Einu sinni var feitur maður sem sagðist borða of mikið vegna þess að hann þjáðist af kæfisvefni. Kæfisvefninn ylli því að hann væri alltaf orkulaus og sækti þess vegna í mat. Hann þjáðist hins vegar af kæfisvefni vegna þess að hann var of feitur.
Yfirskrift jólabókaflóðsins gæti verið glæpir og tölvupóstur. Ég skrifa hins vegar bara sögur um lífið sem eins og ég skynja það.
42 Comments:
Skrifa ekki allir rithöfundar um lífið eins og þeir skynja það? Við erum bara öll með mismunandi skynjun...
Er lífið eins og við þekkjum það uppfullt af glæpamálum sem mynda flókna ráðgátu með lausn sem kemur á óvart?
Hefur raunverulegur tölvupóstur eitthvert skáldskapargildi? Skiptir hann máli?
Ekki hvað mig varðar, en kannski aðra...
Ertu virkilega ergilegur yfir því að aðrir rithöfundar skuli ekki skrifa eins og þú???
Þú spyrð tveggja dáldið næfra spurninga:
1. "Er lífið eins og við þekkjum það uppfullt af glæpamálum sem mynda flókna ráðgátu með lausn sem kemur á óvart?"
Sennilega kannast margir við þá tilfinningu að lífið sé flókin ráðgáta með lausn sem kemur á óvart.
2. "Hefur raunverulegur tölvupóstur eitthvert skáldskapargildi? Skiptir hann máli?"
Það fer eftir því hvernig orðum er raðað saman hvort skáldskapur verður til eða ekki. Hvort formið er smásaga, sendibréf, ljóð eða tölvupóstur skiptir vitanlega engu máli.
Næfurþunnur: Er lík grafið í garðinum hjá þér? Hvað hefurðu séð margar byssur á ævinni? Eru sífellt að dúkka upp óvæntir morgingjar í lífi þínu?
Hefur tölvupóstur úr raunveruleikanum bókmenntagildi? Tölvupóstur sem skrifaður var sem tölvupóstur? Hefur hann ekki fremur eitthvert sniðugheita- og athyglisgildi? Að svara þessari spurningu þannig að það eitt skipti máli hvernig orðunum er raðað, er bara útúrsnúningur.
Sparaðu þér svo yfirlætið, þú hefur tæpast efni á því.
Er þá Glæpur og refsing bara rugl af því fólk gengur ekki almennt um og heggur gamlar konur í spað með exi? Er Vonin blíð tóm vitleysa vegna þess að hún er skrifuð í bréfastíl? Hafa bréf Franz Kafka ekkert "skáldskapargildi"? Hvað með Hamskiptin? Hefur hún ekkert gildi nema fólk breytist í pöddur? Hvað þykist Kafka geta sagt um það hvernig það er að vera padda?
Svo er náttúrulega hitt, að án nokkurs efa þá eru bækur 21. aldarinnar á Íslandi ekki þær fyrstu til að kannibalísera bréf og annað og færa það inn í skáldskapinn. Slíkt er alvanalegt, og ég veit ekki til þess nokkur hafi efast um skáldskapargildi slíkra aðferða hingað til.
-eön
Glæpur og refsing er saga um glæp, ekki sniðug ráðgáta með óvæntum endi. - Að sama skapi ef Kafka-dæmið þitt út í hött. - Eru 10 glæpasögur úr íslenskum samtíma á einni jólabókavertíð til marks um að íslenskar bókmenntir séu að endurspegla íslenskan veruleika?
Auðvitað er ekkert að því að nota tölvupóst í skáldsögu. En heldur finnst mér það aum þróun að gera slík uppátæki að máli málanna, að bókmenntaviðburði.
Hver er sá eðlismunur sem segir að skáldsaga um mann sem breytist í pöddu geti endurspeglað veröldina (sem hún getur) en skáldsaga sem fjallar um glæparáðgátu geti það ekki (sem hún getur bara víst)?
Það er yfirleitt ekki höfundum um að kenna hvað í bókum þeirra er gert að fjölmiðlaviðburði (sem er ekki það sama og bókmenntaviðburði - engin þeirra bóka sem komin er út nú fyrir jólin er orðin að bókmenntaviðburði, og engin þeirra verður það fyrr en í fyrsta lagi löngu eftir jól).
