda á þetta sem réttlætingu á einu né neinu, en málið er flóknara en svo að Davíð hafi gramist hrun Kolkrabbans og því fengið óbeit á "nýjum" peningum. Í grein frá 1978 lýsir hann yfir velþóknun á andstöðu Alþýðuflokksins við auðhringa og segir að slíka gagnrýni hafi skort í Sjálfstæðisflokknum.

8:50 e.h., október 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg get ekki séð i ákærunum að Baugsmálið snusit um að þeir hafi misnotað markaðsaðstöðu sína vegna stærðar sinnar.

9:03 e.h., október 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, enda snýst dómsmálið ekki um það og Davíð segist engan áhuga hafa á þessum ákærum, ekki einu sinni lesið þær.

9:08 e.h., október 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

En hann hefur haft dylgjur gagnvart þessu fyrirtæki undir yfirlætinu að þetta sé auðhringur

9:16 e.h., október 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jújú, vissulega, enda hefur hann augljóslega óbeit á þeim; en hann vill meina að það hafi ekkert með þetta dómsmál að gera.

9:17 e.h., október 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef Davíð Oddsson væri jafnstaðfastur málsvari þinn og þú hans - þá værir þú í feitum málum.

9:42 e.h., október 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Bækur Austers eru vel skrifaðar - en flestar alveg helvíti leiðinlegar.
Ætlar þú ekki að varast það fordæmi?

12:12 f.h., október 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Auster las upp úr Brooklyn Follies á bókmenntahátíð, og hún lofar góðu. Byrjar allavega vel.

Það er erfitt að alhæfa mikið um Auster sem höfund, því bækurnar hans eru svo svakalega ólíkar. Sumar eru vissulega hundleiðinlegar, en aðrar eru skemmtilegar og æsispennandi. Það kann ég vel við hjá honum - maður veit aldrei á hverju maður á von.

1:17 e.h., október 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kanntu vel við að hann komi þér á óvart með því að vera ýmist leiðinlegur eða skemmtilegur? Svona eins og að blanda saman fersku pasta og nýgubbuðu og borða blindandi. Maður veit aldrei hvað maður fær! Ótrúlega spennandi!

7:54 e.h., október 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Já mér finnst pastagubb æði.

Nei, ég á við að hann er fjölbreyttur, sem er gaman. Ef bækur eru leiðinlegar hætti ég bara að lesa þær. Tek það ekkert nærri mér.

Ég hef reyndar bara lesið eina leiðinlega bók eftir Paul Auster (The Music of Chance). Hef svo sem ekki lesið gríðarlega mikið, en kann vel við manninn sem rithöfund. Hlakka til að lesa Brooklyn Follies.

9:31 e.h., október 16, 2005  
Blogger Skarpi said...

Hei, Gústi! Townshend er með blogg! Hann virðist vera að gefa út skáldsögu eða einhverskonar bók á þessari síðu, því það kemur fram að í febrúar verði allt efnið á komið .pdf skjal sem hægt verði að ná í. Athugaðu þetta: http://boywhoheardmusic.blogspot.com/

3:29 f.h., október 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Well, maðurinn sem heldur þeirri fásinnu fram að bækur Austers séu leiðinlegar hefur að minnsta kosti vit á að skrifa ekki undir nafni.

12:11 f.h., október 18, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:17 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:25 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

mulberry handbags
tory burch outlet online
reebok shoes
football shirts
true religion jeans
ferragamo shoes sale
mont blanc pens
nike roshe run shoes
mulberry handbags sale
ugg sale
coach outlet
hermes bags
nike outlet store online
gucci outlet online
ray ban sunglasses sale
coach outlet store
ugg boots clearance
louis vuitton bags cheap
true religion outlet
toms shoes
uggs outlet
ugg outlet store
michael kors outlet clearance
ugg boots clearance
adidas nmd runner
louis vuitton
lebron james shoes
ferragamo shoes
uggs clearance
uggs outlet
ray-ban sunglasses
nike air max 90
ralph lauren femme
reebok trainers
yeezy boost 350
czq20160825

3:32 f.h., ágúst 26, 2016  

Skrifa ummæli

<< Home