-eön
Kommon, Eiríkur, auðvitað getur hún það. En að þriðja hver íslensk raunsæissaga sé hefðbundin glæpasaga segir meira um vinsældaþrá en þrá skáldanna eftir því að endurspegla íslenskan veruleika.
Hver segir að atburðir í sögu þurfi að vera teknir beint úr íslenskum veruleika til að sagan geri það? Margir vilja til dæmis meina að dystópískar skáldsögur á borð við 1984 og Brave New World sé það sem endurspeglar best þann veruleika sem höfundur býr við. Skáldsagan mín á til dæmis ekkert skylt við íslenskan raunveruleika, en ég vil samt meina að í henni sé tekið á málum sem koma öllum Íslendingum við. Það sem skiptir máli er þau mál sem tekið er á í sögunni, ekki það hvort tilteknir atburðir standist samanburð við raunveruleikann...
Bókmenntaheimurinn væri ansi leiðinlegur ef allir öpuðu bara eftir raunveruleikanum. Slíkur skáldskapur er oft ansi góður, en það verður líka að vera pláss fyrir annað. Þú áttar þig á því að ef allir skrifuðu eins og þú værir þú örugglega með færri lesendur, því þú hefðir nákvæmlega enga sérstöðu.
Þetta snýst ekki um að apa eftir veruleikann heldur endurspegla hann eða túlka með einhverjum hætti, ja hvaða hætti sem er og ekki endilega með raunsæi. - En finnst þér t.d. bækur Agöthu Christie endurspegla veruleikann vel? Finnst þér þær vera raunsæislegar? Eru þær góðar?
Mér finnst nú einn mesti glæpurinn þessi jólin felast í því að fólk er að borga jafnvel meira en fjögurþúsundkall fyrir krimma í harðspjaldi. Er ekki hægt að setja einhver lög sem skylda menn til að gefa glæpasögur út í kiljuformi eingöngu (sbr. Stella Blómkvist).
Þarna sérðu, Ágúst, það er allt morandi í glæpum. Hvar er Erlendur þegar maður þarf á honum að halda?
Þið seugið nokkuð. Þarna virðist komið efni í glæpasögu: Glæpsamlegt samráð um hátt verð á nýjum íslenskum skáldsögu. Erlendi er falið að rannsaka málið.
Nákvæmlega, nema bara betur stafsett.
Satt er það.
Bækur Agöthu Christie eru ekki góðar, nei. En þær endurspegla vissulega þann raunveruleika sem hún bjó við: Efri stétta samfélag Bretlands á þeim tíma. Þótt glæpir séu ekki daglegt brauð í þeim veruleika, rétt eins og það var ekki daglegt brauð í veruleika Kafka að fólk breyttist í pöddur, er samfélagsmyndin engu að síður endurspeglun á hennar veruleika, og það er sem slíkt nokkuð áhugavert. Það er án efa mjög skemmtilegt að lesa bækur Agöthu Christie með stétta- og eftirlendupælingar í huga. Því þær endurspegla, eins og allar bækur, hugsunarháttinn og tíðarandann í því samfélagi sem höfundurinn lifði og hrærðist. Það gera íslenskar glæpasögur líka.
Er lík grafið í garðinum hjá þér? spyr ÁBS.
Svar: Hef ekki garð, en það gæti verið lík í einhverri geymslunni í kjallaranum.
Hvað hefurðu séð margar byssur á ævinni?
Svar: Nokkur hundruð.
Eru sífellt að dúkka upp óvæntir morgingjar í lífi þínu?
Svar: Ég veit það ekki, en hitt veit ég að ég stóð einu sinni við barinn á Hótel Borg með fjórum morðingjum sem voru með einhvers konar endurfund eftir samveru á Hrauninu. Fjórir morðingjar í einu á einum bar í Reykjavík. Og ég.
P.S. Það sem þú heldur að sé yfirlæti hjá mér er í rauninni bara skortur á auðmýkt hjá þér.
Hefur tölvupóstur úr raunveruleikanum bókmenntagildi? Tölvupóstur sem skrifaður var sem tölvupóstur? Hefur hann ekki fremur eitthvert sniðugheita- og athyglisgildi? Að svara þessari spurningu þannig að það eitt skipti máli hvernig orðunum er raðað, er bara útúrsnúningur.
Sparaðu þér svo yfirlætið, þú hefur tæpast efni á því.
Bestu kveðjur,
Næfurþunnur
Eftirfarandi setningu var ofaukið í síðasta innleggi mínu, en þarf ekki bókmenntafræðing til að sjá að hún var ekki skrifuð af mér heldur af ÁBS. Hún er svona:
"Er lík grafið í garðinum hjá þér? Hvað hefurðu séð margar byssur á ævinni? Eru sífellt að dúkka upp óvæntir morgingjar í lífi þínu?
Hefur tölvupóstur úr raunveruleikanum bókmenntagildi? Tölvupóstur sem skrifaður var sem tölvupóstur? Hefur hann ekki fremur eitthvert sniðugheita- og athyglisgildi? Að svara þessari spurningu þannig að það eitt skipti máli hvernig orðunum er raðað, er bara útúrsnúningur.
Sparaðu þér svo yfirlætið, þú hefur tæpast efni á því."
Gott kvöld, kæru hálsar. Það er kannski ágætt að hér er að finna menn sem verða hæstánægður með eftirfarandi ástand í íslenskum bókmenntum innan nokkurra ára: Til að fá gefna út skáldsögu þarf höfundar: a) Að vera með söguþráð sem hefst á því að einhver er myrtur/slasaður/finnur líkamsleifar og Dr. X eða Erlendur eða Whatever ef fenginn til að rannsaka málið - EÐA í skáldsögunni þarf að vera raunverulegur tölvupóstur frá lifandi og grunlausu fólki til uppdiktaðrar sögupersónu sem jafnframt þarf helst að halda úti bloggsíðu.
Þegar ein beljan mígur þá míga þær allar. Þannig er það í íslenskum bókmenntum. Ég vísa annars í grein Guðbergs í DV í dag um reyfarafárið.
Þetta er yfirlæti þitt, Næfurþunnur:
"Þú spyrð tveggja dáldið næfra spurninga"
Viðbrögð mín við því eru skortur á auðmýkt.
Er þetta ekki oooofurlítil einföldun hjá þér Ágúst? Þú verður að átta þig á því að það verða alltaf til bókmenntagreinar (genre) sem munu tröllríða öllu. Ef það væri ekki glæpasagan væri það ástarsaga, hrollvekja, vísindaskáldsaga, guðmávitahvað. Þannig virkar bókmenntaheimurinn um allan heim, og hefur gert í áratugi, og þannig er þetta að verða á Íslandi líka. Og ég held að það sé hollt fyrir markaðinn, umfram allt. Það eru alltaf raddir sem kalla á slíkar bókmenntir, og glæpasögur eru ekki fyrst að verða vinsælar á Íslandi núna. Þær hafa verið þýddar í stórum stíl svo lengi sem elstu menn muna. Er það því ekki gleðiefni að fólk kaupi frekar íslenska höfunda heldur en erlent efni?
Hvern andskotann varðar mitt bókmenntalega sjálf um það hvað sé gott fyrir markaðinn og að fólk kaupi íslenskar glæpasögur frekar en erlendar? Þú getur alveg eins talað um skógrækt við mig. Ég er rithöfundur, for crying out loud og uppáhaldshöfundarnir mínir eru Raymond Carver og Alice Munro, fólk sem með hæglátum hætti rýnir í sálarlíf nútímamannsins og í mystíkina í hversdagsleikanum. Af þessu markast listræn viðhorf mín.
Já, og það er hið besta mál. Hins vegar sé ég ekki hvað það kemur öðrum rithöfundum við. Ekki frekar en ég sé hvað það kemur þér við hvað aðrir skrifa.
Og ég er ekki að tala um markaðinn í peningalegum skilningi, heldur bókmenntalegum. Forlögin hagnast örugglega ekki minna á þýddum bókum en bókum íslenskra höfunda, jafnvel meira. Það sem ég á við er að það hlýtur að vera gleðiefni að íslenskir höfundar fái meiri lestur, sama hvað þeir skrifa um. Sjálfur þoli ég ekki glæpasögur, en ég er alveg sáttur við að þær séu vinsælar. Það gleður mitt bókmenntalega sjálf að íslenskir höfundar verði vinsælir á erlendri grundu, og hvaða höfundar eru það? Glæpasagnahöfundar, fyrst og fremst.
Þig varðar ekki um það hvort fólk kaupi íslenskar eða erlendar glæpasögur. Arnald Indriðason varðar heldur ekki um það hvort fólk kaupi íslenskan raunsæisskáldskap eða erlendan. Hvaða máli skiptir það hverjir þínir uppáhaldshöfundar eru? Mínir uppáhaldshöfundar eru líka Chuck Palahniuk, Stephen King og Don DeLillo (ásamt fleirum). Og hvað með það? Ég skrifa mitt, þú skrifar þitt, aðrir skrifa sitt. Það er gleðiefni, og þótt bókaútgefendur gefi út eitthvað af bókum sem eru mér ekki að skapi (fullt, reyndar) er ég ekkert að ergja mig yfir því.
Ég skil ekki af hverju þú ert að ergja þig yfir þessu. Ef borðið sneri í hina áttina, ef raunsæisskáldskapur í anda Carvers væri það sem mest seldist og mest væri gefið út af, og Arnaldur og Viktor væru að býsnast yfir því, myndirðu vera sammála þeim?
Ætlar þú að fara að segja við alla höfunda sem hafa skoðun á bókmenntalífinu: Hvað varðar þig um hvað aðrir skrifa?
Alls ekki. En það að gagnrýna bækur út frá því að fylgja ákveðinni stefnu finnst mér slæm latína. Það er allt í góðu að gagnrýna bækur út frá því hvort þær eru góðar eða slæmar, og ég er til dæmis mjög duglegur við að gagnrýna Arnald, því mér finnst hann ekki góður höfundur. En ég gagnrýni hann ekki fyrir það eitt að skrifa glæpasögur. Og ég gagnrýni Kristjón ekki fyrir að nota tölvupóstsendingar í sinni bók. Ef hann spilar illa úr því er ekkert því til fyrirstöðu að gagnrýna það, en yfirborðskennd gagnrýni á bækur vegna þess að þær fá umfjöllun finnst mér hálfeinkennileg. Mér finnst rithöfunda ekki varða um það hvaða stefnu aðrir höfundar fylgja. Gagnrýni á lélegar bækur gegnir allt öðru máli. Ekki gagnrýni ég þig fyrir að skrifa í allt öðrum stíl en ég og fylgja annarri stefnu. Mér finnst það hið besta mál. Þú ert með aðra áhrifavalda en ég, og það er mjög gott. Mér dettur ekki í hug að gagnrýna fólk fyrir þau áhrif sem það sækir í. Ef það spilar illa úr því er það hins vegar sjálfsagt. Og ég legg það heldur ekki í vana minn að gagnrýna bækur sem ég hef ekki lesið.
Ég er ekki að gagnrýna einstakar bækur, ég hef lesið fæstar þeirra, og sumar sem ég hef lesið eru bara ágætar. Ég er að gagnrýna ákveðið ástand. Ég er að gagnrýna þá útgáfustýringu forlaga að dæla glæpasögum yfir bókamarkaðinn - það er einhæfni- og þú átt kannski (vonandi ekki) eftir að upplifa það þegar þú ferð á stúfana með handritið þitt að ekki eru öllu frambærileg handrit gefin út; og ég er að gagnrýna bókmenntaumfjöllunina sem hefur lagt ofuráherslu á umfjöllun um glæpasögur síðustu ár. - Út af þessu hef ég fengið fleiri heimskulegar athugasemdir en ég get torgað.
Ókey, ég skil svo sem þína aðstöðu. En mér finnst samt óþarfi að láta þetta fara of mikið í taugarnar á sér. Þetta er svona allsstaðar, og á alltaf eftir að vera svona. Það er sjaldnast sem bækur komast í mikla umfjöllun vegna skáldasnilldar. Frekar vegna hluta eins og öðruvísi tilrauna, útgáfu erlendis, óhóflegra vinsælda eða kvikmyndaútgáfa... Þetta er ekki bara svona á Íslandi. Heldurðu að Stephen King hafi orðið vinsælasti höfundur í heiminum vegna þess að hann er svo góður rithöfundur? Nei (þótt mér finnist hann reyndar vera mjög góður, að minnsta kosti inn á milli, þótt margt sé rusl), það var vegna þess að fyrstu þrjár bækurnar hans voru keyptar til kvikmyndunar nánast um leið og þær komu út. Þetta vekur athygli og þess vegna verður hann mainstream höfundur. Ég held bara að það þýði ekkert að ergja sig yfir þessu...
Stephen King er nú ágætur höfundur en ég vildi ekki að allir höfundar væru eins og hann.
Nákvæmlega. Fjölbreytni er nauðsynleg. Það er líka þannig allsstaðar, sem sést best á Stephen King, Agöthu Christie og Danielle Steel, að greinabókmenntir (genre aftur) eru og verða langvinsælastar... Það er ekki óeðlilegt að það þróist í þá átt á Íslandi líka, þótt hingað til hafi það ekki verið þannig.
Mér skilst að agatha christie hafi fyrst orðið fræg eftir að hafa yfirgefið eiginmann sinn og verið týnd dögum saman. Dauði og mannshvörf - í einu eða öðru formi - virðist því seljast.
Það er líka merkilegt að mest seldi höfundur Íslands skuli vera Halldór Laxness, og mest seldi höfundur allra tíma William Shakespeare. Sérstaklega er þetta merkilegt í ljósi þess að almenningur hefur svo vondan smekk að kunna ekki að meta hinu miklu listrænu meistara sem hella úr skálum reiði sinnar yfir annarra manna vinsældum.
Svo að viðhengið Eyvindur fái líka svar við sínu gjammi má benda á að "greinabókmenntir" hafa tíðkast á Íslandi um langan aldur. Þegar bókmenntafræðingar tóku ákvörðun um að enginn gæti talist góður rithöfundur nema hann/hún reyndi alla lifandi að drepa úr leiðindum fóru ævisögur, erlendar spennusögur, þjóðlegur fróðleikur og jafnvel sjálfshjálparbækur að seljast eins og heitar lummur.
Er Biblían ekki mest selda bókin?
Jú, Biblían er mest selda bókin. En hún er samt ekki eftir mest selda höfundinn sem er Shakespeare.
Biblían er samvinnuverk eftir Raymond Carver og Alice Munro.
Reyndar er þetta með Shakespeare soldið ósanngjarnt gagnvart hinum geysivinsælu smásagnahöfundum, Markúsi, Matthíasi, Lúkasi og Jóhannesi sem sennilega væru afkastamiklir bloggarar nú á dögum og kepptust við að kunngjöra daglegar athafnir Meistarans.
Já, ég veit að greinabókmenntir hafa alltaf verið vinsælar á Íslandi. Það sem ég átti við var að hingað til hafa Íslendingar sjálfir verið óduglegir við að skrifa þær. Hefði mátt orða betur. Ég myndi ekki segja að ævisögur og sjálfshjálparbækur væru greinabókmenntir, að minnsta kosti ekki ef við túlkum það sem þýðingu á orðinu genre. Ævisögur eru bókmenntaflokkur, og innan þeirra eru bókmenntagreinar. T.d. mætti segja að bækur eins og Don't Eat This Book eftir Morgan Spurlock sé ákveðin grein af ævisögum... Menningarfræðileg ævisaga.
Það er bara nýlega sem Íslendingar eru sjálfir farnir að skrifa glæpasögur, og nú er eitthvað farið að gerast í hrollvekjunum, hvort sem það er gott eða slæmt. Það var það sem ég átti við.
Og það er rétt, bókmenntafræðingar geta verið alveg óþolandi.
red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet
birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler
uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen
yeezys
balenciaga trainers
balenciaga speed
supreme t shirt
off white clothing
supreme outlet
kyrie irving shoes
giannis shoes
moncler
yeezy
Skrifa ummæli
<< Home